Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 22
Á umhverfisdegi Kven- félagasambands Íslands um síðustu helgi var gestum kennt að endurnýta textíl og vinna að minniháttar fata- viðgerðum. starri@frettabladid.is Umhverfisdagur Kvenfélagasam- bands Íslands var haldinn á Hall- veigarstöðum um síðustu helgi en þema dagsins var „Endurnýting á textíl“. Jenný Jóakimsdóttir, umsjónar- kona verkefnisins, var hæstánægð með daginn. „Með okkur voru miklir snillingar sem sýndu hvað margt er hægt að gera til að endur- nýta textíl sem var jú markmiðið með deginum. Svo skapaðist mjög skemmtilegt samtal meðal þeirra sem voru þarna með okkur. Við- burðurinn var því afar hvetjandi fyrir alla, bæði gesti og þær sem sýndu með okkur.“ Meðal þeirra sem leiðbeindu gestum um endurnýtingu á textíl voru Sigríður Júlía Bjarnadóttir, kennari og myndlistarmaður, sem mætti með fatnað sem hún hannar upp úr endurnýttu efni, Ólöf Svein- hildur sem hannar og framleiðir poka og töskur úr endurnýttum textíl og Ingunn Hróðný sem sýndi hvernig hún endurnýtir galla- buxur og saumar til dæmis svuntur, pottaleppa og töskur. Einnig voru á staðnum Sigríður Tryggvadóttir sem setti upp örvinnustofu í fata- breytingum og sýndi gestum hvað hægt er að gera til að breyta flíkum á skemmtilegan hátt, Hafdís Bjarna- dóttir sem hefur verið að spinna band úr garnafgöngum í nokkur ár og Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í textíl og hönnun, sem kynnti bækurnar sem hún hefur gefið út um textíl, sjálfbærni og saumaskap. Nýtum flíkurnar lengur Jenný segir mikla þörf á að kenna fólki minniháttar fataviðgerðir og hvernig hægt sé að endurnýta textíl. „Í dag nýtum við flíkurnar okkar mikið minna en við gerðum áður. Áætlað er að fjölda skipta sem flík er notuð fyrir förgun hafi fækkað um 36% að meðaltali á heimsvísu á síðustu tveimur áratugum. Með verkefninu okkar „Vitundarvakn- Þarf bara hugrekki og hugmyndaflug Jenný Jóakimsdóttir var umsjónar- kona verkefnisins „Endurnýting á textíl“ á umhverfisdegi Kvenfélaga- sambands Íslands. MYND/SILLA PÁLS Hafdís Bjarna- dóttir sýndi gestum hvernig hún kembir og spinnur nýtt hespugarn úr garnafgöngum. Gallabuxur bíða endurnýtingar í pottaleppa, töskur og svuntur. Pokar og töskur úr endurnýttum textíl, t.d. gallabuxum og gardínum. Taska frá Ingunni Hróðný Guðjóns- dóttur sem hannar úr endurnýttu gallaefni undir „Made by Hróðný“ Hér er hannað upp úr gömlum flíkum eins og karlmanna- jakkafötum, gallabuxum og karlmanns- skyrtum. Efniviður skyrtunnar var karlmannsskyrtur. Ermalíningar er gerðar úr krögum tveggja skyrtna og ókláruð kross- saumsmynd fékk nýtt hlutverk sem skraut á bakinu. MYNDIR/AÐSENDAR ing um fatasóun“ viljum við minna á að viðgerð er ein besta leiðin til að gera fataskápana okkar sjálf- bærari.“ Með viðgerðum erum við að vinna með það sem við eigum nú þegar, bætir hún við. „Með því að laga og gera við fatnaðinn erum við að tryggja að við getum nýtt flíkurnar lengur og hægjum þannig á því hversu mikils við neytum og tryggjum að minna fari til spillis. Það þarf ekki endilega mikla kunn- áttu í saumaskap til að gera við og breyta. Markmið okkar er að fá fólk til að hugsa aðeins áður en það losar sig við flíkina og endurvekja nýtni fyrri kynslóða sem virðist því miður hafa gleymst að miklu leyti.“ Hvatning til að halda áfram Hún segir berlega hafa komið í ljós um helgina að það megi endurnýta allan textíl. „Þær sem sýndu um helgina sönnuðu það svo sannar- lega. Það er ekkert sem ætti að stoppa okkur þar. Flíkurnar sem við sáum um helgina báru flestar með sér mikla hugmyndaauðgi þar sem ýmsum tegundum af textíl var blandað saman, þær voru litríkar og skemmtilegar. Það sem þarf er ein- faldlega hugrekki og hugmynda- flug og það efni sem ekki er hægt að nýta í nýja flík getur orðið svo margt annað nýtilegt.“ Viðtökurnar voru svo góðar um helgina að hópurinn er strax farinn að velta fyrir sér næsta viðburði. „Það er ekki komin dagsetning á næsta viðburð en eftir laugardag- inn fengum við mikla hvatningu til að gera eitthvað svipað aftur. Þetta var í fjórða sinn sem við hjá Kven- félagasambandi Íslands erum með svona umhverfisdag og í fyrsta sinn eftir Covid og það var greinilegt að fólk er spennt að mæta aftur til okkar hér á Hallveigarstaði.“ n S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS 20% afsláttur af völdum vörum 27. okt. - 2. nóv. Vetrarfjör 6 kynningarblað A L LT 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.