Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 16
Umhverfisfyrirtæki ársins, Norðurál, hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni um 0,004*40%=0,16 pró- sent til 2030, miðað við árið 2015. Villandi umræða getur leitt til aukinna niðurrifs- hugsana og jafnvel haft þau áhrif að þessir einstakl- ingar verða tregari við að leita sér aðstoðar. Umhverfisverndarfólk á Íslandi rak upp stór augu þegar umhverfis- verðlaun atvinnulífsins voru veitt til Norðuráls. Hvernig má vera að fyrirtæki sem notar fjórðung af allri þeirri raforku sem framleidd er í landinu, veldur 10 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi (utan landnotkunar), skilur eftir mengunarslóð í öðrum löndum og sleppir eiturefnum út í umhverfið á hverjum einasta degi til mikils ama fyrir nágranna þess í Hvalfirði allt árið um kring, geti orðið umhverfisfyrirtæki ársins? Hvað skýrir þessa niðurstöðu sem virðist vera á skjön við öll heilbrigð umhverfis- og loftslagsviðmið sem ættu að liggja til grundvallar slíkri viðurkenningu ? Er það samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda? Í niðurstöðu dómnefndar kemur fram að Norðurál áætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, miðað við árið 2015. Það er svo sem ágætt, lægra en markmið ESB um 55 prósenta samdrátt fyrir 2030 og ESB miðar við losun 2005 en ekki 2015, en er þó eitthvað. Umsvif fyrirtækisins jukust umtalsvert eftir 2005 og því má ganga út frá því að losunin hafi verið mun minni þá en í dag, sem skilar „óhagstæðum“ samanburði. En samdrátturinn á bara að vera frá þeim hluta starfseminnar sem er utan ETS kerfisins (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróður- húsalofttegunda), sem er aðeins frá 0,4 prósentum af losun fyrir- tækisins. Heildarlosun 2021 var 481.595 tonn, en losunin sem á að draga úr er 1720,5 tonn árið 2021. Lesum þetta aftur. Umhverfisfyrirtæki árs- ins, Norðurál, hefur sett sér mark- mið um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda frá starfsemi sinni um 0,004*40%=0,16 prósent til 2030, miðað við árið 2015. Heildarlosun fyrirtækisins jókst milli áranna 2019 og 2021 um 3 pró- sent. Reyndar jókst losunin örlítið meira ef 2020 er borið saman við 2021, en til að gæta sanngirni vegna Covid-áhrifa er rétt að miða við 2019. Markmið Norðuráls er að ná fullu kolefnishlutleysi. Það virðist fjarstæðukennt markmið ef miðað er við árangur fram til þessa. Er það kolefnisspor álsins frá Norðuráli? Dómnefnd er tíðrætt um lágt kol- efnisspor álsins frá Norðuráli. Í útreikningum á kolefnisspori er gert ráð fyrir því að raforkan sem framleidd er á Íslandi sé nýtt í framleiðslu á álinu. Auðvitað er það þannig að Norðurál er tengt raforkukerfinu hér á landi en það segir ekki alla söguna. Ísland á aðild að kerfi þar sem uppruni raforku er vottaður. Þannig að fyrirtæki sem vilja sýna viðskiptavinum sínum fram á að þau noti „græna orku“ þurfa að afla sér upprunaábyrgða. Norðurál virðist ekki hafa metnað til að kaupa upprunaábyrgðir. Það má því reikna með að á orkureikn- ingi Norðuráls komi fram að þau séu að nýta jarðefnaeldsneyti og kjarnorku í framleiðslunni. Á móti fær eitthvað fyrirtæki í útlöndum, sem í raun og veru notar jarðefna- eldsneyti og kjarnorku í sinni fram- leiðslu, að nota kolefnislága orku frá Íslandi í sínu kolefnisbókhaldi. Norðurál er því að telja sér lágt kol- efnisspor fram hjá þeim kerfum sem alþjóðasamfélagið hefur komið sér upp. Þetta er óheiðarlegt. Er það verndun íslenskrar náttúru? Norðurál notar 25 prósent þeirrar raforku sem framleidd er í landinu. Sú raforka er framleidd með eyði- leggingu á íslenskri náttúru með því að raska háhitasvæðum, merk- um jarðminjum, fossum, gróðri og fuglalífi, spilla útsýni og ásýnd og skera landið með raflínum. Hvorki orkufyrirtækin né kaupendur raf- orkunnar hafa þurft að greiða fyrir þau spjöll sem þau hafa valdið á íslenskri náttúru né þurft að bæta fyrir það með aðgerðum. Ekki er fjallað um verndun íslenskrar nátt- úru í sambandi við umhverfisverð- laun atvinnulífsins. Er það samdráttur í losun eiturefna? Á milli áranna 2019 og 2021 er lítill munur á losun eiturefna út í and- rúmsloftið frá Norðuráli. Flúorlos- un var hin sama 2019 og 2021, losun á brennisteinsdíoxíði dróst saman um 2 prósent og losun á öðrum eiturefnum var svipuð milli ára. Þá eru tvö álver í heiminum með sér- staka undanþágu til þess að urða kerbrot frá álvinnslu í svokölluðum flæðigryfjum, það eru fyrirtækin Norðurál og álverið í Straumsvík. Norðurál hefur nýlega sótt um leyfi til Skipulagsstofnunar til að stækka sínar flæðigryfjur. Þá fylgja allri álvinnslu í heimin- um hræðilegar aðferðir við vinnslu súráls, oft í fátækum ríkjum þar sem gríðarstór leðjulón með menguðum úrgangi liggja opin fyrir manna og dýra fótum. Leðjulónin hafa brostið með gríðarlegu heilsutjóni íbúa á nærliggjandi svæðum auk mjög dýr- keyptra afleiðinga fyrir vistkerfi og lífríki með jarðvegsmengun og þar sem eiturleðjan hefur runnið út í vötn og ár með óbætanlegum skaða. Ekki er því um sérlega framför eða bestu aðferðafræði geirans að ræða, þegar kemur að losun eitur- efna frá Norðuráli. Hvað gengur SA til? Hvernig geta Samtök atvinnu- lífsins komist að því að fyrirtæki sem eykur losun sína milli ára, hefur áform um að draga úr losun til 2030 um aðeins 0,16 prósent, á þátt í að spilla íslenskri náttúru, dregur ekki úr losun eiturefna frá starfsemi sinni og heldur áfram að vera þátttakandi í að skapa eitur- efnaúrgang í stórum stíl erlendis, sé verðugt þess að fá umhverfisverð- laun? Verðlaunin til Norðuráls eru fokk jú putti til íslenskrar náttúru, bein móðgun við þau fyrirtæki sem eru af heilum hug og ábyrgð að draga raunverulega úr losun gróður- húsalofttegunda frá sinni starfsemi og staðfesta þátttöku SA í að fegra ímynd Norðuráls. Þessar aðferðir sem SA og Norðurál beita hafa nafn og þær aðferðir eru með stærstu ógnum í umhverfismálum. Þetta, börnin góð, er grænþvottur í hæsta gæðaflokki. n Fokk jú, íslensk náttúra Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar Málefnið kulnun kemur oft fram í samfélagslegri umfjöllun. Þegar betur er að gáð virðist sem mis- munandi skilningur sé lagður í hugtakið kulnun og áhrif þess á einstaklinga og vinnustaði. Það er mjög skiljanlegt í ljósi þess að fræðileg skilgreining hugtaksins hefur verið sett fram með mis- munandi hætti í gegnum tíðina, kulnun verið mæld á ólíkan hátt og meðhöndluð á mismunandi vegu. Það er frábært að lesa og heyra frá- sagnir fólks sem er að lýsa eigin upplifun og reynslu. Það skiptir þó máli að gera greinarmun á því og þegar fjallað er um málefni á faglegum forsendum, til dæmis í rannsóknum eða þegar verið er að selja aðgang að meðferð sem dæmi. Þetta á bæði rétt á sér og er mikilvægt. Fjölmiðlar gegna því mikilvægu hlutverki þegar kemur að ábyrgri umfjöllun um þetta mál- efni sem og önnur. Taka þarf mið af heildarmyndinni Dæmi eru um að umfjöllun í fjöl- miðlum sé sett fram með misvísandi hætti. Þar eru dregnar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum sem eðlilegra væri að skoða út frá ákveðinni heildarmynd. Slík fram- setning getur verið villandi og gefið skekkta mynd þar sem ekki er tekið mið af öðrum mikilvægum þáttum. Störf eru mismunandi og það þarf ekki að vera neikvætt að upplifa þreytu eða vera „búin/n á því“ í lok vinnudags. Það skiptir máli að tekið sé mið af f leiri áhrifaþáttum. Til dæmis hvort þeim sem er þreyttur líði vel eða illa með það, hvort um sé að ræða vanlíðan yfir lengri tíma eða tilfallandi líðan. Við getum verið þreytt eftir vinnuna en alsæl með dagsverkið. Það er mikilvægt að gera greinarmun á eðlilegum viðbrögðum manneskjunnar við aðstæðum sínum og viðbrögðum við óeðlilegum aðstæðum í lengri tíma. Til dæmis hefur vinnandi fólk í aldanna rás tekist á við margs- konar krefjandi verkefni og eðlilega verið þreytt á tímum meðan á því stóð, án teljandi afleiðinga. Skiptir þetta máli? Þegar umfjöllun fer fram með upp- hrópunum og alhæft er um ákveðna hópa getur það komið af stað nei- kvæðum og bjöguðum umræðum. Það getur orðið til þess að dregnar eru ályktanir og lagt mat á heilan hóp fólks, til dæmis ungt fólk, konur á ákveðnum aldri eða karla í ákveðinni starfsgrein án þess að það sé viðeigandi eða sanngjarnt. Eins getur það alið á skömm hjá þeim tiltekna hópi. Ekki má gleyma þeim einstaklingum sem virkilega eru að glíma við heilsufarslegar afleiðingar vegna langvarandi álags. Villandi umræða getur leitt til aukinna niðurrifshugsana og jafnvel haft þau áhrif að þessir einstaklingar verða tregari við að leita sér aðstoðar. Kulnun er f lókið fyrirbæri sem mikilvægt er að skoða út frá ýmsum hliðum hverju sinni. Fréttir byggðar á tölulegum niðurstöðum geta verið gagnlegar, áhugaverðar og nauðsyn- legar þegar fjallað er um hópa sem dæmi. En þá er mikilvægt að draga ályktanir á gagnrýninn hátt og setja einnig fram viðeigandi fyrirvara þegar við á. Alþjóðleg viðmið og leiðbeiningar Samkvæmt alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni (WHO) er verið að afmarka skilgreiningu á kulnun með þeim hætti að um er að ræða af leiðingar af langvarandi álagi í vinnu sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Álag getur síðan birst með afar mismunandi hætti og einstaklings- bundið hvað við upplifum sem álag í vinnu og jafnvel á öðrum hliðum lífsins, ef út í það er farið. Einnig skerpir WHO á því að mikilvægt sé að ganga úr skugga um að einstakl- ingar séu ekki að takast á við annan heilsufarsvanda sem þarfnast sér- tækrar meðhöndlunar. Ímyndum okkur einstakling sem er að takast á við klínískt þunglyndi. Hann gæti speglað sig í mörgum einkennum kulnunar en í raun er gríðarlega mikilvægt að hann fái sértæka meðferð við sínum vanda. Slík meðferð felur t.d. ekki endilega í sér að draga úr virkni og álagi heldur að auka virkni. Þegar upp er staðið skiptir það öllu máli að við sem ein- staklingar fáum viðeigandi aðstoð eða meðferð við okkar vanda. Rannsóknarverkefni VIRK og HR Hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði hefur verið verkefni í gangi síðast- liðin tvö ár tengt kulnun í starfi. Markmið verkefnisins er að byggja upp dýpri þekkingu á fyrirbær- inu sem byggð er á rannsóknum. Nýlega voru gefnar út tölur í ársriti VIRK. Um er að ræða lýsandi töl- fræði fyrir þann hóp sem vísað er til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna heilsufarslegra afleiðinga af langvarandi álagi. Þar kemur fram að 10,7% af heildarfjölda beiðna um starfsendurhæfingu sem bárust á 12 mánaða tímabili er þetta ástæða tilvísunar. Í einungis 3,8% tilvika er um álag tengt vinnustað eða starfi viðkomandi að ræða. Hægt er að lesa nánar um það á https://www. virk.is/is/um-virk/upplysingar/ frettir/kulnun-i-starfi. Þar er til dæmis yngri hópurinn ekki stærri en sá eldri. Afar jöfn dreifing er hvað varðar aldur en þeim mun mikil- vægara er að skoða aðstæðutengda þætti. Við fögnum allri umræðu og hvetjum til hennar. Að því sögðu teljum við mikilvægt að sú umræða sé ábyrg, upplýsandi og skýr. Þann- ig gætum við sanngirni gagnvart öllum hlutaðeigandi. Höfundar eru sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK starfs- endurhæfingarsjóði og doktors- nemar við HR. n Vegna umfjöllunar um kulnun Berglind Stefánsdóttir Guðrún Rakel Eiríksdóttir 16 Skoðun 13. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.