Fréttablaðið - 12.10.2022, Qupperneq 42
Lestirnir nálgast brjálsemi
á köflum og örlög einstakl-
inganna eru oft ansi tragísk
ef maður setur sprellið til
hliðar.
Guðrún Kristinsdóttir,
nýdoktor í frönskum
bókmenntum
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir,
sonur, bróðir, mágur og frændi,
Jón G. Þórðarson
Nonni
Stórakrika 25,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum,
föstudaginn 7. október. Útförin fer fram í Digraneskirkju,
mánudaginn 17. október kl. 13.
Steinunn Elva Jónsdóttir Alex Freyr O’Dell
Íris Embla Jónsdóttir
Þórður Pétur Jónsson
Þórður G. Jónsson Guðrún Elísa Högnadóttir
Júlíana G. Þórðardóttir Aðalsteinn Jónsson
Jón Þór, Emil Elí og Bjartur Búi
Elskuleg eiginkona mín, mágkona,
systir og móðursystir,
Kristín Þorfinnsdóttir
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi þann 8. október.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 21. október kl. 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Heiðurssjóð Guðrúnar Bjartar:
www.lions.is/is/minningarkort.
Kristinn Pálsson
Ragnar Pálsson Herborg Anna Magnúsdóttir
Skúli Valtýsson
Þorfinnur Skúlason Kristrún Halla Helgadóttir
Halldóra Skúladóttir Erlendur Stefánsson
Hjördís Þorfinnsdóttir Agnar Pétursson
og fjölskyldur
Ástkær sambýliskona mín, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
Hrafnhildur Haraldsdóttir
lést miðvikudaginn 5. október.
Ágúst Magnússon
Harpa Diego Hrafnhildardóttir
Elva Johnson Mark Johnson
og barnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórleif Sturlaugsdóttir
frá Hlíð í Hörðudal,
áður til heimilis að Litlagerði 3,
Rvk., lést á Droplaugarstöðum
miðvikudaginn 5. október. Útförin fer fram
frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 14. október kl. 13.00.
Birgir Ólafsson Áslaug Brynja Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir okkar,
mágur og frændi,
Elís Þröstur Elísson
frá Sælingsdal,
síðast til heimilis að Borgarbraut 65a,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi þann 6. október.
Útför hans fer fram frá Hvammskirkju í Dölum
laugardaginn 15. október kl. 13.00.
Fjölskyldan þakkar góða umönnun frá heimahjúkrun
Borgarnesi, svo og starfsfólki á Tröð í Brákarhlíð.
Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra
Í tilefni af fjögur hundruð ára
afmæli Molières verður boðið
upp á fjölþætta menningar-
veislu á næstu vikum sem hefst
í dag með málþingi tileinkuðu
skáldinu.
arnartomas@frettabladid.is
Í ár eru liðin fjögur hundruð ár frá fæð-
ingu franska leikskáldsins Jean-Baptiste
Poquelin, eða Molière, eins og hann
kallaðist. Leikhúsmenning og fræða-
heimurinn víða um heim hefur litast
af þessum tímamótum og hafa meðal
annars verið tvær risastórar ráðstefnur,
önnur í París og hin í Bandaríkjunum,
auk fjölda minni ráðstefna víða um
heim, auk þess sem verk Molières eru
sett á svið í stórum stíl.
Í tilefni af afmæli skáldsins verður
blásið til þríþættrar menningardagskrár
á haustdögum sem hefst með málþingi
í Veröld – húsi Vigdísar í dag. Þann 26.
október efnir Þjóðleikhúsið svo til leik-
lesturs á nýrri þýðingu Sveins Einars-
sonar á Ímyndunarveikinni, einu þekkt-
asta verki Molières, auk þess sem fjórir
útvarpsþættir um skáldið og verk hans
verða fluttir á jóladagskrá RÚV Rásar 1.
„Okkur hér í frönskunni er ljúft og
skylt að standa fyrir þessum viðburði í
samstarfi við Þjóðleikhúsið og franska
sendiráðið,“ segir Guðrún Kristinsdóttir,
nýdoktor í frönskum bókmenntum, og
bendir á að Þjóðleikhúsið hafi einnig
sterkar taugar til skáldsins. „Þegar leikrit
fóru að koma hingað til lands með skóla-
piltum, þá var Molière mjög vinsæll og
leikinn á Herranótt og síðan af ýmsum
áhugamannaleikfélögum um land allt.
Ímyndunarveikin var leikin í nánast
hverju einasta sveitarfélagi úti á landi
og að sjálfsögðu í Þjóðleikhúsinu.“
Molière var afkastamikið leikskáld og
ná verk hans til margra.
Konungur kómedíunnar
Nóttina 11. október hélt Sid Vicious, forsprakki hljóm-
sveitarinnar Sex Pistols, partí á hótelherbergi sínu ásamt
kærustu sinni Nancy Spungen. Vicious tók um þrjátíu töflur
af deyfandi lyfinu Tuinol með þeim afleiðingum að hann
var rænulaus fram eftir morgni.
Um ellefuleytið daginn eftir fann hótelstarfsfólk
Spungen látna á baðherbergisgólfinu með hníf í maganum.
Tvö vitni sögðu að hún hefði verið lifandi þegar síðast sást
til hennar klukkan fimm um nóttina.
Vicious var handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann
sagðist í fyrstu hafa stungið hana en hefði aldrei ætlað
sér að drepa hana. Síðar breytti hann vitnisburði sínum og
sagðist ekkert muna. Lögfræðingur hans benti á að mikill
fjöldi fólks hefði átt leið inn og út af hótelherberginu um
nóttina sem hefði mögulega átt sök í málinu.
Þann 28. nóvember sagði Vicious í viðtali að dauði
Spungen hefði „átt að gerast“ og að hún hefði alltaf talað
um að hún myndi látast áður en hún yrði 21 árs.
Það var aldrei sannað hvort Vicious hefði orðið Spungen
að bana en hann lést sjálfur 2. febrúar 1979 eftir að hafa
tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum. n
Þetta gerðist: 12. október 1978
Sid Vicious ákærður fyrir morð
Nancy Spungen var tvítug þegar hún lést.
Glettnar
ádeilur Molière
á misbeitingu
trúarbragða ollu
honum óvin-
sældum hjá kaþ-
ólsku kirkjunni.
MYND/AÐSEND
„Tungumálið sem Molière notar, sér-
staklega í þeim leikritum sem hann
skrifar í prósa, er mjög þjált og auð-
skiljanlegt,“ útskýrir hún.
„Ég hef sjálf leikið í Molière-leikriti í
Frakklandi fyrir börn sem veltast um
af hlátri, því þau skilja þetta svo vel.“
Sum verkin talsvert flóknari
„Þessi stóru skapgerðarleikrit þar sem
hann málar upp ýmis konar lesti í
fólki, eru sum í bundnu máli og tals-
vert erfiðari, en geta verið sérstaklega
glæsileg. Leikrit eins og Loddarinn,
sem sannarlega á erindi í okkar heimi
í dag, hverfist til dæmis um það hvernig
hægt er að beita trúnni sem valdatæki.“
Þótt Molière sé í dag eitt þekktasta
gamanleikjaskáld sögunnar segir Guð-
rún að ef rýnt sé dýpra megi sjá marga
mannlega skapgerðareiginleika sem
ýtt er út á ystu nöf.
„Lestirnir nálgast brjálsemi á köf l-
um og örlög einstaklinganna eru oft
ansi tragísk ef maður setur sprellið
til hliðar. Molière nær yfir allt sviðið.
Að fólk í dag hlæi enn dátt yfir verkum
hans, fjögur hundruð árum síðar, segir
sína sögu.“
Guðrún bendir á að málþingið í dag
einskorðist engan veginn við áhuga
fólks á frönskum bókmenntum og
hvetur allt leikhúsáhugafólk til að
mæta. Dagskrána í heild má finna á
heimasíðu Veraldar – húss Vigdísar. n
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 12. október 2022 MIÐVIKUDAGUR