Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 27
Það er einstaklega kósí að tylla sér inn á Bryggjuna yfir góm- sætum jólalegum réttum og njóta útsýnis yfir Gullborgina og sjóinn. Jóel Salómon Hjálmarsson Því fylgir töfrandi jóla- stemning að njóta dýrindis jólahlaðborðs á Bryggjunni Brugghúsi með útsýni yfir hafið og höfnina. „Heima er alltaf borðaður ham- borgarhryggur á aðfangadagskvöld og ég geri mikið úr meðlætinu með honum. Ég laga heimagert rauðkál, brasserað rósakál með beikoni, eplasalat og sykurbrúnaðar kart- öflur upp úr púðursykri. Svo er heimagerði jólaísinn með Toble- rone og Daim algjörlega ómissandi, en á gamlárskvöld fer ég í enn fínni búning og töfra fram þriggja rétta máltíð fyrir gesti, en þar má yfirleitt finna innbakaða humarhala, grill- aðar hreindýralundir og súkkulaði- mús yfir skaupinu,“ segir Hjálmar Jakob Grétarsson, yfirkokkur og annar eigenda Bryggjunnar Brugg- húss, spurður um sinn eftirlætis jólamat. Hjálmar er kominn í jóla- skap enda í óðaönn að undirbúa dýrindis jólahlaðborð Bryggjunnar í félagi við Jóel Salómon Hjálmars- son, en saman keyptu þeir rekstur Bryggjunnar Brugghúss í sumar. Þetta rómaða og geysivinsæla veitingahús við Reykjavíkurhöfn hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og er með fyrstu handverksbrugg- húsum landsins. „Við höfum báðir starfað í veitingageiranum síðan á ungl- ingsárunum. Hjálmar Jakob lærði matreiðslu á Hótel Borg og hefur verið yfirkokkur á fjölmörgum veit- ingastöðum í Reykjavík, en ég lærði hótelstjórnun í Sviss og hef unnið fyrir hótelkeðjur, til að mynda Marriot Hotels og Icelandair Hotels, ásamt því að fást við kennslu og ráðgjöf,“ upplýsir Jóel Salómon. Skötuveisla á Þorláksmessu Saman sjá þeir mikil tækifæri á Bryggjunni Brugghúsi og fram undan er skemmtilegur stemn- ingstími þegar glæsilegt jólahlað- borð verður sett upp á Bryggjunni. „Í aðdraganda jóla verður nóg um að vera á Bryggjunni. Jóla- hlaðborðið verður á sínum stað á föstudags- og laugardagskvöldum frá miðjum nóvember og fram að jólum, og fer hver að verða síðastur að tryggja sér borð. Einnig bjóðum við upp á margrétta jólamatseðil á virkum kvöldum, ásamt því sem ljúffeng skötuveisla Bryggjunnar verður á sínum stað á Þorláks- messu þar sem hinn bráðfyndni Jógvan Hansen sér um veislustjórn og skemmtiatriði,“ segir Hjálmar Jakob og þeir Jóel Salómon hlakka mikið til. „Aðventan er einstaklega skemmtilegur tími á Bryggjunni og mikil eftirvænting eftir jólunum hjá starfsfólkinu okkar. Mikil og lífleg ös er hjá okkur frá miðjum nóvember og nær jólaundirbún- ingurinn hámarki með skötu- veislunni á Þorláksmessu en eftir hana fær starfsfólk Bryggjunnar verðskuldað frí þar sem lokað er á Bryggjunni yfir hátíðarnar. Þrátt fyrir að vera veitingastaður reynir Bryggjan Brugghús eftir fremsta megni að vera fjölskyldu- vænn vinnustaður og því er lokað á aðfangadagskvöld, jóladag, annan í jólum og gamlárskvöld svo að starfsfólkið okkar geti notið hátíðanna með sínum nánustu,“ greinir Jóel Salómon frá. Handbruggaður jólabjór Bruggsalur Bryggjunnar tekur allt að 90 manns í sæti og hentar ein- staklega vel fyrir tónleika, böll og aðra viðburði. „Viðburðir á Bryggjunni eru einstaklega vinsælir meðal stærri hópa, líkt og vinnustaðahópa og vinahópa enda er Bryggjan vel í stakk búin til að taka á móti hópum upp í 220 manns. Bryggjan skiptist þó upp í þrjú mismunandi rými og er einstaklega kósí fyrir fjölskyldur og minni hópa að sitja á veitingastaðnum með útsýni yfir Gullborgina og sjóinn. Yfir árið gæti ég trúað að viðskipta- vinir Bryggjunnar séu til jafns Íslendingar og erlendir ferðamenn og það er líka staðan í desember, þótt jólahlaðborðin séu ívið vin- sælli hjá Íslendingum,“ segir Jóel Salómon. Á Bryggjunni er starfrækt full- komið handverksbrugghús og iðulega boðið upp á þrjá til fjóra af handverksbjórum hússins á krana. „Jólabjórinn er þar engin undan- tekning. Í ár verður hann milli- dökkur lagerbjór með ferskum appelsínuberki og kardimommum sem setja tóninn fyrir jólahátíðina. Við bjóðum upp á úrval bjóra á krana, bæði úr okkar eigin brugg- húsi sem og öðrum íslenskum brugghúsum,“ upplýsir Jóel Salómon. Jólamatur og djössuð jólalög Jólaveislan á Bryggjunni Brugghúsi hefst fimmtudaginn 17. nóvember og stendur til og með laugardeg- inum 10. desember. „Jólaseðill verður einnig í boði öll virk kvöld frá 17. nóvember og fram að jólum. Undir borðhaldinu verður lifandi tónlist með áherslu á djössuð jólalög og skemmtiat- riðin halda áfram fram á kvöld þótt borðhaldinu ljúki,“ segir Hjálmar Jakob. Þá býður Bryggjan Brugghús Jóel Salómon Hjálmarsson og Hjálmar Jakob Grétarsson eru eigendur Bryggjunnar Brugghúss þar sem er starf­ rækt fullkomið handverks­ brugghús. Jóla­ bjórinn í ár verð­ ur millidökkur lagerbjór með ferskum appels­ ínuberki og kardimommum: ekta jóla jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Bragð af jólum við höfnina Svona er jólahlaðborðið Í forrétt verður: Villisveppasúpa (vegan), reyktur og grafinn lax, piparrótarsósa, graflaxsósa, reykt nautatunga, innbakað sveitapaté, villibráðarpaté, síldarsalöt, andasalat, rauð­ rófusalat (vegan), tvíreykt húskarlahangikjöt, súrdeigs­ brauð, rúgbrauð, laufabrauð, flatbrauð. Í aðalrétt verður: Hamborgarhryggur, puru­ steik, kalkúnabringa með fyll­ ingu, nautalund, kalt hangi­ kjöt, vegan­Wellington. Meðlæti verður: Kartöflur og uppstúf, sykur­ brúnaðar kartöflur, sætkart­ öflumús, rauðkál og grænar baunir, eplasalat, rósakál, ristað spergilkál, villi sveppa­ sósa, rauðvínsgljái. Og þessir eftirréttir: Ris a la mande með kirsu­ berjasósu, súkkulaðikaka með hindberja­coulis, marengsterta með rjóma og berjafyllingu, konfekt og smá­ kökur, kaffi og te. VERÐ: 12.900 Á MANN Sjö rétta jólaseðill n Gæsasúpa, gráðaostur, villi­ sveppir, n Grafin gæs með portvíns­ sultuðum rauðlauk, kletta­ salati og bláberja­vinaig­ rette. n Tvíreykt hangikjöts­tartar með rauðrófu, epli, skar­ lottulauk, chili og laufa­ brauði, n Hreindýra­tataki með granatepli, karamelluðum pekanhnetum, stökkum ostrusveppum og Feyki. n Reykt ýsa með chorizo, epli, jarðskokkamauki, salt­ hnetum og dilli. n Tartaletta með hamborgar­ hrygg, sykurbrúnuðum kartöflum og villi sveppa­ sósu. n Jólaís með saltkaramellu­ sósu. VERÐ: 9.900 Á MANN. EINUNGIS BORIÐ FRAM FYRIR ALLT BORÐIÐ Það fer vel um gesti í glæsilegum salarkynnum Bryggjunnar Brugghúss sem taka allt að 90 manns í sæti, en líka hópa upp í 220 manns. MYND/AÐSEND upp á ríkulega gleðistund (e. happy hour) fyrir jólahlaðborðin. „Því er hentugt fyrir vinahópa og vinnustaði að hittast á Bryggj- unni til að smakka handverksbjór- ana okkar eða sötra ljúffenga kok- teila. Hið víðfræga skötuhlaðborð verður svo haldið á Þorláksmessu, bæði í hádeginu og um kvöldið,“ greinir Hjálmar Jakob frá. En hvaða jólalegu réttir munu freista gesta á jólahlaðborði Bryggjunnar í ár? „Sjálft jólahlaðborðið verður fremur hefðbundið en á jólaseðl- inum á virkum kvöldum fær mat- reiðsluteymi Bryggjunnar lausan taum og töfrar fram kræsingar eins og tartar úr tvíreyktu hangi- læri með eplum og rauðrófum, reykta ýsu með chorizo, jarð- skokkamauki og rúgbrauðs- kurli, og hreindýra-tataki með granateplum og karamelluðum pekanhnetum,“ svarar Hjálmar Jakob og hlakkar mikið til að útbúa gómsæta jólarétti fyrir gesti Bryggjunnar Brugghúss. n Bryggjan Brugghús er á Granda­ garði 8. Sími: 456 4040. Netfang: bryggjan@bryggjanbrugghus.is. Sjá meira á bryggjanbrugghus.is Bryggjan Brugghús er gullfallegur staður sem rammar vel inn umgjörð jólanna og heldur hlýlega utan um gesti sem njóta þar matar og dekurs. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 13. október 2022 JÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.