Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 8
Oft er heilsa okkar
ekki tekin eins alvar-
lega.
Logn
kristinnpall@frettabladid.is
EVRÓPA Stækkunarstjóri Evrópu-
sambandsins, Oliver Varhelyi, lagði
til í gær að Bosnía Hersegóvína fengi
stöðu umsóknarríkis hjá Evrópu-
sambandinu. Bosnía lýsti fyrst yfir
áhuga á aðild að Evrópusambandinu
árið 2003 og sótti formlega um aðild
árið 2016.
Í nýjustu skýrslu stækkunar-
nefndar Evrópusambandsins kemur
fram að það sé enn þörf á nokkrum
minniháttar breytingum á stjórnar-
fari í Bosníu áður en hægt verði að
samþykkja umsóknina.
„Við lögðum til að samþykkja
stöðu Bosníu Hersegóvínu sem
umsóknarríkis. Við ræddum einnig
fyrirætlanir Georgíu. Það er meðbyr
í Evrópu og það er okkar að nýta
hann,“ sagði Ursula von der Leyen,
forseti Evrópusambandsins, við
blaðamenn í gær. n
Bosnía fær stöðu
umsóknarríkis
kristinnpall@frettabladid.is
GEIMVÍSINDI Tilraun bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA til
að nota mannlaust geimfar til að
beina smástirni af leið heppnaðist
í vikunni. Með því að skjóta litlu
geimfari í veg fyrir smástirnið tókst
NASA að breyta leið smástirnisins.
Tilraunin var gerð í því skyni að
reyna að hafa áhrif á stefnu smá-
stirna ef það kæmi til þess að smá-
stirni myndi stefna á jörðina einn
daginn.
„Með þessu erum við að sanna
fyrir heiminum að okkur er alvara
þegar kemur að því að vernda
jörðina,“ sagði fyrrverandi geim-
farinn, öldungadeildarþingmaður
og núverandi forstjóri NASA, Bill
Nelson. n
Tókst að beina
smástirni af leið
Bill Nelson, forstjóri NASA, er sjálfur
fyrrum geimfari. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Ursula von der
Leyen, forseti
ESB
bth@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Rússar segjast hafa hand-
tekið átta manns vegna sprenging-
arinnar um helgina á Krímskaga-
brúnni.
Rússnesk yfirvöld segja að fimm
hinna grunuðu séu Rússar, hinir
úkraínskir og armenskir, að því er
BBC greinir frá. Úkraínskur emb-
ættismaður segir rannsókn Rússa
„vitleysu“. Yfirlýsing Rússanna hefur
vakið spurningar um rússneska and-
spyrnuhreyfingu.
Rússar hafa svarað sprengingunni
með loftárásum í Úkraínu á óbreytta
borgara og skotmörk sem ekki eru
hernaðarlega mikilvæg. Nokkur
börn hafa látist í árásunum.
Ráðuneyti í Úkraínu greinir frá
því að nokkur S-300 flugskeyti hafi
verið sprengd við Zaporízja. Eitt
þeirra eyðilagði íbúðarhús í úthverfi
og lést fjölskylda. n
Vangaveltur um andspyrnu Rússa
Spurningar vakna um samstöðu
meðal Rússa um herverk Pútíns.
Rauða regnhlífin, baráttu-
samtök kynlífsverkafólks,
Embætti landlæknis og smit-
sjúkdómadeild Landspítalans
standa nú að bólusetningar-
átaki meðal kynlífsverkafólks
gegn apabólu. Rauða regn-
hlífin segir hópinn stærri en
fólk grunar og að mikilvægt sé
að ná til allra.
lovisa@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Logn er í Rauðu
regnhlífinni og segir að átakið hafi
komið til eftir að samtökin sendu
póst á Embætti landlæknis um
bólusetninguna.
„Við fengum strax jákvæð við-
brögð og þau voru sammála okkur
um mikilvægi þess að ná kynlífs-
verkafólki í þessa bólusetningu
af því að kynlífsverkafólk er ekki
eins verndað og almenningur. Oft
er heilsa okkar ekki tekin eins
alvarlega. Þetta er mjög jaðarsettur
hópur og okkur fannst mjög mikil-
vægt að við fáum heilbrigðisþjón-
ustu sem við þurfum og eigum rétt
á,“ segir Logn.
Bólusetning gegn apabólu hófst
í júlí og komu til að byrja með 40
skammtar af bóluefni til landsins.
„Það hafa alls ekki verið mörg
smit af apabólu á Íslandi. Við erum
heppin með það og það er ekki
mikil áhætta. Oft er kynlífsverka-
fólk að vinna í mjög nánu umhverfi
með öðru fólki og er þá mun lík-
legra til að smitast af apabólunni.
Það getur þá í kjölfarið haft mikil
áhrif á getu þess til að vinna og
framfleyta sér,“ segir Logn.
Hán segir að smitsjúkdóma-
deild Landspítalans, A3, hafi tekið
við verkefninu og að þar geti fólk
fengið bólusetninguna en að einn-
ig geti fólk haft samband við félag-
ið í gegnum raudaregnhlif in@
gmail. com eða í gegnum Insta-
gram-reikning samtakanna til að
fá upplýsingar um bólusetninguna.
„Við getum séð um að koma þeim
í bólusetninguna án þess að það
komi fram sérstaklega að þau séu
kynlífsverkafólk. Við viljum vinna
með fólki til að passa upp á öryggi
þess. Það eru ekki allir eins opnir
um þetta og við sem erum í þessu
málsvarastarfi. Númer eitt, tvö og
þrjú er bara að koma heilbrigðis-
þjónustu til kynlífsverkafólks.“
Kynlífsverkafólk er fjölbreyttur
hópur en Logn segir að hópurinn
sé líklega stærri en almenningur
getur ímyndað sér. Meðlimir sam-
takanna séu til dæmis þau sem eru
í kynlífsvinnu, Íslendingar sem
strippa erlendis, heimilislaust fólk
sem skiptir á kynlífi fyrir húsnæði
og svo fólk sem skiptir á vímuefn-
um og kynlífi.
„Við höfum engar tölur um það
hversu stór hópurinn er, en sama
hver ástæðan er fyrir því að fólk er
í þessari vinnu þá þurfa allir á heil-
brigðisþjónustu að halda. Það er
svo mikið stigma í kringum þetta
og að ræða þetta og þess vegna
viljum við að þessar upplýsingar
dreifist sem víðast. Við erum miklu
f leiri en fólk grunar. Það eru sumir
sem hafa sinnt kynlífsvinnu en
kannski skilgreina sig ekki sem
kynlífsverkafólk eins og þau sem
skipta á kynlífi fyrir vímuefni eða
heimili eða annað. Við viljum passa
að allir, líka þessi hópur, hafi gott
aðgengi að heilbrigðiskerfinu, og
þessu átaki.“
Logn segir enn mikla fordóma
innan heilbrigðiskerfisins sem oft
komi upp þegar fólk greinir frá
því að hafa verið í svona vinnu eða
þegar heilbrigðisstarfsfólk kannski
veit af því í þessari starfsgrein í
gegnum til dæmis OnlyFans. Því
veigri margir sér við því að fara á
heilsugæsluna eða leita sér aðstoðar.
„Það er svo lítill skilningur og
hræðsla og við viljum koma í veg
fyrir það því allir eiga rétt á aðgengi
að heilbrigðisþjónustu. Það er svo
mikilvægt að kynlífsverkafólk sé
með þegar kemur að því að hanna
heilbrigðisþjónustu fyrir okkur,“
segir Logn og að það hafi skort
á samráð vegna hræðslu og for-
dóma. n
Bólusetja kynlífsverkafólk við apabólu
Renata, til vinstri, og Logn, til hægri, eru í samtökunum Rauða regnhlífin.
MYND/AÐSEND
odduraevar@frettabladid.is
ÖRYGGISMÁL Bryndís Haralds-
dóttir, formaður allsherjarnefndar,
deilir ekki áhyggjum löggæslu- og
öryggisfræðings af því að safna
megi sjálfvirkum skotvopnum og
að þau verði mögulega nýtt til þess
að fremja fjöldamorð.
Hún segist þakklát fyrir opið bréf
til þingmanna sem birtist í blaðinu í
gær frá Eyþóri Víðissyni. Þar skorar
Eyþór á þingmenn að endurskoða
ákvæði í vopnalögum sem geri ein-
staklingum kleift að safna hálfsjálf-
virkum og sjálfvirkum vopnum.
Eyþór gengur svo langt að segja að
það styttist í fyrstu hóp-skotárásina
hér á landi. Notkun vopna hafi auk-
ist hérlendis og ekki skipti máli hve
vel slík vopn séu geymd.
„Það er auðvitað ákveðin hræðsla
sem vaknar þegar svona lýsingar
eru lesnar,“ segir Bryndís. „Ég verð
að viðurkenna að áhyggjur mínar
eru ekki í takti við það sem þarna
er þó að við verðum að hugsa til þess
að við erum auðvitað eyja en ekki
eyland og það er alveg eins hægt að
búast við því að allt sem getur gerst
í nágrannalöndum okkar geti jafn-
framt gerst á Íslandi.“
Hún segir að sér þyki lögregla
hafa staðið sig vel í að koma í veg
fyrir slíkar árásir hér á landi. „Og
nýjustu fréttir af því að hér sé farið
að smíða vopn í einhverjum þrí-
víddarprenturum bendir okkur á
það að eitt er jú vopnalögin og safn-
araleyfi og eftirlit með því en það
er svo eitthvað allt annað ef fólk er
farið að framleiða þetta bara sjálft í
bílskúrum og þá þarf væntanlega að
beita einhverjum öðrum aðferðum
til þess að koma í veg fyrir slíkt.“
Aðspurð segir Bryndís það vera
fréttir sé það svo komið líkt og
Eyþór segi að eign sjálfvirkra og
hálfsjálfvirkra skotvopna sé orðin
algeng hérlendis.
„En ég viðurkenni það að eftir
að hafa rætt við einstaklinga sem
sinnt hafa löggæslu og þekkja þessi
mál þá bendir fólk á að eitt eru
vopnalögin og safnaraleyfin og hitt
er líka framkvæmd og eftirlit með
lögunum,“ segir Bryndís.
„Ég held að það sé full ástæða
til að yfirfara lögin, en ég hef ekki
mótað mér skoðun á því hvort þurfi
að breyta þeim. Ég er ekki viss um
það samt sem áður að vopnasafn-
arar séu okkar helsta vandamál
þegar kemur að glæpum.“ n
Sjá nánar á frettabladid.is
Ekki áhyggjur af sjálfvirkum vopnum safnara
Bryndís Haralds-
dóttir, formaður
allsherjarnefnd-
ar Alþingis
8 Fréttir 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ