Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 2
Sumarauki í golfinu
Þótt aðeins séu fimm dagar í að nóvember gangi í garð er enn sumarlegt um að litast á Korpúlfsstaðavelli og kylfingar stunda áfram íþrótt sína. Er útsendara
Fréttablaðsins bar að garði fékk hann upplýst að um liðna helgi hafi fjölmargir leikið golf þar á vellinum, nánast sem um sumar væri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
HEILSA Mikið er um öndunarfæra-
sýkingar og aðrar umgangspestir
að sögn Óskars Reykdalssonar,
forstjóra Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins. „Þetta gerist oft þegar
það hefur verið lítið um sýkingar
einn veturinn, þá verður meira
veturinn á eftir,“ segir hann.
Þar vísar Óskar til þess að lítið
hefur verið um umgangspestir
síðan Covid-faraldurinn hófst,
hann segist eiga von á því að vet-
urinn fram undan verði „svolítill
pestarvetur“.
„Mest eru þetta almennar önd-
unarfærasýkingar en það má gera
ráð fyrir því að einhver þeirra sem
eru veik heima séu með Covid. Það
eru nokkrir inniliggjandi á sjúkra-
húsinu núna með Covid og það
gefur alltaf til kynna að margfalt
f leiri séu smitaðir,“ segir Óskar.
Þá segir hann að „vetrarælu-
pestin“ sé komin en að samkvæmt
hans bestu vitund hafi ekki greinst
tilfelli inflúensu á heilsugæslunni.
Hann hvetji þó sem f lesta til að
þiggja bólusetningu gegn inf lú-
ensu.
„Sérstaklega þau sem hafa náð 60
ára aldri og þau sem eru með undir-
liggjandi sjúkdóma, en það er gagn
í því fyrir alla að sleppa við að fá
inflúensu,“ segir Óskar. n
Vetrarælupestin og aðrar pestir mættar
Óskar Reykdals-
son, forstjóri
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins
Meistararitgerð Eddu Björg-
vinsdóttur um húmor er nú
aðgengileg á skemman.is. Þar
stiklar hún á stóru um húmor
og ræðir við fjölda fólks sem
notar húmor í sinni stjórnun.
benediktboas@frettabladid.is
MENNTUN Ritgerð Eddu Björgvins-
dóttur, Húmor í stjórnun, er nú
aðgengileg á Skemmunni.
Í ritgerðinni fer Edda um víðan
völl varðandi húmor. Allt frá teg-
undum húmors, hvað húmor þýðir
og yfir í húmor sem stjórntæki á
öllum stjórnunarstigum.
Edda ræddi um húmor við fjóra
forkólfa í atvinnulífinu sem eru ekki
þekktir fyrir að stýra miklum húm-
orsstofnunum.
Ræddi Edda við Bjarna Ármanns-
son sem var á þeim tíma, er rann-
sóknin fór fram, einn af valdamestu
forkólfum atvinnulífsins á Íslandi og
Svöfu Grönfeldt, þáverandi rektor
Háskólans í Reykjavík, en Eddu
barst til eyrna að Svava væri orðlögð
fyrir að beita húmor í starfi sínu sem
rektor. Einnig ræddi Edda við Frið-
rik Sophusson þáverandi forstjóra
Landsvirkjunar. Lék henni sérstök
forvitni á að kanna hvort stjórnandi
fyrirtækis sem sætir jafnan mikilli
gagnrýni og ásökunum um nátt-
úruspjöll og annað tilheyrandi, hefði
tileinkað sér meðvitaða stefnu til að
létta andrúmsloft meðal starfsfólks.
Að lokum ræddi Edda við Sól-
veigu Pétursdóttur sem þá var forseti
Alþingis en Edda segir að það síð-
asta sem komi upp í huga varðandi
húmor í stjórnun sé þetta virðulega
hlutverk á Alþingi.
„Ég ákvað að ráðast á garðinn þar
sem hann er hæstur,“ segir Edda
sem nýtir ritgerðina í fyrirlestra um
húmor sem geti verið bæði skemmti-
legur og meiðandi.
„Húmor er svo stórkostlega mikil-
Húmorspeningurinn hefur
tvær mismunandi hliðar
Saga úr ritgerðinni: Gott
að geta gert grín að sér
sjálfum
Davíð Oddsson gerði óspart
grín að sjálfum sér og notaði
það sem stjórnmálamaður
til að öðlast traust og nálgast
fólk. Hann segir t.d. öllum
sem heyra vilja að hann hafði
eitt sinn verið að heimsækja
frystihús; og var klæddur
upp með hárnet og í bláan
galla og stígvél til að ganga
um verksmiðjuna þar sem
starfsfólkið var að vinna og
allir með heyrnartól, flestir
litu upp og kinkuðu kolli til
gestanna og þegar Davíð var
að fara út úr salnum, mikill
hávaði í vélum, þá heyrði
hann eina konuna kalla: „Er
hún ný þessi feita pólska
með krullaða hárið, sem er
með verkstjóranum?“
Edda Björgvinsdóttir skoðaði húmorinn frá ýmsum hliðum. Bæði hvað hann
er gagnlegur en einnig skaðlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
vægur. Þegar einhver áföll dynja
yfir eða maður gerir sig að fífli eða
mistekst þá er húmorinn það sem
hjálpar manni að sættast við það
sem maður fær ekki breytt,“ segir
Edda. Þannig sé húmor öflugt tæki til
að sættast við lífið og hluti í hennar
eigin fari og annarra.
„Svo er húmor líka dásamlegt
tæki í sambandi við vináttu. Húmor
er mikill grundvöllur vináttu. Ef
maður getur ekki hlegið með fólki
þá á maður lítið sameiginlegt með
því,“ segir Edda.
Hin hliðin sé skaðsemi húmors
sem birtist í einelti og baktali.
„Húmor getur verið mjög meið-
andi. Það er hægt að rífa manneskju
niður og nánast í tætlur með húmor
sem er erfitt að höndla. Einelti í
formi húmors er erfitt að höndla.
Fólk heldur stundum að það megi
vaða yfir allt og alla með sínum and-
styggilega húmor,“ segir Edda.
Best sé þó að geta gert grín að sjálf-
um sér. Það sé mjög mikilvægt. Lesa
má lesa ritgerð Eddu á skemman.is. n
kristinnpall@frettabladid.is
SKÁK Verðlaunaféð sem keppt er
um á Heimsmeistaramótinu í Fisc-
her-slembiskák sem stendur yfir í
Reykjavík, fjögur hundruð þúsund
Bandaríkjadollarar, jafnvirði um 57
milljóna króna, kemur frá ýmsum
innlendum og erlendum aðilum.
„Verðlaunaféð kemur frá styrkt-
araðilum sem eru að hjálpa okkur
við að greiða þetta,“ segir Gunnar
Björnsson, formaður Skáksambands
Íslands.
Þetta er í annað sinn sem keppt er
á Heimsmeistaramótinu í Fischer-
skák. Mótinu lýkur á sunnudag og
fær sigurvegarinn jafnvirði rúmlega
21,5 milljóna króna í sinn hlut.
„Ríkið og borgin eru meðal styrkt-
araðila mótsins en láta ekki af hendi
pening sem fer í verðlaunaféð sjálft.
Þau styrkja mótið á annan hátt.“ n
Skákmilljónirnar
úr ýmsum áttum
Magnus Carlsson keppir nú á HM í
slembiskák í Reykjavík.
2 Fréttir 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ