Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 29
Jólagjafabréfin eru komin í FlyOver Iceland. Hægt er að kaupa á staðnum eða fá rafrænt gjafabréf. Gjafabréf hjá FlyOver Iceland gildir á allar sýningar. Fyrirhugaðar eru tvær gesta­ sýningar árið 2023, Wonders of the American West og Windborne Call of the Candian Rockies, sem sýndar verða auk aðalsýningar. FlyOver Iceland hlaut tvenn stór verðlaun á árinu, Travelers’ Choice Award 2022 frá Trip Advis­ or sem og Best Tech Exhibition, Best of Reykjavík, frá Reykjavík Grapevine. „FlyOver Iceland notar nýjustu tækni til að veita raunverulega f lugupplifun. Gestir sitja í festingu fyrir framan 300 fermetra hnatt­ laga sýningartjald með fætur í lausu lofti og horfa á myndina, sem fer með þá í æsispennandi ferðalag um Ísland og aðra ótrú­ lega áfangastaði,“ segir Emilía Sigurðardóttir, markaðsstjóri FlyOver Iceland. „Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera upp­ lifunina ógleymanlega. Til dæmis áður en aðalsýningin um Ísland hefst eru sýndar tvær myndir með ensku tali þar sem skoðað er hlutverk náttúrunnar, tímans og mannsins á þessari einstöku eyju . Eldfjöll og jöklar, víkingar, tröll og f leira, sem er algjörlega mögnuð upplifun.“ Á víkingaslóðum Fyrst koma gestir að fornís­ lensku langhúsi víkinga þar sem er íslenskur sögumaður, en við ljómann af eldstæðinu flytur hann sögur sem birtast ljóslifandi í skuggamyndum. Í Brunni tímans kynnast gestir umfangsmikilli sögu Íslands. Þar birtast náttúruöflin og manns­ andinn með aðstoð tónlistar, myndskeiða, myndefnis og tækni­ brellna. Þetta er með leiðsögn Þeirrar vitru, persónu sem byggð er á þjóðsögum um tröll og er hönnuð af hinum ástsæla mynd­ skreyti Brian Pilkington. Hún er ævaforn og táknar bæði íslenska visku og töfra landsins. Sú vitra leiðir gesti í gegnum þrjá mismunandi þætti. Fyrst er hægt að upplifa orku landsins í gegnum kraftmikil og gjarnan ofsafengin náttúruöflin. Því næst kemur mannfólkið til sögunnar og tileinkar sér orðatiltækið „þetta reddast“. Loks sést hvernig íslenska þjóðin hefur skapað sér líf á þessum harðbýla stað. Lífið heldur áfram, sama hvað gerist. 800 ára tröllskessa Líkt og í góðri sögu þurfti FlyOver Iceland sýningin sitt eigið tröll. Við vorum því himinlifandi að fá Brian til þess að teikna fyrir okkur tröll FlyOver Iceland.“ „Sú vitra er 800 ára gömul, ein­ staklega fróð tröllskessa sem hefur orðið vitni að stórum hluta af sögu Íslands,“ segir Rick Rothschild, list­ rænn stjórnandi FlyOver Iceland, og mikill aðdáandi Brians. „Hún er, eins og nafnið gefur til kynna, afar vitur … hefur þó efasemdir um heilindi manna en veit hversu þrautseigir þeir eru og hvernig þeir hafa skapað sér líf á þessu harðbýla skeri.“ „Frá upphafi lá það ljóst fyrir hjá FlyOver Iceland­teyminu að mikil­ vægt væri að fá íslenskt hæfileika­ fólk til að semja tónlistina við hið sjónræna listaverk sem sýningar­ myndin er. Það er algjörlegt lyk­ ilatriði að tengja heildarupplifun­ ina viðkomandi stað, að hún verði raunsönn og skapi tilfinningaleg hughrif,“ segir Emilía. Tónlist Sigur Rósar Bræðurnir Kjartan og Georg Holm ásamt kollegum sínum, Paul Corley og Daníel Bjarnasyni, eru þekktir fyrir vinnu sína með hinni goðsagnakenndu íslensku hljóm­ sveit, Sigur Rós. Kjartan samdi tónlistina, tók hana upp og útfærði fyrir FlyOver Iceland. Saman og í sitt hvoru lagi eru þeir þekktir fyrir yfirnátt­ úrulega tónlist sína, sem ýmist hefur hljómað á leikvöngum á hljómleikaferð um heiminn, kvik­ myndum eða sjónvarpsþáttum.“ Sýningin er í algjörum sérflokki og öllum aðgengileg. Okkar ein­ staka land birtist á sama hátt og hjá fuglinum sem svífur yfir með ilmi, vindi, sól og regnúða. n Gjafabréfin fást í fallegum gjafa­ umbúðum í FlyOver Iceland, Fiski­ slóð 43 eða með því að ganga frá kaupum á heimasíðunni og fá þau send í tölvupósti. Gefðu einstaka upplifun í jólapakkann Það er ógleymanlegt að svífa um loftin blá og skoða Ísland frá allt öðru sjónarhorni en venjulega. MYND/AÐSEND GJAFABRÉFIN ERU KOMIN kynningarblað 17MIÐVIKUDAGUR 12. október 2022 FYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.