Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 34
Ég er með Kylian
Mbappe daglega.
Hann hefur aldrei talað
um að yfirgefa félagið í
janúar.
Luis Campos, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá PSG
250
Mbappe fær 250 millj-
ónir evra í sinn hlut
fyrir þriggja ára samn-
inginn við Parísarliðið.
Vegferðin á EM hafin
Fjarvera lykilmanna kom ekki að sök þegar Strákarnir okkar hófu leik með sigri í undankeppni EM 2024 gegn Ísrael á Ásvöllum í gærkvöld. Þetta var fyrri leikur
Íslands af tveimur í þessu landsleikjahléi en þeir mæta Eistum á laugardag. Tvö lið í riðli Íslands komast beint á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
n Utan vallar
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
Þau voru þung sporin fyrir íslenska
kvennalandsliðið á þriðjudags-
kvöld eftir að ljóst var að draumur-
inn um sæti á HM var farinn. Súrt
tap í framlengdum leik í Portúgal
þar sem dómari leiksins gerði mis-
tök sem reyndust liðinu dýrkeypt.
Mistök dómarans eru hluti af
leiknum og þó þau séu svekkjandi
þá eru þau ekki eina ástæða þess
að íslenska liðið er ekki á leið á sitt
fyrsta heimsmeistaramót. Spila-
mennska liðsins fram að rauða
spjaldinu var slök. Liðið hefur í
undanförnum leikjum átt í stök-
ustu vandræðum með að spila bolt-
anum og að halda í boltann.
Þetta vandamál liðsins gegn
liðum sem teljast í svipuðum gæða-
flokki hefur gert vart við sig undan-
farið, vandamál sem virtist ekki
vera til fyrr en á Evrópumótinu í
sumar.
Íslenska liðið hefur spilað fimm
leiki við sterkar þjóðir undanfarið,
í öllum þessum leikjum hefur liðið
spilað lélegan fótbolta. Liðið hefur
treyst á guð og lukku, vekur þetta
Vandamálin stærri hjá Steina en einn dómari
Spila-
mennska
liðsins
fram að
rauða
spjaldinu
var slök.
furðu enda eru í íslenska liðinu
margar frábærar knattspyrnu-
konur.
Þorsteini Halldórssyni, þjálfara
liðsins, hefur mistekist að heim-
færa það yfir í landsliðið, innkoma
Söru Bjarkar Gunnarsdóttur aftur í
liðið virðist utan frá hafa riðlað leik
liðsins. Sara, sem er fremsta knatt-
spyrnukona síðustu ára, kom aftur
inn í liðið í vor. Hún hafði þá verið
fjarverandi í eitt ár eftir barneign.
Skömmu fyrir Evrópumótið kom
Sara aftur inn í liðið og hefur leikur
liðsins ekki verið í sama takti síðan.
Hvort innkoma Söru sé eina ástæða
þess er ólíklegt en það er hins vegar
einn punktur sem hægt er að benda
á.
Þorsteinn var verðlaunaður með
nýjum og betri samningi hjá KSÍ í
sumar en eftir það hefur frammi-
staða liðsins verið vonbrigði. Þor-
steinn er afar fær þjálfari, um
það verður ekki deilt, en spila-
mennska liðsins hefur ekki verið
góð í nokkra mánuði. Það er stað-
reynd. n
David stýrir einu flottasta svæðinu á
Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK
hoddi@frettabladid.is
David Rovira, sölustjóri Las Colinas-
svæðisins á Spáni, var staddur hér á
landi á dögunum en á svæðinu er
einn glæsilegasti golfvöllur í Evr-
ópu. Íslendingar hafa í miklum
mæli verið að heimsækja svæðið og
nokkur fjöldi Íslendinga hefur fest
kaup á eign á þessu fallega svæðið.
„Svæðið hefur komið sér á
kortið, svæðið og golfvöllurinn
eru að ná jafnvægi. Fólk nýtur lífs-
stílsins þarna,“ segir Rovira um Las
Colinas-svæðið. Fjöldi Íslendinga
hefur á síðustu árum spilað golf á
svæðinu.
„Golfvöllurinn er einn af 100
bestu golfvöllum í Evrópu og það
hefur hann verið frá upphafi. Fólk
kann að meta hann og þá góðu
umhirðu sem er í kringum völlinn,“
segir David.
Hann hrósar Íslendingum sem
hann hefur átt í viðskiptum við.
„Íslendingar eru frábærir, þetta er
vinalegt fólk. Þú finnur að þetta er
fólk sem vill njóta lífsins, við erum
að skapa gott umhverfi sem það
sækist í. Við berum virðingu fyrir
náttúrunni og það er mikill gróður
í hverfinu.“
David var hér á landi í síðustu
viku og hitti mögulega viðskipta-
vini. „Ísland er frábært land en
þegar þú býrð hérna get ég kannski
skilið af hverju fólk vill eiga hús þar
sem það kemst í sól. Það er beint flug
til okkar sem Íslendingar kunna að
meta.“ n
Golfþyrstir
Íslendingar
Íslendingar eru frá-
bærir, þetta er vinalegt
fólk. Þú finnur að þetta
er fólk sem vill njóta
lífsins.
David Rovira Finnur ekki ástina í borg ástarinnar
Aðeins nokkrum mán-
uðum eftir að ungstirnið
Kylian Mbappe skrifaði undir
stærsta samning sögunnar
virðist vera vandamál í para-
dís. Það heyrist af óánægju
stórstjörnunnar sem PSG var
búið að lofa gulli og grænum
skógum til að ná sáttum.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Það vakti heimsathygli
þegar Kylian Mbappe ákvað í
skyndi að taka handbremsubeygju
frá fyrri ákvörðun og endursemja
við franska félagið PSG í sumar.
Mánuðum saman var búið að full-
yrða að Mbappe væri að láta æsku-
draum rætast og semja við Real
Madrid og búinn að gera munnlegt
samkomulag þess efnis. Nú virðist
sem hjónabandið sé strax búið að
sigla í strand og heyrist orðrómur
um að Mbappe sé búinn að fá nóg
af dvölinni í Parísarborg í bili.
Spænski blaðamaðurinn Julien
Laurens greindi frá óánægju hins 23
ára Mbappe á þriðjudag og stuttu
síðar fóru aðrir fjölmiðlamenn að
taka í sama streng. Að sögn Laurens
var Mbappe ósáttur að félagið væri
ekki búið að standa við gefin loforð
um kaup á framherja né gefin loforð
um að Neymar yrði seldur frá félag-
inu. Samband Mbappe við brasil-
ísku stórstjörnuna virðist vera við
frostmark eins og sást í ágúst þegar
þeir deildu um það hvor myndi taka
vítaspyrnu í miðjum leik.
Fréttirnar komu degi eftir að
Mbappe eyddi út færslu af samskipta-
miðlum sínum þar sem hann ýjaði
að því að hann væri ósáttur við leik-
skipulag PSG. Sömu óánægjuraddir
heyrðust í viðtali þar sem hann
reyndi að útskýra af hverju hann
sýndi ekki sitt rétta andlit hjá PSG.
Þegar Mbappe, sem hefur þrátt
fyrir ungan aldur verið einn besti
leikmaður heims undanfarin ár,
skrifaði undir nýjan samning var
talað um skoðanir hans yrðu teknar
til greina þegar kæmi að ákvörð-
unum um framtíð félagsins. Stuttu
seinna var yfirmanni knattspyrnu-
mála, Leonardo, skipt út fyrir Luis
Campos sem vann með Mbappe hjá
Monaco. Þá var Mauricio Pochett-
ino skipt út fyrir Christophe Galtier.
Bæði félagið og Mbappe hafa
neitað orðrómi um að hann sé með
meiri völd en hinn hefðbundni
leikmaður en orðsporið virðist
ekki ætla að hverfa, á sama tíma og
það heyrast óánægjuraddir frá her-
búðum sóknarmannsins.
Frakkinn er að feta nýjar slóðir
þegar kemur að réttindum leik-
manna (e. player power) en slær
ekki af innan vallar í aðdraganda
Heimsmeistaramótsins. n
18 Íþróttir 13. október 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 13. október 2022 FIMMTUDAGUR