Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 28
Það er alltaf gaman ef maður veit að í smástund lét maður fólki líða vel, fékk það til að hlæja og hugsa. Vilhelm Anton Jónsson Vilhelm Anton Jónsson, einnig þekktur sem Villi naglbítur eða Vísinda-Villi, hefur unnið sem skemmti- kraftur og veislustjóri í mörg ár. Hann hefur unnið á ófáum jólahlaðborðum og á skemmtilegar sögur af þeim. sandragudrun@frettabladid.is Spurður að því hver helsti munur- inn sé á að skemmta eða veislu- stýra á jólahlaðborðum og í öðrum veislum segir Villi að lykilatriðið í þessari spurningu sé orðið hlað- borð. „Þau eru alltaf aðeins öðruvísi en þar sem fólk situr við borð og er þjónað til borðs. Það reynir aðeins meira á skipulagið að veislustýra jólahlaðborði. En það er alltaf gaman, ef hópurinn er góður. Það er alltaf stuð þegar gott fólk hittist og fær sér gott að borða og drekka. Jólahlaðborðin eru kannski öðru- vísi að því leyti að fólk keyrir hratt í síldina og rjómann og ákavítið, sem kemur svo aftan að manni seinna um kvöldið,“ segir hann. Villi segist verða að vinna á nokkrum jólahlaðborðum í ár en er þó ekki með það á hreinu hvað þau eru mörg. „Það er alltaf best að bóka snemma. En um að gera að hafa bara samband og athuga. Jólahlað- borð eru líka ekki alltaf á laugar- dögum. En það má bara senda póst á moðurskipid@modurskipid.is sem er umboðsskrifstofan mín og athuga hvort ég sé laus. Það getur alltaf eitthvað dottið út eða eitt- hvað breyst,“ segir hann. „Ég hef verið að vinna sem veislustjóri og skemmtikraftur í mörg ár. Ég man ekki alveg hvernig þetta byrjaði, eiginlega hef ég bara alltaf verið í einhverju svona. Það getur verið mjög mikið að gera um jólin. Ef maður er að gefa út bók líka eru jólin eins langt frá því að vera frí og hægt er.“ En hefur þú þá einhvern tíma í desember til að slaka á og fara kannski sjálfur á jólahlaðborð? „Já, já. Ég passa mig á því. Ég veit að ég er að minnsta kosti að fara á eitt jólahlaðborð þar sem ég er ekki að vinna og get bara setið og kjamsað á síld og fleski-steik,“ svarar hann hlæjandi. Ákavítið lykilbreytan Villi segist almennt ekki tjá sig sérstak- lega um það sem gerist þegar hann er að vinna, enda er það bara á milli hans og þeirra sem eru í salnum. „En ég man alveg eftir því hjá einu fyrir- tæki að sumir lásu ekki alveg nógu vel á áka- vítis-flöskuna og van- mátu sennilega áfengis- magnið í henni. Þau komu svo upp með atriði sem við skulum segja að hafi verið stórbrotinn gjörningur sem endaði á hlaðborðinu sjálfu. Ég er nokkuð viss um að það var ekki planið. Held að ákavítið hafi verið lykilbreyta í útkomunni. Ég átti fullt í fangi með að skilja atriðið eins og allir hinir og ég er nokkuð viss um að þau hafi ekki getað rifjað það upp og útskýrt inntakið fyrir vinnu- félögunum daginn eftir. Eiginlega 100 prósent viss.“ Hann segir að þetta sé senni- lega það óvenjulegasta sem hann hefur orðið vitni að á jólahlað- borði. „Ég hef aldrei séð fólk uppi á hlaðborðinu sjálfu. Enda fór það í gólfið fljótlega. Þetta voru greinilega ekki burðar- þolsverkfræðingar, svo það sé tekið fram.“ Hollt að hlæja upphátt Villi segist alltaf ræða það við gesti á jólahlaðborðum þegar hann er veislustjóri að hann og gestirnir ætli að vera til fyrirmyndar og skemmta sér vel. „Fólk sem kemur illa fram við þjóna og starfsfólk fer mikið í taugarnar á mér og ég hef þurft að skipta mér af því. En þetta á að vera gaman. Ekki leiðinlegt. Fyrirmyndargestir koma vel fram hver við annan og vilja skemmta sér og eru kurteisir. Þá er alltaf gaman í vinnunni,“ segir hann. „Ókurteisi, fordómar, áreitni og frekja eiga aldrei við. Hvorki á jólahlaðborði né í lífinu sjálfu. Tilætlunarsemi er leiðinleg. Svo er fínt að drekka ekki í sig kjark til að segja eitthvað. Best að segja það bara snemma ef þig langar upp á svið.“ Villi segist sem betur fer sjaldan hafa lent í óþægilegum gestum en hann hafi aftur á móti oft hitt sér- lega skemmtilega og jákvæða gesti sem hrósa honum. „Það er alltaf gaman ef maður veit að í smástund lét maður fólki líða vel, fékk það til að hlæja og hugsa. Það er gríðarlega hollt að hlæja upphátt með vinum sínum. Ég held að það sé vanmetið hvað þetta er hollt fyrir okkur. En það er alltaf gaman að fá hrós. Sama hvort það er fyrir veislustjórn, tónleika, bók, fyrirlestur eða hvað sem er,“ segir hann. „Auðvitað er stundum ókurteist fólk inni á milli. Eins og hvar sem er þegar tugir koma saman. Ég bið fólk bara kurteislega um að virða það að ég sé í vinnunni. Annars getur bros og að hlusta á fólk gert kraftaverk. Þetta snýst allt um að stýra veislunni vel svo allir labbi glaðir út og að einhver leiðindi hafi sem minnst áhrif. Best að koma bara í veg fyrir þau strax, frekar en að díla við þau.“ n Stórbrotinn gjörningur á hlaðborðinu MYND/SAGA SIG Sýningareldhús - Draghálsi 4 - 110 Reykjavík - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Ta kt ik 5 73 4 # Allt fyrir veitingahús- atvinnueldhús og kaffihús Kælar & frystarlar frystar Húsgögnúsgögn Stál vinnuborðStál vinnuborð Kæliborðliborð Ofnarfnar Uppþvottavélarppþvottavélar Handvagnar StólarlGastro 8 kynningarblað 13. október 2022 FIMMTUDAGURJÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.