Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Það sem er svo heillandi við fatahönnunina er að vera alltaf að skapa einhvers konar persónuleika eða ímynd,“ segir Jóhanna María Sæberg sem stundar nám í fata- hönnun við Listaháskóla Ísland. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allri list og hef til dæmis verið að dunda mér við myndlist í einhvern tíma. En á endanum fann ég mig best í fatahönnun því hún býður upp á marga spennandi mögu- leika. Því er ég bara mjög spennt fyrir framtíðinni.“ Áður en Jóhanna María hóf nám í Listaháskólanum var hún að Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Samfellan sem Jóhanna María klæðist hér er hennar hönnun. Gallabuxurnar keypti hún notaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Bindið er hluti af jakka sem Jóhanna hannaði í LHÍ. Liturinn á því vísar í skilti og búnað á byggingarsvæðum en það tók tíma að finna rétta bindið. Þessa svörtu „vintage“ kápu keypti Jóhanna á „pop-up“ fatamarkaði. Spurt og svarað: Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Áhugi minn á tísku hefur þróast mikið undanfarin ár. Ég pæli mest í því núna hvað tíska þýðir fyrir hvern og einn og hvernig hún er notuð sem tjáningarform Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég fylgist mest með tískunni með því að horfa á fólk í kringum mig og sæki mikinn innblástur í félaga mína jafnt sem ókunnugt fólk úti á götu. Svo er ég farin að fylgjast betur með því þegar merki sem ég fíla gefa út nýjar línur. Einnig reyni ég að hafa augun opin fyrir nýjum hönn- uðum sem ég uppgötva oftast í gegnum Insta gram eða frá fólki sem deilir áhuga mínum á tísku. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Í Rauða krossinum og fatamarkaðinum á Hlemmi. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég klæðist oftast svörtum og gráum fötum. Svo er ég farin að vinna meira með hlutlausa tóna en mér finnst mjög gaman að henda inn dassi af björtum litum. Áttu minningar um gömul tískuslys? Nei, ég hef alltaf verið „iconic“. Hvaða flíkur hefur þú átt lengst og notar enn þá? Ég keypti svarta leður hælaskó með stálhæl í Amsterdam þegar ég var sextán ára og hef aldrei notað neina flík jafn mikið. Þegar ég fer á djammið klæðist ég þeim nánast alltaf þar sem það eru engir aðrir skór sem ná að halda jafn vel í við mig á dansgólfinu. Við höfum dansað í gegnum ýmislegt saman. Ég á líka Helicopter-samfellu sem ég keypti í Kiosk á Laugaveginum á svipuð- um tíma og hef aldrei fengið leið á henni. Svo á ég það til að týna flíkum og nánast gleyma að þær séu til. Þannig að þegar ég finn þær aftur þá er það eins og að eignast nýjar flíkur. Áttu uppáhaldsverslanir? Fatamarkaðurinn á Hlemmi er alltaf í uppáhaldi. Áttu eina uppáhaldsflík? Það er „vintage“ leðurkápan mín sem ég fann á „pop-up“ fatamarkaði. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu fatakaupin voru klárlega allt sem ég keypti þegar ég var 12–14 ára. Á því tímabili byrjaði ég að hafa áhuga á fötum en hugsaði fatakaupin ekki alltaf til enda sem endaði í heilu fjöllunum af Hollister- peysum og álíka rusli sem liggur líklegast í landfyllingum í dag. Notar þú fylgihluti? Ég elska fylgihluti og á til dæmis nokkra skartgripi sem ég nota flesta daga. Þeir koma frá mömmu, ömmu og langömmu minni og eru það sem gera mest fyrir heildarútlitið. Svo finnst mér mjög mikilvægt eiga flott gleraugu. Þau sem ég nota mest þessa dagana eru „vintage“ gleraugu úr Sjón gleraugnaverslun þar sem ég kaupi flest gleraugun mín. Þegar ég hef meiri tíma til að hugsa um heildarútlitið breyti ég til í fylgihluta- vali. Veski eru líka stór breyta og ég á eitt uppáhalds veski sem fylgir mér flesta daga. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Nei, ég held ekki, ég kaupi ekki mikið af fötum og þegar ég geri það eru þau oftast notuð. læra klæðskurð í Tækniskólanum ásamt því að starfa sem þjónn og barþjónn, meðal annars á veitinga- staðnum Skál sem er staðsettur í mathöllinni á Hlemmi. „Svo tók ég þátt í gerð búninga fyrir bíó- myndina Abbababb! sem kom út um daginn.“ Ólík viðfangsefni Þegar kemur að persónulegum stíl í fatahönnun segist hún eiga mjög erfitt með að setja puttann á það sem einkenni hennar stíl. „Mér finnst mjög gaman að taka fyrir ólík viðfangsefni á milli verkefna. Sem dæmi sótti ég innblástur í eitt verkefni á síðasta vetri til bygg- ingarvinnunnar sem er í gangi við hliðina á skólanum og var gjörsamlega að æra okkur öll alla önnina. Verkefnið þar á undan var byggt á trúarlegu og mónarkísku myndefni. Ég pæli mikið í efnum, gæði skipta mig miklu máli en umfram það er mikilvægast að efni séu ekki of skaðleg fyrir jörðina.“ Hér sýnir Jóhanna María les- endum inn í fataskápinn og eigin hönnun. n Ég elska fylgihluti og á til dæmis nokkra skartgripi sem ég nota flesta daga. Þeir koma frá mömmu, ömmu og langömmu minni. 2 kynningarblað A L LT 13. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.