Fréttablaðið - 18.10.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 18.10.2022, Síða 1
2 3 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 2 Góð tónlist á Hálendishátíð Geómetría í Gerðarsafni Lífið ➤ 16Menning ➤ 14 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is Multivan T7 eHybrid 7 manna fjölskyldubíll Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali 520 9595 Við styrkjum Bleiku slaufuna Engin tillaga hefur verið lögð fram um móttökubúðir fyrir flóttafólk. Félags- og vinnu- markaðsráðherra segir slíkar búðir hvorki vera á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar né ráðu- neytisins. helenaros@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Móttökubúðir fyrir umsækjendur um vernd líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur talað um undanfarna daga er ekki stefna ríkisstjórnarinnar, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Engin tillaga um slíkt hafi verið lögð fram. „Þannig að ég lít á þetta sem póli tískar skoðanir. Þeim er auð- vitað algjörlega frjálst að hafa sínar pólitísku skoðanir en þetta er ekki stefna mín sem ráðherra sem fer með þjónustu við f lótta- fólk og þetta er ekki stefna ríkis- stjórnarinnar,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að enginn rök- stuðningur hafi enn sem komið er fylgt hugmyndinni. Jón hefur sagt algjört stjórn- leysi ríkja hér á landi vegna aukins fjölda umsækjenda um vernd og að við því þurfi að bregðast en Guð- mundur Ingi er ekki sammála. „Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvar þetta stjórnleysi er og þess vegna finnst mér umræðan svolítið absúrd. Mér finnst hálf hjá- kátlegt að halda þessu fram þegar mörg önnur ríki standa frammi fyrir mun stærri áskorunum en við,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórn- leysið sem Jón tali um tilheyri ekki þeim hluta málaf lokksins sem hann stýri. „En ráðherra verður náttúrulega sjálfur að svara fyrir það hvort það sé í þeim hluta sem hann stýrir.“ Guðmundur Ingi segir ráðu- neytið og Vinnumálastofnun ekki sjá þörfina fyrir sérstakar mót- tökubúðir. Hann sjái frekar ókosti við slíkar búðir en kosti. Aðspurður hvort þeir Jón hafi rætt saman um hugmyndina segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. „Hann hefur ekki komið fram með neinar til- lögur svo hægt sé að ræða þetta á einhverjum slíkum grundvelli.“ Aðspurður hvort ummæli Jóns hafi komið á óvart segist Guð- mundur Ingi ekki viðkvæmur fyrir því að aðrir ráðherrar hafi skoðanir á þeim málaflokkum sem tilheyri honum. „Ég vil bara undirstrika að þetta er ekki mín skoðun,“ segir Guðmundur Ingi en hann er ekki viss um að móttökubúðir á Suður- nesjum líkt og Jón hefur mælt fyrir sé góð hugmynd. Aðspurður hvort frumvarp eða lagabreytingar séu í farvatninu, sem varði móttöku umsækjenda um vernd, segir Guðmundur Ingi ráðuneytið vera að hefja stefnu- mótun í mjög víðtæku samráði þar sem litið er sérstaklega til aðlögun- ar og inngildingar innflytjenda. Þá sé verið að skoða lög og framfylgd laga á hinum Norðurlöndunum um móttöku og aðlögun innf lytj- enda. Þegar nánari greining liggur fyrir muni hann taka ákvörðun um framhaldið. n Móttökubúðir ekki stefna ríkisstjórnarinnar En ráðherra verður náttúrulega sjálfur að svara fyrir það hvort það sé í þeim hluta sem hann stýrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra Afar fallegt veður var í gær á höfuðborgarsvæðinu, lygnt og stillt. Við ærslabelginn við Ægisíðuna gátu krakkar farið úr skónum og sýnt listir sínar svo eftir var tekið, á sokkaleistunum einum saman. Heljarstökk, handahlaup og hlátrasköll heyrðust um Seltjarnarnesið enda fátt betra en að fá útrás á ærslabelg – sérstaklega í logni og blíðu. Þá skiptir hitastigið engu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.