Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 6
Formaður svæðisstjórnar
Landsbjargar á Austurlandi
kveðst hugsi yfir þyrluheim-
sókn dómsmálaráðherra í lok
september. Landhelgisgæslan
segist sinna skyldu sinni og
tekur ekki saman kostnað
við ferðina.
odduraevar@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA „Menn hefðu kannski
verið til í að fara heim til sín eftir
átökin frekar en að þurfa að fylgja
einhverri sendinefnd,“ segir Sveinn
Halldór Oddsson Zoëga, formaður
svæðisstjórnar Landsbjargar á
Austurlandi, sem kveðst hugsi yfir
þyrluheimsókn Jóns Gunnarssonar
dómsmálaráðherra eftir óveður á
Austurlandi í lok september. Hann
segir stóra málið hins vegar holur
í almannavarnakerfinu sem tryggi
björgunarsveitum ekki nægilegt
fjármagn.
Austurfrétt greindi í fyrradag
frá því að heimsókn ráðherra hefði
farið misvel í heimamenn á Reyðar-
firði en aðstoðarmaður hans dró
þann fréttaflutning í efa í gær. Sjálf-
ur kvaðst ráðherra hafa viljað sjá
eyðilegginguna eftir óveðrið fyrir
austan með eigin augum.
„Væri ekki nær að hæstvirtur ráð-
herra girti sig í brók og notaði krafta
sína og fjármuni ríkisins frekar í að
bæta sjálfboðaliðafélögum og ein-
staklingum í björgunaraðgerðum
tjón sem ekki er hægt að tryggja sig
fyrir?“ spyr Sveinn á samfélagsmiðl-
um vegna frétta af þyrluflugi Jóns.
Hann segist hugsi og argur yfir
gloppum í almannavarnakerfinu
sem bregðist sjálfboðaliðum á ögur-
stundu. „Ferðin er kannski ekkert
stórmál,“ segir Sveinn um þyrlu-
ferð ráðherra. „Ég er meira pirraður
á almannavarnakerfinu sem getur
ekki bætt björgunarsveitum upp
tjón eins og Vopnfirðingarnir hafa
lent í núna,“ útskýrir Sveinn.
Þar vísar hann til frétta af
skemmdum á bílum björgunar-
sveitarinnar Vopna í óveðrinu í lok
september. „Það ber lítið á því að
almannavarnakerfið komi til hjálpar
og ekki er hægt að tryggja þessa bíla,“
segir Sveinn.
„Það er svona hola í kerfinu hjá
okkur. Svona björgunarsveit þarf til
dæmis núna bara að fara aftur í fjár-
öflun vegna bílanna sinna. Búnir að
vinna fyrir þessu áður og geta svo
ekki tryggt sig. Það er eitthvað aðeins
að hjá okkur,“ segir Sveinn.
„Þyrluferð til eða frá er kannski
ekki aðalmálið. En ég veit að menn
hefðu kannski verið til í að fara heim
til sín eftir átökin frekar en að þurfa
að fylgja einhverri sendinefnd eftir
um bæinn sama dag,“ segir Sveinn.
„En það er svo sem alveg jákvætt
líka að menn kynni sér málin og
sýni þessu áhuga en menn geta
verið missáttir við framkvæmdina
á því og tímasetningar, þó að það sé
ekki stóra málið.“
Í svari sínu við fyrirspurn um
kostnað vegna þyrluflugs ráðherra
segir Landhelgisgæslan að kostn-
aður við þyrlusveitina sé metinn á
ársgrundvelli en ekki eftir einstaka
verkefnum.
Vegna ofsaveðursins sem gekk
yfir austanvert landið í lok septem-
ber hafi verið f logið með fulltrúa
almannavarna, Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, Jón Gunnarsson,
dómsmálaráðherra og aðstoðar-
mann hans austur á firði þann 26.
september til að skoða aðstæður í
kjölfar óveðursins.
Þá segir Gæslan í svari sínu að
aðstoð við almannavarnir sé eitt
af lögbundnum hlutverkum Gæsl-
unnar. Þannig hafi hún í gegnum
tíðina f lutt fulltrúa stjórnvalda,
almannavarna, björgunarsveita og
annarra viðbragðsaðila á vettvang
náttúruhamfara.
Segir í svarinu að þennan dag
hafi tvær björgunarþyrlur og tvær
þyrluáhafnir verið til taks. Önnur
þyrlan var til taks í Reykjavík og
hin á Egilsstöðum þann tíma sem
áhöfnin beið á meðan fulltrúar
almannavarna, Landsbjargar og
stjórnvalda kynntu sér aðstæður á
hamfarasvæðinu. Þá segir Gæslan
að hvert og eitt verkefni sé metið
hverju sinni og umrætt verkefni
hafi fallið undir eitt af lögbundnum
verkum Gæslunnar. n
Lögreglan á Norður-
landi eystra hefur
fengið viðbótarmann-
skap til að rannsaka
manndrápsmálin tvö.
Það er svo sem alveg
jákvætt líka að menn
kynni sér málin og
sýni þessu áhuga.
Sveinn Halldór
Oddsson Zoëga,
hjá Landsbjörg
stofnhus.is
Kuggavogur 26
Opið hús 15. og 16. október
Glæsilegt fjölbýlishús með fallegri
náttúru allt um kring
Kl. 13:00-17:00
Segist hugsi yfir þyrluferð
ráðherra til Reyðarfjarðar
Landhelgisgæsl-
an flaug með
ráðherra austur
samkvæmt
lögbundnum
skyldum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
jonthor@frettabladid.is
helenaros@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Skotárásarmálið á
Blönduósi er enn til rannsóknar hjá
lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Beðið er eftir niðurstöðum úr rann-
sóknum sem varða til að mynda
DNA-sýni.
Þetta staðfestir Eyþór Þorbergs-
son, varasaksóknari hjá lögreglu-
embættinu á Norðurlandi eystra.
Hann segir sýnin hafa verið send
til Svíþjóðar, og nú bíði lögreglan
eftir niðurstöðunum. Ekki er vitað
hvenær þeirra sé að vænta, það velti
á því hversu mikið sé að gera hjá Sví-
unum.
Varðandi rannsókn lögreglunnar
á meintu manndrápi í Ólafsfirði
segir Eyþór rannsókninni miða
vel, og að hún snúist að miklu leyti
um að skoða og útiloka mögulegar
sviðsmyndir þess sem átti sér stað
aðfaranótt mánudagsins þegar
maður á fimmtugsaldri lést í íbúð
í bænum.
Aðspurður hvort ekki sé óvana-
legt að embættið rannsaki tvö
mál er varði mögulegt manndráp
á sama tíma, svarar Eyþór játandi.
Þá segir hann að vissulega hefði
lögreglan gott af meiri mannskap
á tímum sem þessum. Staðan verði
til þess að lögreglan eigi erfitt með
að sinna öðrum málum eins vel og
vera mætti.
„Við gætum alltaf notað f leiri
hendur,“ segir Eyþór, sem bendir þó
á að embættið hafi fengið einhvern
viðbótarmannskap. n
Bíða niðurstaðna Blönduóssmáls og
sviðsmyndir frá Ólafsfirði skoðaðar
bth@frettabladid.is
MENNING Svo virðist sem aðgerða-
sinnar sem kalla sig A group of No
Borders activists, bands and artists
from Reykjavik Iceland, hafi dregið
til baka fyrri kröfu um að tónlistar-
fólk sniðgangi Iceland Airwaves-
hátíðina þetta árið.
Krafa um verkfall og sniðgöngu
var sett fram í ljósi þess að Ice land-
air, helsti bakhjarl hátíðarinnar,
flýgur reglulega með hælisleitendur
nauðuga í brottvísunarmálum.
Í nýjum pósti aðgerðasinna sem
Fréttablaðið hefur undir höndum
er haldið við þá kröfu að Icelandair
hætti samstundis þátttöku í brott-
vísunum f lóttafólks og hælisleit-
enda. Hins vegar er ekki hvatt til
sniðgöngu eða verkfalls en Ice land-
air áfram gagnrýnt.
„Á meðan íslensku ríkisstjórninni
tekst ekki að innleiða manneskju-
legra löggjöf og hætta brottvís-
unum, þá trúum við því að sam-
félagið getið knúið á um breytingar
– Icelandair gæti orðið að fyrirmynd
í þessu,“ segir í póstinum.
„Það eru nú þegar dæmi um
alþjóðleg f lugfélög sem þvertaka
fyrir að taka þátt í brottvísunum.
Icelandair hefur því tækifæri til þess
að sýna gott fordæmi fyrir mikil-
vægum og þörfum breytingum,“
segja aðgerðasinnar. n
Draga heldur í land vegna Airwaves
Aðgerðasinnar höfðu hvatt til verk-
falls og sniðgöngu á hátíðinni.
Óvíst er hvenær rannsóknum lýkur.
6 Fréttir 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ