Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.10.2022, Blaðsíða 32
GER heildverslun er fyrir- tækjaþjónusta sem tengist Húsgagnahöllinni, Dormu og Betra baki, en öll eru vörumerkin hluti af GER verslunum ehf. Gjafabréf eru alltaf vinsæl og þar sem vörunúmer GER verslana eru um 11.000 ætti að vera auð- velt að velja gjafir fyrir starfs- menn úr þeim fjölmörgu vöruflokkum sem eru í boði. „GER verslanir reka Húsgagna- höllina, Dormu, Betra bak og Hästens ásamt GER heildverslun, sem er fyrirtækjaþjónusta vöru- merkjanna og sérhæfir sig í heildarlausnum fyrir fyrirtæki, meðal annars hótel og gistiheimili með nánast ótæmandi úrvali af vönduðum dýnum, rúmum og líni ásamt húsgögnum og gjafa- vörum fyrir hvers kyns rými og rekstur. Einnig höfum við mikið úrval af fallegu og vönduðu leirtaui fyrir veitingastaði. Ásamt þessu bjóðum við vönduð sérvörumerki með gjafavöru og húsgögnum fyrir verslanir til endursölu,“ segir Hafsteinn Máni Guðmundsson, sölustjóri GER heildverslunar. Vinsæl gjafabréf „Nú eru mjög skemmtilegir tímar fram undan og komum við til móts við bæði núverandi og nýja við- skiptavini með vali á jólagjöfum fyrir starfsfólk þeirra. Gjafabréfin eru alltaf langvinsælust en þar sem við erum með um það bil 11.000 vörunúmer þá ættu allir að geta valið sér gjöf sem bæði eldist og endist vel og allir geta notað. Núna eru gjafabréfin komin í símana og renna þar af leiðandi aldrei út,“ segir Hafsteinn Máni og bendir á að fyrirtækið sé með allt frá sófum og rúmum og niður í inniskó. „Við ættum að geta útvegað það sem fólk óskar eftir og þess vegna eru gjafa- bréfin góð lausn. Fyrirtækin gefa starfsfólki sínu gjafabréf og síðan getur hver og einn valið sér eitthvað sem nýtist honum. Við erum með tilboðsdaga til 31. október fyrir fyrirtæki sem versla fyrir 100.000 krónur eða meira, en veittur er 15% afsláttur af heildarkaupum gjafakorta þar sem ekkert lág- mark er á upphæð hvers gjafakorts. Við getum svo sent gjafakortin til starfsmanna með tölvupósti eða sms á fyrirfram ákveðnum tíma, eftir óskum kaupanda. Starfsmenn geta þá bætt því í Apple Wallet eða Google Wallet og mætt í einhverja af okkar verslunum þar sem hægt er að velja sér gjöf úr þúsundum vörunúmera.“ Jólagjafabæklingur Jólagjafabæklingur GER heild- verslunar verður fljótlega settur á heimasíðuna gerheildverslun.is. „Í honum sýnum við brot af því sem við bjóðum upp á. Við reyndum að velja góðar jólagjafahugmyndir sem allir ættu að geta notað og ættu að koma sér vel.“ Eins og þegar hefur komið fram er vöruúrvalið gríðarlega mikið svo það er af nógu að taka fyrir vinnuveitendur þegar þeir velja gjafir fyrir starfsfólk sitt. Hafsteinn Máni nefnir einstaka inniskó KOSY sem eru hannaðir í samstarfi við Lárus Gunnsteins- son skóhönnuð. „Þessir inniskór eru með níu svæða nuddinnleggi sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Við höfum verið með týpurnar Storm og Yl í nokkurn tíma en þær fást bæði í herra- og dömusniði. Einnig vorum að taka inn Frost og Mistur en það eru nýjar útfærslur af inniskónum en með sama nuddinnleggi. Þetta er einstaklega góð og vönduð gjöf sem gleður.“ Gjafabréf sem renna aldrei út í símanum þínum Hafsteinn Máni Guðmundsson, sölustjóri hjá heildsölu GER verslana, segir að með gjafa- bréfi og vali um 11.000 vöru- númer ættu allir að geta valið sér gjöf sem bæði eldist og endist vel og allir geta notað. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Margir fallegir hlutir í boði fyrir þá sem eiga gjafabréf. Mjúkir og vandaðir inniskór sem hannaðir eru hér á landi. Inniskórnir eru til bæði fyrir karla og konur en þeir eru hannaðir í samstarfi við Lárus Gunnsteinsson skóhönnuð. Gjafabréf eru alltaf þægileg og vinsæl gjöf. Hægt er að fá gjafabréfið beint í símann. Alls kyns munir fyrir heimilið eru í boði í verslunum GER. Þá má einnig nefna nýtt vöru- merki sem tengist sælkeravörum sem kallast Lie Gourmet. „Þar eru alls konar olíur og krydd, matar- pakkar, súkkulaði, pestó og fleira sem gefa fólki ákveðna gæðastund. Við erum líka með mikið úrval af pressukönnum og bollum, settum upp pakka með þeim, en það má bæta við sælkerasúkkulaði þannig að vinnuveitendur geti gefið starfs- fólki sínu góða kósístund heima um jólin og jafnvel fengið með bókina „Þess vegna sofum við“ eftir Matthew Walker. Þá er einnig mikið úrval af vönd- uðum brettum og kjötbrettum með fallegum hnífum og leður- svuntum og svo er alltaf vinsælt að gefa dásamlega mjúka gjöf eins og sæng og kodda.“ Síðan má nefna mikið úrval af fal- legum kertastjökum og kertum. Alltaf spennandi að fá jólagjöf Hafsteinn Máni segir að starfsólk GER heildverslun- ar vilji endilega að fólk hafi samband ef það er eitthvað annað sem það óskar eftir eða vill spyrja um. „Það eru alltaf allir starfsmenn ótrúlega spenntir fyrir því að fá gjöfina frá fyrirtækinu sínu þannig að það getur verið svo- lítið flókið að velja rétta gjöf sem hentar öllum. En þá er um að gera að hafa samband og við hjálpum við að velja réttu gjöfina.“ n 20 kynningarblað 12. október 2022 MIÐVIKUDAGURFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.