Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2022, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 14.10.2022, Qupperneq 11
Karl Th. Birgisson n Í dag Ég hef nefnt áður að við góða og gáfaða fólkið erum almennt til óþurftar. Þess vegna er þakkar vert að við skulum ekki tjá okkur um sumt. Hér eru fáein dæmi. Bara fáein. Þau Í launþegahreyfingunni geisar nú stríð, sem fæstir skilja. Nema þau sem næst standa. Ef þá þau. Sem manni virðist reyndar sjaldnast vera. Annað liðið var með Gylfa Arnbjörnsson á heilanum árum saman. Hann hætti. Þá fengu þau Drífu Snædal á heilann. Hún hætti. Í þessu liði virðist vera fólk sem gæti komið af stað slagsmálum í eins manns símaklefa. Í hinu liðinu? Ég veit það ekki enda bara að lýsa upplifun, eins og nú er í tízku. Þar virðist fólk þó vilja tala saman, en þó varla heldur sumir, og við hin horfum á í forundran. Samt virðist vera nokkurn veginn samstaða um markmiðið, að bæta kjör hinna lægst launuðu, ekki sízt nýbúa sem sinna störfum sem innfæddir eru of fínir til að starfa við. Stríðið snýst samt ekki um það, heldur eitthvað allt annað. Hann Við tjáum okkur heldur ekki um hin eilífu mál Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Í öðru liðinu eru þeir sem hafa fyrir augunum málafjöld um stúlkur og konur áratugum saman og væri beinlínis heimskulegt að leiða hjá sér. Í hinu liðinu eru þeir sem líta á Jón sem meiri háttar stjórnmála- mann og þess vegna sé allt hitt slaður eða lygi. Jón var vissulega mjög mikil- vægur stjórnmálamaður. EES- samningurinn var stærsta réttar- bót í sögu þjóðarinnar, um réttindi launafólks, umhverfisvernd, eðli- lega samkeppni á markaði, frjálsa verzlun og júneimit hvað annað. EES-samningurinn núllar samt ekki út allt hitt, sem er meira en ógeðfellt, svo við stillum okkur um stærri orð. Það er snúið fyrir þá, sem eru ekki í neinu liði. Þeir Við tjáum okkur heldur ekki um þann fjölda fólks – nei, kalla, því að þetta eru yfirleitt kallar – sem hefur verið útskúfað og eiginlega gert ómögulegt að sjá sér farborða, út af einhverju sem við vitum oftast ekki nákvæmlega hvað er. Í öðru liðinu eru þeir sem benda réttilega á, að viðurstyggileg hegðun karla gagnvart konum og ofbeldi í skjóli valda hefur við geng izt öldum saman, og það er löngu tímabært að við segjum hingað og ekki lengra. Í hinu liðinu eru þeir sem spyrja um málsatvik. Eru öll þessi mál eins? Gerði þessi þarna eitthvað svipað og hinn? Er nóg að ásaka til að útskúfa? Í þessu liði spyr fólk ekki endi- lega um lagareglur og bókstafi, heldur almenna skynsemi. Jafnvel hófsemd. Og spyr líka: Olræt. Útskúfum níðingunum, en hvað um hina, sem óljósara er um? Skítugur á tánum Og: Ef við útskúfum fólki, þá verður að vera ljóst hvaða aðstæður þyrftu að myndast til þess að við hleypum því aftur inn í samfélagið. Þeirrar spurningar hefur aldrei verið spurt og ennþá síður hefur henni verið svarað. Hinir Við góða fólkið segjum heldur ekkert um undirliggjandi útlendingaandúð – stundum líka beinlínis rasisma og íslamófóbíu – sem leynist í myrkustu kimum Sjálfstæðisflokksins, en líka opin- berum ummælum formanna Mið- flokksins og Flokks fólksins. Til Íslands gætu nú þegar flutt 450 milljónir manna frá Evrópu, hefðu þau áhuga á. Hann virðist vera takmarkaður og þið megið gizka á hvers vegna. Þau forystufólkið tala samt um stjórnleysi og heimta að reglur séu hertar til að vísa frá fólki, sem þarf sárlega á aðstoð að halda. Þetta er að lágmarki níutíu ára gamalt stef – við vildum enga skítuga gyðinga þá – og er síendur- tekið, af því að við mannfólkið erum einfaldar skepnur þegar kemur að hráum tilfinningum og hugsunum. Um okkur og þau þarna hin sem eru öðruvísi. Við En hvers vegna segjum við góða og gáfaða fólkið ekkert um þetta og svo ótalmargt fleira? Til dæmis siðleysi Samherja? Fyrir því geta verið ólíkar ástæður. Sumir vilja ekki vera í einhverju liði. Það er mjög skiljanlegt. Aðrir – og ég fullyrði að þeir skipta þúsundum – vilja ekki tjá sig vegna fúkyrðaflaums og persónulegra svívirðinga sem því myndu óhjákvæmilega fylgja. Það er orðin viðtekin umræðuvenja á Íslandi. Svo eru enn aðrir, sem vita að hver sá sem dýfir fæti ofan í hina aðskiljanlegu drullupytti umræð- unnar verður þar með og sjálfkrafa skítugur á tánum og upp að hnjám. Þar játa ég sjálfan mig sekan. Og þess vegna segi ég ekki neitt. n ORKUSKIPTI Í VÖRUFLUTNINGUM Eru rafknúin flutningatæki raunhæfur kostur fyrir sjó- og landflutninga? Haustráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands Grand Hótel, þriðjudaginn, 18. október 2022 - Salur: Gullteigur Fundarstjóri: Thomas Möller, ráðgjafi og stjórnarmaður í Rarik 08:45 Opnun ráðstefnu. 09:00 Orkuskipti í vöruflutningum á landi og á sjó Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Framsöguerindi um orkuskipti í vöruflutningum. 09:20 Hvernig getum við stutt við orkuskipti í vöruflutningum? Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður Orkusviðs N1. Helstu áskoranir við uppbyggingu þjónustu við rafdrifna vöruflutninga. 09:35 Orkuskipti atvinnutækja Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri VETNIS Iceland ehf. Nýting á grænu vetni á stór flutningatæki á Íslandi. 09:55 Hleðslulausnir fyrir stærri ökutæki í nútíð og framtíð Hjalti Sigmundsson, RST Net ehf.  Um RST Net/Orkuhlöðuna og orkuskiptaverkefni sem við erum að vinna í.  Hleðslulausnir framtíðarinnar - Megawatt Charging System tengið (MCS).  Áhrif orkuskipta á leiðarkerfi flutningabíla.  Áhugaverðar lausnir erlendis (t.d. WattEV). 10:15 KAFFIHLÉ 10:45 Hugleiðingar um orkuskiptin, kröfur og hindranir Guðmundur Oddgeirsson, Hagar hf.  Takmarkanir á farmþunga.  Lausnir sem verða í boði vegna kælingar farmrýmis og vörulyfta í farmrými.  Hleðslustæði í heimahöfn rekstraraðila, afl heimtauga og hleðslutími.  Kostnaðarmunur olíu vs. rafmagns að meðtöldum afskriftartíma. 11:00 Orkuskipti vöruflutninga við erfiðar aðstæður Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma ehf. 11:10 Ný kynslóð sjálfkeyrandi og rafdrifinna vöruflutningabíla, fjarfyrirlestur Per-Olof Arnas, Senior Logistics Strategist, Einride AB, Svíþjóð.  Digital, electric & autonomous - The future of Freight Gunnar Stefánsson prófessor verður með inngangsorð. 11:45 Áætlanir verða að veruleika Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. Rafknúnir 16-44 tonna vörubílar fyrir orkuskipti í þungaflutningum. Leiðtogar í orkuskiptum kaupa 23 rafknúna Volvo vörubíla. 12:00 Aðkoma Orkusjóðs að orkuskiptum í vöruflutningum Ragnar K. Ásmundsson, verkefnisstjóri - Orkusjóður og orkuverkefni. ORKUSK TI Í VÖRUFLUTNINGUM Eru rafknúin flutningatæki raunhæfur kostur fyrir sjó- og landf utninga? Haustráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands Grand Hótel, þriðjudaginn, 18. október 2022 - Salur: Gullteigur Fundarstjóri: Thomas Mölle , ráð jafi og stjó narmaður í Rarik 08:45 Opnun ráðstefnu. 09:00 Orkuskipti í vöruflutningum á landi og á sjó Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Framsöguerindi um orkuskipti í vöruflutningum. 09:20 Hvernig getum við stutt við orkuskipti í vöruflutningum? Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður Orkusviðs N1. Helstu áskoranir við uppbyggingu þjónustu við rafdrifna vöruflutninga. 09:35 Orkuskipti atvinnutækja Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri VETNIS Iceland ehf. Nýting á grænu vetni á stór flutningatæki á Íslandi. 09:55 Hleðslulausnir fyrir stærri ökutæki í nútíð og framtíð Hjalti Sigmundsson, RST Net ehf. • Um RST Net/Orkuhlöðuna og orkuskiptaverkefni sem við erum að vinna í. • Hleðslulausnir framtíðarinnar - Megawatt Charging System tengið (MCS). • Áhrif orkuskipta á leiðarkerfi flutningabíla. • Áhugaverðar lausnir erlendis (t.d. WattEV). 10:15 KAFFIHLÉ 10:45 Hugleiðingar um orkuskiptin, kröfur og hindranir Guðmundur Oddgeirsson, Hagar hf. • Takmarkanir á farmþunga. • Lausnir sem verða í boði vegna kælingar farmrýmis og vörulyfta í farmrými. • Hleðslustæði í heimahöfn rekstraraðila, afl heimtauga og hleðslutími. • Kostnaðarmunur olíu vs. rafmagns að meðtöldum afskriftartíma. 11:00 Orkuskipti vöruflutninga við erfiðar aðstæður Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma ehf. 11:10 Ný kynslóð sjálfkeyrandi og rafdrifinna vöruflutningabíla, fjarfyrirlestur Per-Olof Arnas, Senior Logistics Strategist, Einride AB, Svíþjóð. • Digital, electric & autonomous - The uture of Freight Gunnar Stefánsson prófessor verður með inngangsorð. 11:45 Áætlanir verða að veruleika Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. Rafknúnir 16-44 tonna vörubílar fyrir orkuskipti í þungaflutningum. Leiðtogar í orkuskiptum kaupa 23 rafknúna Volvo vörubíla. 12:00 Aðkoma Orkusjóðs að orkuskiptum í vöruflutningum Ragnar K. Ásmundsson, verkefnisstjóri - Orkusjóður og orkuverkefni. FÖSTUDAGUR 14. október 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.