Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 20
Það er líka gaman að sjá hvað hrekkjavakan er orðin stór hérna heima og líka góð ástæða fyrir full- orðna að klæða sig upp í búning. Tinna Björt Hrekkjavakan er á mánu- dag, 31. október. Vinsældir hennar hafa aukist jafnt og þétt hér á landi. Margir eru þegar byrjaðir að undirbúa hrekkjavökuna, bæði með ógurlegum skreytingum og kræsingum og loks með því að fara í ógnvekjandi gervi sem óvættir, skrímsli eða önnur hræðileg fyrirbæri sem eiga sér fyrirmynd. sjofn@frettabladid.is Vinkonurnar Tinna Björt Guð- jónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Provision og leikkona, og Telma Haraldsdóttir skjalavörður elska hrekkjavökuna og eru þegar byrjaðar að undirbúa herlegheitin. Þær klæða sig upp í ákveðin gervi sem heilla þær og ganga skrefinu lengra með því að mynda gervin í því umhverfi sem þau eiga heima í. Metnaðurinn er í fyrirrúmi og ekki gefinn neinn afsláttur af búning- unum. „Við höfum alltaf elskað Hrekkjavökuna og haldið upp á hana. Áhuginn hefur aukist í gegnum árin. En seinustu tvö árin höfum við tekið hrekkja- vökuna upp á hærra plan. Við leggjum meiri vinnu í gervin og í myndatökurnar sem verða stærri og stærri með hverju árinu. Við höfum líka fjárfest í góðum ljósum og góðri myndavél,“ segja þær Tinna og Telma. Myndasyrpur úr bíómyndum „Við eigum okkar uppáhalds hrekkjavökubíómyndir og -hefðir, sem dæmi horfum við alltaf á þessar klassísku bíómyndir: Hoc- kus Pockus, Halloween, The Night before Christmas, Beetlejuice og ekki má gleyma okkar uppáhalds mynd Death becomes her, en við erum svo miklir aðdáendur að við urðum að búa til myndatöku- þema úr myndinni,“ segir Tinna sem þekkir vel að vera í Bandaríkj- unum á hrekkjavökunni. „Ég bjó í L.A. á sínum tíma og það var ótrú- lega gaman að upplifa hrekkjavök- una þar. Það er líka gaman að sjá hvað hrekkjavakan er orðin stór hérna heima og líka góð ástæða fyrir fullorðna til að klæða sig upp í búning,“ segir Tinna sem er orðin mjög spennt fyrir komandi helgi. Þegar kemur að myndatökunni hjá þeim vinkonum segjast þær fá innblásturinn víða. „Innblástur- inn kemur frá mörgum stöðum eins og bíómyndum, auglýsingum, ljósmyndum og málverkum. Við höfum verið hrifnar af vampíru- þema en fyrir tveimur árum vorum við með Stepford Wives í bakstri, í fyrra var það 17. aldar frúr í teboði og í ár er það Peaky Blinders á rakarastofu. Við erum svo heppnar að Gaui litli, Guðjón Sigmundsson, á Her- námssetrinu á Hlöðum hefur leyft okkur að koma og taka myndir enda er nóg af munum sem hægt er að nota þar,“ segir Telma og bætir við að þar sé frábær aðstaða fyrir myndatökur. „Að setja upp svona myndatöku er rosa vinna. Við byrjum á undirbúningsvinnu löngu áður en við tökum sjálfar myndirnar. Vanalega búum við til „mood board“ og setjum inn hug- myndir. Þetta er frekar langt ferli hjá okkur og það geta alveg liðið sex mánuðir frá því að hugmynd kemur og þar til við erum komnar í búninga að taka myndir. Ferlið sjálft er mjög skemmtilegt. Við erum duglegar að hittast og kasta fram alls konar hugmyndum sem eru misgóðar,“ segir Tinna. „Við leggjum mikið upp úr að hafa myndirnar lifandi og skemmtilegar. Þetta er meira en bara að „pósa“, það er eitthvað sem gerist í sjálfri myndatökunni. Búningarnir, förðunin og leikmun- irnir gera það að verkum að við getum leikið okkur. Það skiptir okkur miklu máli að myndirnar séu persónulegar og að við getum skapað stemningu. Við eyðum líka miklum tíma í uppsetningu og söguna. Okkur langar að búa til sögu með litlum smáatriðum. Allir munir og hlutir sem sjást eru vel útpældir. Allt frá blóðinu í bollunum til blóðugra augna í kökukremi.“ Gervineglur sem vampírutennur Þegar kemur að því að finna búninga, leikmuni og annað sem til þarf fyrir myndatökurnar og ná gervinu alla leið, reyna þær stöllur að nota það sem þær eiga. „Við erum líka duglegar að skoða vefverslanir. Við erum mjög með- Elska að klæða sig upp og fara í hrekkjavökuleik Í staðinn fyrir kampavín er boðið upp á heitt blóð hjá Stepford Wives, Tinna Björt tekur hlutverk sitt mjög alvar- lega og lifir sig inn í það. Peaky Blinders rakarastofan er alltaf opin. Frúin skilur ekkert kjöt eftir á bein- unum. MYNDIR/TINNA OG TELMA vitaðar um að reyna að endurnýta og við höfum nokkrum sinnum gripið í límbyssuna. Förðunin spil- ar líka stórt hlutverk. Eins og fyrir hrekkjavökumyndirnar höfum við sem dæmi notað gervineglur sem vampírutennur en Telma kom með þessa sniðugu hugmynd,“ segir Tinna. Litalinsurnar sem Tinna er með gera mikið fyrir heildar- útlitið. „Við eigum líka mörg góð móment með vampírutennurnar en það er ekki ekki hægt að tala með þær, né drekka, né borða,“ segja vinkonurnar og skella upp úr. „Okkur finnst þetta mjög skemmtileg og í þessum sam- félagsmiðlaheimi þar sem allt þarf að vera svo flott og fullkomið finnst okkur gaman að vera pínu öðruvísi. Við erum það manískar í þessu að við erum nú þegar byrj- aðar að plana jólamyndatökuna og það er spennandi samstarf í vændum,“ segja þessar lífsglöðu vinkonur að lokum. Hægt er að fylgjast með þeim Tinnu og Telmu á Instagram- reikningum þeirra, @tinnabg og @ telmahar. n 4 kynningarblað A L LT 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.