Fréttablaðið - 12.10.2022, Page 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„Þetta var erfið ákvörðun sem ég
var búinn að hugsa lengi um en
ég er feginn að vera búinn að taka
hana. Ég fór að huga að þessu eftir
Ólympíuleikana í mars og nú ligg-
ur þetta ljóst fyrir. Ástæðan fyrir
því að ég lagið keppnisskíðin á
hilluna er margþætt, margir hlutir
sem spila inn í þessa ákvörðun
hjá mér, en helsta ástæðan er að
hugurinn leitaði annað,“ segir
Hilmar Snær en hann er á þriðja
ári í rafmagnsverkfræði við
Háskóla Íslands. Hann klárar það
nám eftir eitt ár og síðar stefnir
hann á mastersnám.
Hilmar Snær er einfættur en
þegar hann var átta ára gamall
greindist hann með krabbamein
í vinstri fæti. Taka þurfti stóran
hluta af öðrum fæti hans en það
hefur ekki aftrað honum frá því
að stunda íþróttir. Skíðin hafa
verið í fyrsta sætinu en Hilmar er
einnig snjall kylfingur og stund-
aði aðrar íþróttir áður en hann
greindist með krabbameinið.
Hilmar er með gervifót sem hann
gengur um á alla daga.
„Ég er búinn að æfa og keppa á
skíðum í tólf ár og frá árinu 2016
hef ég tekið þátt í mörgum mótum
erlendis,“ segir Hilmar en hann
keppti á sínum öðrum Ólympíu-
leikum í Peking í marsmánuði
þar sem hann náði frábærum
árangri. Hilmar varð í fimmta sæti
í svigi á leikunum sem er besti
árangur íslensks skíðamanna í
alpagreinum á Ólympíuleikum
fatlaðra. Áður hafði hann fyrstur
Íslendinga fagnað sigri í heildar-
stigakeppni í Evrópumótaröðinni
í alpagreinum þegar hann vann
þrenn gullverðlaun í svigi og
silfurverðlaun í stórsvigi á loka-
mótinu sem fram fór í Zagreb í
Króatíu á síðasta ári. Þá varð hann
fimmti í svigi á heimsmeistara-
mótinu í Lille hammer nú í janúar.
Hilmar var kjörinn íþróttamaður
ársins hjá Íþróttasambandi
fatlaðra og Garðabæjar fyrir árið
2020.
Skemmtilegur tími
„Þegar ég lít til baka þá hefur þetta
verið virkilega skemmtilegur tími.
Aðstæðurnar hér heima á Íslandi
eru ekki þær bestu fyrir skíðafólk
og ég hef því mikið verið að æfa og
keppa erlendis síðustu árin. Ef ég
hefði tekið ákvörðun um að halda
áfram á keppnisskíðum þá hefði
ég þurft að vera meira og minna
erlendis og það kallaði ekki til
mín,“ segir Hilmar Snær.
Spurður hvað standi upp úr á
ferli hans segir Hilmar: „Síðustu
Ólympíuleikar í Peking standa
klárlega upp úr. Þá nefni ég heims-
meistaramótin tvö þar sem ég var
nálægt því að komast á verð-
launapall, sigur á heims-
bikarmóti og að vinna
Evrópumótaröðina. Það
hefur tekið mikinn tíma
að komast svona langt og
mikil vinna að baki. Ég
á mörgum mjög mikið
að þakka og þar get ég
nefnt Íþróttasamband
fatlaðra sem hefur
staðið rosalega vel
við bakið á mér, alla
þjálfarana sem hafa
unnið með mér og
styrktaraðilana,“ segir
Hilmar.
Sjaldgæf aðgerð
Hilmar lagði stund á
fleiri íþróttir en þegar
hann var átta ára gamall
urðu miklar breytingar
þegar hann greindist með
krabbameinið.
„Ég fór í aðgerð í Svíþjóð
snemma árs 2009. Þetta er sjaldgæf
aðgerð. Fóturinn var ekki allur
tekinn af og er ökklinn nýttur
sem hné sem virkar bara mjög
vel. Áður en þetta gerðist var ég í
fótbolta, handbolta og körfubolta
en það kom aldrei til greina að
hætta að hreyfa mig þótt ég hefði
lent í þessu. Ég tók skíðin föstum
tökum og hef spilað mikið golf. Þá
er ég búinn að æfa CrossFit í fimm
ár,“ segir Hilmar Snær, sem er með
tæplega einn í forgjöf í golfinu.
Hilmar segist búinn að vera
duglegur að spila golf í sumar. „Ég
spilaði heilmikið golf með vinum
en tók einungis þátt á einu móti í
sumar.“
Þótt Hilmar hafi ákveðið að
leggja skíðin á hilluna ætlar hann
ekki alveg að slíta sig frá skíða-
brekkunum. „Planið hjá mér er að
þjálfa hjá Víkingi og ÍR í vetur. Ég
verð að þjálfa átta og níu ára börn
og það verður bara gaman.“
Spurður út í námið og rafmagns-
verkfræðina segir Hilmar: „Upp-
haflega skráði ég mig læknisfræði-
lega verkfræði í Háskóla Íslands en
ég skipti svo yfir í rafmagnsverk-
fræðina. Með því fannst mér það
opna fleiri dyr fyrir mig í fram-
tíðinni fyrir áframhaldandi
nám og fleira. Þetta er mjög
þungt og krefjandi nám en í
leiðinni mikil áskorun.“ n
Hilmar hefur gert það
gott á mótum erlendis
á undanförnum árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hilmar Snær
var útnefndur
íþróttamaður
ársins af Íþrótta-
sambandi
fatlaðra fyrir
tveimur árum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
STEFÁN
Guðmundur
Hilmarsson
gummih
@frettabladid.is
Þetta var erfið
ákvörðun sem ég
var búinn að hugsa lengi
um en ég er feginn að
vera búinn að taka hana.
Hilmar Snær Örvarsson
2 kynningarblað A L LT 12. október 2022 MIÐVIKUDAGUR