Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 26
Við viljum að fólk fái aðra upplifun þegar það kemur á jóla hlað borðið hjá okkur. Við bjóðum upp á rétti sem eru ekki annars staðar. Hilmar Þór Við eigum að borða með öllum skynfærunum til að njóta matarins sem best. Að njóta þess að horfa á matinn, finna lykt af honum, áferð og hitastig, og svo bragð. Stracta hótel á Hellu verður með jólahlaðborð í nóvem- ber og desember þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar. Matreiðslumenn vinna með mat úr héraði og allir réttir eru gerðir frá grunni. Stracta er í fallegu umhverfi með glæsilegu útsýni. Hilmar Þór Harðarson, aðstoðar- hótelstjóri á Stracta, segist vera stoltur af jólahlaðborði Stracta enda sé mikill metnaður lagður í matargerðina. „Við leggjum áherslu á öðruvísi jólahlaðborð þar sem við gerum allt frá grunni. Fyrsta kvöldið verður 18. nóv- ember en alls verða þetta fjórar helgar,“ segir hann. „Við munum enda á fjölskylduhlaðborði sunnudaginn 11. desember.“ Meðal þess sem boðið verður upp á er grafið folald, grafin gæs, reykt andakjöt, alls kyns paté sem kokkarnir hafa útbúið á lystilegan hátt, síldarrétti, rauðrófuleginn lax, bláberjalax og einiberja- og ginlax, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir heitir réttir eru í boði og má þar nefna reyktan svínakamb í stað hefðbundins hamborgar- hryggs. Hilmar segir að kjötið sé mun mýkra og bragðmeira þótt það minni á hamborgarhrygginn. Hægt er að velja um sex mis- munandi heita rétti auk meðlætis. Eftirréttirnir eru auðvitað líka til staðar og nefnir Hilmar sörur sem hann segir að séu einstak- lega góðar auk annarra girnilegra rétta. Til að auka jólastemminguna mun Eyjólfur Kristjánsson tón- listarmaður halda uppi fjörinu með skemmtilegri tónlist öll Öðruvísi jólahlaðborð á Stracta hóteli Stracta hótelið á Hellu er í afar fallegu umhverfi þar sem borðin munu svigna undan frábærum jólaréttum. MYND/AÐSEND Hilmar Þór Harðarson er aðstoðarhótel­ stjóri á Stracta. Hann segist vera afar stoltur af matargerðinni á hótelinu sem er öll unnin frá grunni á staðnum. kvöldin. „Við viljum að fólk fái aðra upplifun þegar það kemur á jólahlaðborðið hjá okkur. Við bjóðum upp á rétti sem eru ekki annars staðar,“ segir hann. Hilmar segir að ýmist komi hópar með rútu í jólamatinn og fari síðan aftur eða þeir velji að gista á hótelinu og gera meira úr helginni. „Við erum með heitan pott og gufu. Fólk kemur líka hér úr sveitarfélögunum í kring til að gera sér dagamun,“ segir hann. Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir alla þá sem eru í leit að ævin- týrum á Suðurlandinu en þar er að finna fjöldann allan af helstu náttúruperlum landsins og þann- ig er hægt að sameina útiveru og jólastemmingu. „Það er mjög vinsælt að leggja leið sína til Hellu og dvelja í fal- legu umhverfi yfir helgi. Það tekur einungis klukkustund að aka til Hellu frá Reykjavík. Hótelið tekur jafnt á móti hópum sem einstakl- ingum. Fyrirtækjafagnaðir eru vinsælir enda er góð fundarað- staða á hótelinu. Vinsælt er sömu- leiðis að halda árshátíð á Stracta að ógleymdum brúðkaupum. Stracta hótel var opnað á Hellu árið 2014 og býður upp á 149 herbergi og íbúðir. Stracta gerir tilboð fyrir hópa. Hótelið getur tekið á móti 12-320 manna hópum en mögulegt er að útbúa sérsvæði fyrir minni hópa. n Jólahlaðborðið kostar 10.990 krónur á mann en hægt er að kynna sér matseðilinn og verð á herbergjum á heimasíðu hótels­ ins, stractahotels.is, eða í síma 531 8010. „Já og nei,“ svarar Birna Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands, spurð hvort það sé kúnst að fara á jóla- hlaðborð. thordisg@frettabladid.is „Það er kúnst að borða alla daga þannig að maður bæði njóti og næri sig. Galdurinn er að velja alltaf besta kost og njóta þess sem maður velur. Besti kostur er síðan það sem hentar hverjum og einum best. Það er skynsamlegt að fara varlega í saltaðan og reyktan mat og mikið af sætindum, en leggja frekar áherslu á ferskmeti, fjöl- breytni og gæði.“ Hún segir mikilvægt að borða með athygli. „Að njóta þess að horfa á matinn, finna lykt af honum, áferð og hitastig, og svo bragð. Við eigum að borða með öllum skynfærunum til að njóta sem best. Einnig er mikilvægt að vera í góðum félagsskap og njóta hans einnig. Næring er svo margþætt fyrirbæri.“ Borðum hægt og hóflega Birna segir jólamat vera alls konar, bæði hollan og minna hollan. „Það er okkar að ákveða hvað við látum ofan í okkur og þess sem er mikið saltað og reykt, eða mjög sætt eða feitt, er skynsam- legt að neyta í hófi. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir slíkum mat þurfa umfram allt að fara varlega. Það er góð regla að borða hóflega og drekka vel af vatni. Eins er gott að velja hollari kosti eins og kalkún eða villibráð frekar en reykt kjöt. Fiskur er líka góður kostur, eins og síld og lax sem inniheldur holla fitu. Svo eru margir góðir grænir kostir, eins og hnetusteik. Það er líka góð regla að borða mikið af grænmeti með, til dæmis ávexti í stað sætinda.“ Íslenskur jólamatur er gjarnan saltur, reyktur, feitur og sætur; allt sem f lokkast ekki beint undir heilsufæði, en er í lagi að taka stöku sinnum vel til matar síns á aðventunni, eða beinlínis hættu- legt? „Það hentar ekki öllum það sama. Það eru alveg líkur á að hraustur einstaklingur í góðu líkamlegu formi geti tekið hraust- lega til matar síns á aðventunni án þess að finna nokkuð fyrir því. En að sama skapi getur það verið slæmt fyrir einstakling sem er viðkvæmur fyrir, þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða að stíga upp úr veikindum,“ segir Birna og heldur áfram: „Það getur seint talist hollt að borða óhóflega og alltaf gott að gefa sér góðan tíma til að borða og njóta. Við erum líklegri til að borða hóflega og skynsamlega þegar við borðum hægt og gefum okkur tíma til að njóta.“ Létt og ferskt á milli jólarétta Innt eftir því hvort íslenskur jóla- matur sé hollari eða óhollari en gengur og gerist annars staðar, svarar Birna: „Það fer eftir því saman við hvern við berum okkur. Ef við skoðum Miðjarðarhafsfæðið er það mun ríkara af ferskmeti og minna af söltuðum og reyktum mat. Þar er litríkur matur á borðum, mikið af ávöxtum, grænmeti, hnetum og Borðað með athygli Birna Ásbjörnsdóttir er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR fræjum og minna af þungum mat. Miðjarðarhafsfæðið er það fæði sem hefur verið mest rannsakað varðandi heilsu og sýna rann- sóknir okkur að það er hollt og því skynsamlegt að horfa til þess. Við getum til dæmis borðað mikið af léttum og ferskum mat um jólin á milli þess sem við mætum í jólaboð eða jólahlaðborðin.“ En hvað ber helst að varast og hverjir þurfa helst að gæta sín þegar kemur að jólamatnum? „Saltur matur í miklu magni getur valdið vökvasöfnun í líkam- anum. Fyrir hjartasjúklinga og þá sem eru með of háan blóðþrýsting getur það valdið vandamálum og jafnvel endað með því að fólk þarf að leita til læknis. Mettuð fita, sem er gjarnan í jólamatnum, er heldur ekki góð í of miklu magni og sér- staklega ekki með öllu saltinu og sykrinum. Þá er einnig mikilvægt að fara varlega í gosdrykkina og muna að drekka vatn líka,“ segir Birna sem hefur yndi af því að fara á jólahlaðborð þótt hún geri ekki mikið af því. „Ég nýt þess ávallt að borða hollan og góðan mat í góðum félagsskap. Upphalds jólarétturinn minn er forréttur sem við fjöl- skyldan borðum á jólunum, kavíar með sýrðum rjóma, rauðlauk og eggjarauðu, borðið fram á smjör- steiktu brauði og glas af kampavíni með.“ n 6 kynningarblað 13. október 2022 FIMMTUDAGURJÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.