Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 18
Toyota á Íslandi, sem er með
starfsemi sína í Kauptúni
í Garðabæ, hefur „Vellíðan
til árangurs“ sem yfirskrift
starfsmannastefnu sinnar.
gummih@frettabladid.is
Fyrirtækið leggur mikið upp úr því
að skapa vinnuumhverfi þar sem
starfsmönnum líður vel. Fyrir-
tækinu er umhugað um heilsu
starfsmanna sinna, heilsuvernd,
vinnuvernd og jafnréttisstefnu.
Góður starfsandi er mjög mikil-
vægur og sífellt f leiri fyrirtæki eru
farin að leggja aukna áherslu á
gæði starfsandans og að starfs-
fólki líði vel í vinnunni.
„Hjá Toyota er góð starfs-
mannastefna og henni er fylgt
mjög vel eftir með það að mark-
miði að skapa sterka þjónustu-
menningu. Hjá þessu fyrirtæki
velst inn ákveðin gerð af fólki sem
hefur yndi af því að veita góða
þjónustu. Maður verður var við
það bæði út á við og líka inn á
við. Ég segi oft þá sögu að þegar
ég byrjaði hér þá þurfti ég að
vinna oft þvert á deildir og vinna
með þeim. Ég þurfti að leita hér
og þar eftir upplýsingum og alls
staðar var mér sinnt svo vel. Mér
fannst allir sinna nýja manninum
ótrúlega mikið og vel en svo hætti
þetta ekkert.
Það er alltaf hægt að leita til sam-
starfsmanna og alltaf eru málin
leyst. Þetta finnst mér lýsa starfs-
andanum svo vel hjá Toyota. Það
eru einhvern veginn allir boðnir
og búnir til þess að veita góða
þjónustu,“ segir Páll Þorsteinsson,
upplýsingafulltrúi Toyota, og bætir
við að starfsmannaandinn í fyrir-
tækinu sé sérlega góður og það sé
gaman að vinna hjá fyrirtækinu.
Toyota hefur hlotið nafnbótina
„Fyrirmyndarfyrirtæki ársins“ hjá
VR nokkur undanfarin ár.
Páll segir að fyrirtækið gefi af
sér til starfsmanna.
„Það er haldið vel utan um
starfsmannahópinn sem vinnur
hér. Það er reynt að sinna honum
eins vel og hægt er, bæði með
námskeiðum, símenntun og
f leiru. Hér er alltaf verið að þjálfa
fólk enda sífellt að koma inn
tækninýjungar og við erum alltaf
að reyna að bæta þessa þjónustu,“
segir Páll.
Glaðningur við starfsafmæli
Páll segir að starfsmannafélagið
hjá Toyota sé mjög öflugt fyrir þá
sem vilja nýta sér það.
„Það eru að sjálfsögðu haldnar
veglegar árshátíðir og við höfum
farið til útlanda á nokkurra ára
fresti í árshátíðarferðir og fyrir-
tækið býður starfsmönnum til
fagnaðar eins og á jólahlaðborð
eða eitthvað slíkt þegar tækifæri
gefst til þess. Starfsfólk okkar fær
glaðning frá fyrirtækinu þegar það
nær ákveðnum starfsaldri sem er
mjög skemmtilegt og það fær líka
fínar jólagjafir,“ segir Páll.
Hann hrósar mötuneyti Toyota
og segir starfsfólk taka því mjög
vel. „Það er hollur og góður matur
á boðstólum og það er mjög mikil-
vægt.“
Starfsmannaveltan hjá Toyota
er lítil og margir sem hafa unnið til
fjölda ára hjá fyrirtækinu. „Starfs-
mannaveltan hefur í gegnum
tíðina ekki verið mikil og við erum
hér með starfsfólk sem byrjaði að
vinna í aukavinnu með skóla sem
unglingar og á svo sína starfsævi
hér. Það segir manni að fólki líki
vel að vinna hér,“ segir Páll. n
Góð starfsmannastefna hjá Toyota
Páll Þorsteinsson, upplýsingastjóri Toyota, segir haldið vel utan um starfsmannahópinn sem vinnur hjá fyrirtækinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Starfsfólk okkar
fær glaðning frá
fyrirtækinu þegar það
nær ákveðnum starfs-
aldri sem er mjög
skemmtilegt og það fær
líka fínar jólagjafir.
Páll Þorsteinsson
Gjafakort Hörpu er skemmtileg jólagjöf. Kortið gildir
í þrjú ár á alla viðburði í Hörpu. Dagskráin er fjölbreytt
og tryggt að öll finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta.
Kortin koma í fallegri gjafaöskju.
Gefandinn velur upphæðina.
Gefðu ávísun
á góðar stundir
harpa.is
6 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR