Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 1
Samkaup óskuðu eftir fimm prósenta verð- lækkun til áramóta hjá tíu stærstu birgjunum en fengu afsvar. 2 2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 2 Hinsegin list á Nýlistasafninu Takast á við kynjahallann Menning ➤ 24 Lífið ➤ 26 ert þú klár fyrir bleika daginn? 10% af söluverði af öllum bleikum vörum rennur til Krabbameinsfélagsins (10. til 16. okt.) Stoltur söluaðili Bleiku slaufunnar Framlag þitt rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins Sigurður Kristins son, 71 árs Akureyringur sem dvalið hefur á sjúkra húsi á Spáni síðan um miðjan ágúst, lenti á Akur eyri eftir langt sjúkraflug í gær sem fjölskylda hans kostaði sjálf. Sjúkratryggingar segjast ekki hafa heimild til að kosta flugið heim. Dóttir Sigurðar, Rúna Kristín, segir þungu fargi af þeim létt og besta aðhlynning verði nú að veruleika án tungumálavanda. SJÁ SÍÐU 2 MYND/SKAPTI Skiptar skoðanir eru meðal heildsala og smásala á mat- vörumarkaði um hvort verð frá erlendum birgjum sé tekið að lækka en gagnrýni hefur komið fram á að inn- lendir birgjar séu tregir til að lækka verð. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Í verðkönnun Verita- bus á matvöru, sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að talsverður munur er á verðbreytingum milli einstakra vöruflokka. Mjólkurvörur hækkuðu um 2 prósent milli ágúst og október en brauðmeti lækkaði um 1 prósent. Kjöt og fiskur hækkaði um 5 prósent en dósamatur og þurrmatur, sem er að mestu innfluttur, lækkaði um 1 prósent. Mest hækkun varð á ávöxtum og grænmeti, sem hækkuðu um 7 pró- sent, en drykkjarvörur lækkuðu um 3 prósent og sælgæti og snakk um 2 prósent. Þessir vöruflokkar eru blanda innfluttra og innlendra vara. Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, segir fyrirtækið hafa leitað til 10 stærstu birgja sinna, framleiðenda og heild- sala, og óskað eftir 5 prósenta verð- lækkun til áramóta sem yrði að fullu látin ganga áfram til neytenda. Enginn þessara birgja sá sér unnt að koma til móts við Samkaup. Matarkarfan lækkaði um 3,3 pró- sent í Nettó og segir Gunnar Egill það vera fyrst og fremst vegna þess að þær vörur sem Nettó flytur inn sjálft hafa lækkað í verði og Nettó Íslenskir birgjar lækka ekki verð hafi látið þá lækkun renna til neyt- enda. Aðspurður um það hvort heild- salar nýti erlendar verðlækkanir til að auka framlegð sína frekar en að láta þær renna áfram til matvöru- verslana og þannig til neytenda, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness heildsölu, ekki farið að bera á lækkunum frá erlendum birgjum. Í sama streng tekur Sigurður Reyn aldsson, framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum, sem segir að dregið hafi úr verðhækkunum og þær hafi í einhverjum tilfellum stöðvast, en verðlækkanir ekki farnar að sjást enn þá. Á undanförnum árum hefur komið fram gagnrýni frá smásöl- unni á að framlegð í heildsölu sé óeðlilega há, borið saman við smá- sölu. n VERKALÝÐSMÁL Við upphaf þings Alþýðusambands Íslands í gær- morgun var tillaga lögð fram um að fresta þinginu í sex mánuði. Til- lagan var tekin til atkvæðagreiðslu og studdu 183 þingfulltrúar að þing- inu yrði frestað. Tuttugu kusu á móti, þar á meðal eini frambjóðandinn til forseta ASÍ, Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar. Kristján Þórður Snæbjarnar- son mun sitja áfram sem forseti Alþýðusambands Íslands. Hann mun leiða sambandið í komandi kjaraviðræðum í vetur. Óvænt vending varð á þinginu þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, Vil- hjálmur Birgisson, og Ragnar Þór Ingólfsson, drógu framboð sín til baka og gengu út. SJÁ SÍÐU 4 Kristján leiðir kjaraviðræður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.