Fréttablaðið - 12.10.2022, Side 48

Fréttablaðið - 12.10.2022, Side 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Á dögunum var kynningarfundur í gagnfræðaskóla yngsta drengsins. Kennarinn hafði á orði að allt of margir nemendur væru að fasta líkt og foreldrarnir. Skömmu síðar barst tölvupóstur frá skólastjóranum þar sem ítrekað var að of margir nem- endur mættu illa nærðir og borðuðu jafnvel ekkert fyrr en eftir skóla. Hér áður voru það fátæku börnin sem komu ónærð í skólann. Nú virðist sem tímaskortur eða tíska valdi því að morgunmatnum sé sleppt. Rannsóknir hafa verið gerðar á börnum sem fasta og sýna að námsárangur er nátengdur nær- ingu. Í skóla einum var byrjað á því að gefa börnunum hafragraut í upp- hafi skóladags. Í ljós kom að börnin áttu auðveldara með að einbeita sér og þeim gekk betur í náminu. Fleiri rannsóknir sýna hið sama. Þó svo að við fullorðna fólkið þolum það að fasta fram eftir degi gildir annað um börnin. Fyrir utan að þurfa góða næringu til að vaxa og þroskast, þá getur það að sleppa morgunmat haft þær afleiðingar að börnin verða þreytt, eirðarlaus og skapstygg. Síðla dags geta þau orðið leið og orkulítil. Þá eru þau líklegri til að sækja í næringarsnautt fæði sem inniheldur tóm kolvetni og óholla fitu. Ég ætla að gefa skólastjóranum lokaorðið því ég hefði ekki orðað þetta betur: „Hvernig haldið þið að það sé að vera illa nærður og ætla að meðtaka og tileinka sér nýja þekk- ingu? Hvernig haldið þið að það sé að kenna börnum sem geta varla hugsað fyrir hungri? Við hljótum að vera öll sammála um að frumfor- senda þess að ná árangri í námi og að eiga jákvæð og gefandi félagsleg samskipti sé að vera vel sofinn og vel nærður. Vinsamlegast hugið vel að þessu kæra forráðafólk. Það þarf alveg enn þá að senda krakka með nesti í skólann þó þau séu unglingar.“ n Fastandi börn Fyrir það sem mestu máli skiptir Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.