Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 30
Í aðdraganda jólanna í ár fagnar vinnandi fólk því að eiga aðventuna saman eftir Covid-litaða jólatíð undanfarin ár. Þá er tilvalið að þjappa starfsfólkinu enn betur saman og gera sem mest úr skemmtilegasta tíma ársins. thordisg@frettabladid.is Það þarf ekki mikið til að gleðja starfsfólkið og koma því í jólaskap. Jólapartí á vinnutíma getur því verið skemmtileg tilbreyting svo flestir taki þátt en tilgangurinn er að skemmta fólki og auka enn á stemningu aðventunnar. Hér gefast hugmyndir að gefandi dögum í vinnunni á meðan beðið er eftir jólunum. n Jólabingó í hádeginu þjappar fólki saman og vekur ætíð spennu þegar eftirsóknarverðir vinningar eru í boði. Það geta verið bíómiðar, máltíð á skyndi­ bitastað, jólabolli í vinnuna, jólatré, jólapeysa og hvaðeina. n Náttfatapartí í anda kósítímans í svartasta skammdeginu. Ekki er verra ef náttfötin eru með jóla­ legu munstri eða myndum. Verð­ laun eru veitt fyrir besta dressið, útbúið kósíhorn með jólabíó­ myndum og vitaskuld er boðið upp á morgunmat með jólalegu ívafi, heitu súkkulaði, kanilkaffi, smákökum og fleira góðgæti. n Hver skreytir fegursta jólatréð? Skipt er í lið og gefinn hálftími til að skreyta lítil jólatré, með skrauti sem fylgir, eða því sem komið er með að heiman. Þema hvers trés er útskýrt og reynt að ganga í augun á dómurunum. n Gæludýradagur. Jólin koma hjá öllum, mönnum og málleys­ ingjum. Því ekki að hafa einn dag þar sem eigendur gæludýra fá að koma með þau á skrif­ stofuna? Það gæti sannarlega orðið líflegt og ekki síst nota­ legt að njóta návista við mjúk og falleg dýrin. Hægt er að koma með dýrin í búningum og hafa búningakeppni. n Silent Diskó er ávísun á tærar gleðistundir þegar starfsmenn dansa um hljóðlaust í vinnu­ rýminu en með þráðlaus heyrnartól sem spila fyrir þá dillandi danstónlist. n Að skreyta piparkökuhús kemur öllum í jólaskap og hleypir metnaði í mannskapinn. Skaffa þarf piparkökuhús, glassúr, syk­ urpúða og sælgæti til skrauts, og vitaskuld má koma með hluti að heiman til að fullkomna verkið og slá í gegn. n „Aldrei hef ég …“ er skemmti­ legur partíleikur. Þátttak­ endur halda uppi tíu fingrum og skiptast á staðhæfingum sem byrja á „Aldrei hef ég“. Þeir sem eru sekir um eitthvað sem staðhæft er verða að setja einn fingur niður og leikurinn heldur áfram uns aðeins einn er eftir. Dæmi um staðhæfingar geta verið „Aldrei hef ég kysst einhvern undir mistilteini“ eða „Aldrei hef ég gefið öðrum jóla­ gjöf sem ég fékk“ eða „Aldrei hef ég hætt með einhverjum um jólin“ eða „Aldrei hef ég gleymt að kaupa jólagjöf handa ástvini“ eða „Aldrei hef ég hótað börnunum að jólasveinninn komi ekki“, en möguleikarnir eru auðvitað óþrjótandi. n Heitur súkkulaðibar hittir flesta í hjartastað og kostar litla fyrir­ höfn. Það eina sem til þarf er ketill til að hita vatn eða brúsar með heitu súkkulaði, kakómix, síróp með jólalegu bragði, sæl­ gætisstafir til að hræra í, sykur­ púðar og þeyttur rjómi, jafnvel líka chiliduft, hnetusmjör og hvaðeina sem passar vel. n „Minute to Win it“ er æsispenn­ andi og fjörugur leikur sem er auðvelt að setja í jólabúning. Skipt er í lið sem þarf að leysa þrautir á mettíma til að eiga möguleika á sigri. Þrautirnar geta til dæmis verið að setja litla smáköku á ennið og koma henni í munninn án þess að nota hendurnar, líma tissjúbox á bakið og fylla með borðtennis­ kúlum sem þarf að hristast með sveiflum eins og snjóbolta úr kassanum, slá eins mörgum golfkúlum í kaffibolla og hægt er á mínútu, reyna að hengja eins marga sælgætisstafi og hægt er innan tímamarka á einn liðsmann, og setja blöðrur á gólfið sem þátttakendur reyna að sprengja með því að setjast á þær, en í einhverjum blöðrum gæti leynst glaðningur, eins og falleg orð, ávísun á sæta gjöf eða miði á jólatónleika. n Skransafnarinn er annar skemmtilegur leikur þar sem skipt er í lið og reynt að finna eða leysa flest sem er á listan­ um. Það geta verið gátur að leysa eða leikræn tilþrif eins og að setjast á hné jólasveins, að finna jólateikningu barns, ná fram uppskrift að smáköku hjá vinnufélaga, finna úttroðinn jólasokk, dagatal með hring utan um aðfangadag, jóla­ kort, engil, snjókarl, flösku af jólaglöggi eða hvað sem fólki dettur í hug. n Vinarþel, fjör og huggulegheit í vinnunni Heitur súkkulaðibar með öllu tilheyrandi hittir í mark. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Búningakeppni gæludýra starfsfólks er loforð um fjörlegan vinnudag. Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn. 18 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.