Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 20
Það var svo gaman að sjá tilhlökkun- ina og eftirvæntinguna fara stigvaxandi með hverjum mánuðinum sem leið. Elías Ingi Árnason Síðasta árshátíð Öryggis- miðstöðvarinnar var haldin á Alicante á Spáni í vor. Eftir takmarkað skemmtanahald sökum heimsfaraldursins átti starfsfólkið afar ánægju- lega daga í sólinni. starri@frettabladid.is Starfsfólk Öryggismiðstöðvarinn- ar var orðið ansi þreytt í heims- faraldrinum með tilheyrandi samkomubönnum og fjölda- takmörkunum. Því var ákveðið sumarið 2021, þegar ástandið var farið að líta betur út, að stefna á að halda árshátíðina erlendis ári síðar við mikinn fögnuð starfsfólksins, segir Elías Ingi Árnason, sem sat í stjórn starfsmannafélagsins á þeim tíma sem ferðin var skipu- lögð og situr nú í árshátíðarnefnd Öryggismiðstöðvarinnar. „Við fyrsta tækifæri settum við okkur í samband við nokkrar ferðaskrifstofur og völdum að lokum ferð til Alicante á Spáni með Visitor úr fjölmörgum góðum tilboðum.“ Mikill undirbúningur Rúmlega 200 manns, starfsfólk og makar, fóru í ferðina sem var í apríl í fyrra. Elías segir að til að tryggja að allt skipulag myndi ganga sem best hefði verið lykilatriði að heim- sækja staðinn áður og fara yfir eins mörg smáatriði og hægt var. „Því settum við okkur í sam- band við þá staði sem við vildum að myndu spila stórt hlutverk í ferðinni. Auk þess vildum við hitta þau sem myndu sjá um veislusal- inn og gefa þeim hugmyndir okkar um hvernig við sæjum árshátíðina fyrir okkur, til dæmis hvernig við vildum hafa uppsetninguna á salnum. Einnig var mjög mikilvægt að fá að smakka matinn sem boðið er upp á þegar árshátíð er haldin erlendis og hafa þá úr nokkrum réttum að velja.“ Mjög fjölbreytt dagskrá Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á Alicante. „Það var alveg heljarinnar dagskrá í boði fyrir hópinn. Við skipu- lögðum til dæmis tvær siglingar á tvíbytnu. Það komust 50 manns í hvora ferð og siglt var með hópana eftir strandlengjunni í nokkra klukkutíma. Annar hópur naut sín í botn í heimsókn á vínekru og enn annar hópurinn fór í skemmtilega hjólaferð um borgina.“ Golffélag Öryggismið- stöðvarinnar hélt fyrsta golfmót Eins og krakkar að bíða eftir jólunum Elías Ingi Árnason. Stór hluti hópsins skellti sér í siglingu meðfram ströndinni. MYND/AÐSEND Það var kærkom- in tilbreyting fyrir starfsfólk Öryggismið- stöðvarinnar og maka að eyða nokkrum dögum á Alicante. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY sumarsins í ferðinni. „Margir golfarar meðal starfsfólks okkar voru orðnir ansi golfþyrstir eftir íslenska veturinn. Hópurinn spilaði á glæsilegum velli sem heitir Font del Llop og er staðsettur rétt fyrir utan borgina. Einnig var skemmtilegur karaókíbar rétt fyrir utan hótelið sem við lögðum undir okkur eitt kvöldið. Það er óhætt að segja að mögnuð stemning hafi myndast það kvöld.“ Stefna á Berlín 2023 Elías segir svona ferð bæta mikið starfsandann og auka samheldn- ina meðal starfsfólks fyrirtækisins. „Það var svo gaman að sjá til- hlökkunina og eftirvæntinguna fara stigvaxandi með hverjum mánuðinum sem leið og síðustu dagana var talað um lítið annað en ferðina fram undan. Þetta var svolítið eins og þegar maður var krakki að bíða eftir jólunum og sá pakkana hrannast upp við tréð jafnt og þétt, spenningurinn var nánast óbærilegur. Gleðin og minningarnar eru svo reglulega rifjaðar upp meðal starfsfólksins.“ Þessar vikurnar er stjórn starfs- mannafélagsins og árshátíðar- nefndin að skipuleggja næstu árshátíðarferð sem verður haldin á vormánuðum 2023 í Berlín. „Undirbúningurinn er kominn á fullt og við erum að velta fyrir okkur ýmsum skemmtilegum hug- myndum. Á sama tíma reynum við að segja sem minnst svo hægt sé að gera þessa næstu ferð eftirminni- lega fyrir árshátíðargestina.“ n 8 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.