Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 14
„Reglulega koma í fjölmiðlum sögur
af skelfilegum eineltismálum. Ein-
elti sem jafnvel hefur fengið að þríf-
ast árum saman. Að baki þeim eru
einstaklingar, fjölskyldur og heilu
samfélögin sem þjást. Menn finna
til vanmáttar og mörgum finnst
lítið sem ekkert gert til að rétta
hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega
rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjöl-
miðla, einelti í skóla í Reykjavík og
líkamsárás.“
Þessi setning birtist í grein frá
undirritaðri árið 2016 og nokkrar
sambærilegar greinar hafa verið
ritaðar frá þeim tíma. Enn og aftur
koma í fjölmiðlum sögur af skelfi-
legum eineltismálum og eina
breytingin er sú að um annan skóla
og sveitarfélag er að ræða. Enn og
aftur sendum við hjá Barnaheillum
frá okkur pistla og ályktanir í kjölfar
slíkra atburða.
Árið 2016 bauðst öllum leikskól-
um landsins að taka þátt í Vináttu
– forvarnaverkefni Barnaheilla gegn
einelti og síðar öllum grunnskólum
og frístundaheimilum að gera slíkt
hið sama. Dæmin og rannsóknir
sýna að í þeim skólum sem hafa
unnið skipulega með Vináttu hefur
samkennd barna og félagsfærni
aukist, samskiptin einkennast af
meira umburðarlyndi og virðingu
fyrir margbreytileikanum og skóla-
bragurinn er betri. Vinátta þjálfar
jafnframt börn í að setja sér mörk
og styðja félaga sína og verja. Með
Vináttu er lögð áhersla á að skapa
ekki jarðveg fyrir einelti og að fyrir-
byggja.
Vinátta er fyrir börn frá því þau
hefja nám í leikskóla og til 10 ára
aldurs eða jafnvel lengur. Í Vináttu
er lögð áhersla á samstarf við for-
eldra og að starfsfólk skóla skoði
eigin viðhorf og samskipti við
nemendur og samstarfsfólk. Þeir
fullorðnu eru fyrirmyndir barna í
orði og verki.
Einelti er félagslegt, samskipta-
legt og menningarlegt mein en ekki
einstaklingsbundinn vandi. Því þarf
ávallt að vinna með hópinn sem
heild. Vinna þarf með samskipta-
mynstur, aðstæður og menningu
í hópnum. Einelti getur þróast út
frá aðstæðum sem í f ljótu bragði
virðast saklausar, eins og að skilja
út undan í leik eða vilja ekki leiða
einhvern í gönguferðum. Þegar
tekist er á við þannig aðstæður er
mikilvægt að tryggja að allir komi
út úr aðstæðum á jafningjagrunni.
Þegar einelti hefur fengið að þrífast
í langan tíma þarf aðstoðin að vera
í samræmi við það.
Mörg börn hafa fengið að kynnast
Vináttu og bangsanum Blæ alla sína
leikskólagöngu og Vinátta og Blær
jafnvel fylgt þeim í grunnskólann
en í mörgum hverfum er bæði unnið
með Vináttu í leik- og grunnskóla og
jafnvel samstarf þar á milli. Það er
því dágóður hópur barna sem hefur
verið vel nestaður með gildum Vin-
áttu enda taka 65% leikskóla lands-
ins og 30% grunnskóla þátt.
Ég á mér þá ósk að ég þurfi ekki að
endurrita þennan pistil aftur eftir
sex ár. Enn fremur á ég mér þá ósk
að samfélagið okkar verði komið
lengra í forvörnum gegn einelti og
of beldi og að börnin okkar sýni
samkennd, umhyggju og virðingu
í öllum samskiptum. Þau eiga það
öll skilið. Vinátta getur hjálpað til
við að það verði að veruleika. Ég
vil hvetja alla skóla til að kynna sér
Vináttu og taka þátt. n
Enn og aftur einelti
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
verkefnastjóri hjá
Barnaheillum
Einelti er félagslegt,
samskiptalegt og
menningarlegt mein
en ekki einstaklings-
bundinn vandi. Því
þarf ávallt að vinna
með hópinn sem heild.
Fordómar gagnvart fólki með fíkn-
sjúkdóm eru engin nýlunda. Sama
á oft við gagnvart þeim sem sinna
fólki með fíknsjúkdóm. Þessir
fordómar mættu gjarnan láta sig
hverfa, enda engin innistæða fyrir
þeim.
Hér á landi er áfengis- og vímu-
efnafíkn skilgreindur sjúkdómur
sem er meðhöndlaður í heilbrigðis-
kerfinu. Afleiðingar þessa sjúkdóms
eru gríðarlegar, jafnt á líkamlega
heilsu, geðheilsu og félagslega stöðu.
Nauðsynlegt er að sinna afleiðing-
um hans á öllum sviðum, faglega og
af mannúð, en það er þó ekki nóg;
meðhöndla þarf einnig sjúkdóminn
sjálfan.
Áhrifaríkast er að grípa inn í
þróun fíkniröskunar snemma, þótt
meðferð á öllum stigum skili líka
árangri. Nota þarf gagnreyndar leið-
ir sem skila þeim árangri að glæða
áhuga, auka innsæi og minnka líkur
á bakslagi í neyslu. Gagnreynd með-
ferð veitt af fagfólki skilar mestum
ávinningi fyrir bata. Áhugahvetj-
andi samtalsmeðferð er öflug leið til
að styðja fólk til breyttrar hegðunar
og færniþjálfun í bakslagsvörnum
veitir fólki tækifæri til betra lífs.
Raunverulegur heilbrigðisvandi
Að neyta áfengis- eða annarra
vímuefna er ekki fíkniröskun eða
fíknsjúkdómur. Til að greinast með
fíkniröskun og fíknsjúkdóm þarf að
uppfylla greiningarskilyrði sem eru
skilgreind innan læknisfræðinnar.
Fíknsjúkdómur er alvarlegasta form
fíkniröskunar. Þau sem koma á
sjúkrahúsið Vog hafa fíknsjúkdóm.
Fíknsjúkdómurinn er algengur.
Fordómar, hvort sem er hjá ein-
staklingum eða í kerfinu, geta spillt
fyrir aðgengi að meðferð. Meðferð
sparar fjármuni og eykur velferð,
samt er hún ekki fjármögnuð eins
og þörf er á.
Það er hægt að meðhöndla fíkn-
sjúkdóm og það er hægt að grípa
inní fíkniröskun á byrjunarstigum.
Þau sem leita til SÁÁ eru langflest
að óska aðstoðar við að koma sér
alveg út úr neyslu áfengis og ann-
arra vímuefna. Langflest vilja fá þá
hjálp sem vinnur gegn bakslagi í
neyslu að nýju.
Áfangar í batanum eru fjölmargir;
hver og einn þeirra er mikilvægur
og getur gefið viðkomandi betri
lífsgæði. Þeir sem eru veikir af
fíknsjúkdómi verða fyrir margvís-
legum skaða þar sem fíkn, afar sterk
löngun, heltekur og spillir fyrir lífi,
samskiptum, væntingum, afköstum
og áformum. Það er alvarlegt fyrir
viðkomandi og aðstandendur.
Góð, fagleg og fjölbreytt með-
ferð er gulls ígildi. Þannig viljum
við hafa það áfram hjá SÁÁ. Við
kappkostum að sinna þeim stóra
hópi sem til okkar leitar, með gagn-
reyndum aðferðum, af alúð, með
virðingu, af mannúð og með heil-
brigðisstarfsfólki.
Mikilvægast af öllu er að vinna
með þarfir skjólstæðinga að leiðar-
ljósi til að bæta þeirra hag. Horfum
ekki fram hjá því að fíkniröskun er
mjög algengur vandi og tímabært
fyrir yfirvöld að gefa í til að mæta
þörf fyrir þjónustu. Það er ekki
aðeins ávinningur sjúklingsins
heldur ekki síður fjölskyldu hans
og þjóðfélagsins alls. n
Áfram veginn – vinnum með lausnir í stað fordóma
Valgerður
Rúnarsdóttir
forstjóri Sjúkra-
hússins Vogs
Góð, fagleg og fjöl-
breytt meðferð er gulls
ígildi. Þannig viljum
við hafa það áfram hjá
SÁÁ.
Í vikunni var skýrt frá því að ávinn-
ingur Íslendinga af orkuskiptum
gæti numið allt að 1.400 milljörðum
króna á næstu áratugum. Þannig
túlka fjölmiðlar skýrslu verkfræði-
stofunnar Ef lu, sem kynnt var á
fundi í Hörpu (Efnahagsleg áhrif
orkuskipta, helstu niðurstöður
greiningar). Talan 1.400 milljarðar
er fengin úr svokallaðri margfeld-
isathugun. Útgjöld til orkuskipta
eru margfölduð með stuðli af
stærðargráðunni 2-2,5, til þess að
ná til afleiddra og óbeinna áhrifa.
Reyndar er rætt um verðmætasköp-
un en ekki ábata í þessu sambandi
í skýrslunni. Ábati er ekki mældur í
margfeldisathugunum.
Þessa stundina er alveg óljóst hver
ábati verður af orkuskiptum í fisk-
veiðum, samgöngum og f lutning-
um, enda er tæknin sem nýtt verður
við þau að miklu leyti óþekkt. Þess
vegna er ótímabært að líkja ábatan-
um við það þegar hitaveita var lögð
í borgina. Í margfeldisathugunum
er lagt mat á fyrirferð starfsemi í
hagkerfinu. Stundum er sagt að
þær sýni áhrif á landsframleiðslu,
en það er ekki alveg rétt. Um það
segir í skýrslu Hagfræðistofnunar
frá 2005 (nr. C05:04), sem vitnað er
til í skýrslu Eflu:
„Margfaldarar úr aðfanga-afurða-
greiningu eru oft mistúlkaðir í þá
veru að þeir gefi til kynna hversu
mikið framleiðsla eða atvinna
drægist saman ef atvinnugreinin
væri ekki til staðar. Augljóslega er
það ekki staðreyndin. Ef atvinnu-
greinin væri ekki til staðar myndi
hagkerfið þróast í aðra átt með ann-
arri nýtingu framleiðsluþátta.“
Vegna vandkvæða við að túlka
margfeldisathuganir hefur Hag-
fræðistofnun á seinni árum boðið
fram athuganir úr jafnvægislíkani,
þar sem greind eru áhrif þess á
landsframleiðslu í bráð og lengd að
tiltekin starfsemi hverfi úr hagkerf-
inu. Þessi aðferð sýnir líklega raun-
sannari mynd en margfeldisathug-
anir. En því miður vekur hún ekki
jafnmikla hrifningu, því að oftast
fást ekki jafnháar tölur þegar henni
er beitt. n
Tölur Eflu sýna ekki
ávinning af orkuskiptum
Sigurður
Jóhannesson
forstöðumaður
Hagfræðistofn-
unar Háskóla
Íslands
Reyndar er rætt um
verðmætasköpun
en ekki ábata í þessu
sambandi í skýrslunni.
Ábati er ekki mældur í
margfeldisathugunum.
Helstu fréttir úr ráðuneyti menn-
ingarmála eru að framlag til
íslenskra kvikmynda verði skorið
verulega niður. Ástæðan mun
vera sú að fyrirsjáanlegar eru háar
greiðslur til erlendra fyrirtækja sem
hingað koma til að nýta íslenska
tökustaði.
Þessu tvennu á ekki að rugla
saman. Endurgreiðslurnar til
erlendu fyrirtækjanna eru inn-
spýting til að örva viðskipta-
lífið. Stuðningur við íslenska kvik-
myndagerð er allt annað og mun
fjölþættara mál. Vissulega örvar sú
starfsemi atvinnulífið, en til við-
bótar kemur menningarlegt vægi
í samfélagi sem reiðir sig í vaxandi
mæli á myndmiðla. Frá morgni til
kvölds eru Íslendingar, rétt eins og
aðrir jarðarbúar, að horfa á lifandi
myndir og flestar eru þær á ensku.
Eðlileg mótspyrna felst í því að efla
framleiðslu á kvikmyndum þar sem
fólk talar móðurmálið.
Það kostar að vera menningar-
þjóð. Það kostar að halda úti Þjóð-
leikhúsi og Sinfóníuhljómsveit, við
gerum það samt og þykir sjálfsagt.
En kvikmyndagerðin er rekin með
öðrum hætti en ofangreindar stofn-
anir. Það er ekki auðvelt að skera
niður stóran hlut af rekstrarfé Þjóð-
leikhússins. Að skerða framlög til
Kvikmyndamiðstöðvar virðist hins
vegar einföld lausn á fjárhagsvanda
ráðuneytisins. Fyrir barðinu verða
að vísu fyrirtæki úti í bæ og lista-
menn á ýmsum sviðum, fólk sem
alltaf er í einhverju basli hvort sem er,
en hefur reyndar byggt upp atvinnu-
veg sem hagfræðingar hafa sýnt fram
á að sé þjóðhagslega hagkvæmur og
vel það. Og þar með má, sé öllu til
haga haldið, setja spurningarmerki
við kostnaðinn sem ríkið tekur á sig
af innlendri kvikmyndagerð. Væri
ekki nær að tala um fjárfestingu sem
borgar sig með tímanum?
Á sama tíma stígur formaður
Íslenskrar málnefndar fram með
vondar fréttir: íslenskan á í vök að
verjast gegn ágengni enskunnar.
Hann bendir einmitt á áhrifin af
amerísku afþreyingarefni.
Sjónvarpsstöðvarnar reyna eftir
megni að sinna íslenskri þátta-
gerð – og ekki bara af hugsjón: við-
skiptavinir þeirra vilja það. Íslenskt
sjónvarpsefni fær einfaldlega meira
áhorf en það erlenda. Jú, við skiljum
ensku ágætlega og sum okkar geta
jafnvel talað hana ljómandi vel, en
það ágæta tungumál kemur ekki í
stað móðurmálsins. Upp er runn-
inn sá tími að við verðum að leggja
verulega rækt við íslenskuna og
augljós leið til þess er að auka fram-
leiðslu á innlendum kvikmyndum
og sjónvarpsefni þar sem fjallað er
um líf okkar sem búum á þessari
eyju á okkar eigin tungumáli.
Þessi niðurskurður er boðaður
þegar íslensk kvikmyndagerð er
einmitt í talsverðri uppsveif lu.
Niðurskurðurinn væri skiljanlegur
ef greinin hefði ekki staðið undir
væntingum, en það er öðru nær. n
Skerðing
Ágúst
Guðmundsson
kvikmyndaleik-
stjóri
14 Skoðun 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ