Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 36
Félagsvísindin, eins og
stjórnmálin, eru ekki
ein rödd eða ein
ákveðin hugmynda-
fræði, í eða utan hyl-
dýpis.
Ég hef aldrei fundið
betri þerapíu á minni
ævi en að sitja fyrir
framan trönurnar.
Sigurður Mikael Jónsson
heldur sína fyrstu málverka-
sýningu í tilefni af Vöku-
dögum á Akranesi sem hefjast
í dag. Hann segir Akranes svo
miklu meira en bara boltabæ.
odduraevar@frettabladid.is
Skagamaðurinn Mikael, eins og
hann er alltaf kallaður, er nýfluttur
aftur á æskuslóðir sínar á Akranesi
og heldur sína fyrstu málverka-
sýningu frá og með föstudeginum
á dvalarheimilinu Höfða, í tilefni
af Vökudögum – menningarhátíð
Akraneskaupstaðar sem hefst í dag.
„Ég er nýfluttur aftur í heimabæ-
inn og var boðið að taka þátt í Vöku-
dögum og það er frábært að geta
komið sér á kortið hjá sveitungum
sínum, enda er ég nýliði í þessum
bransa,“ segir Mikael. Hann tók
fyrst upp pensla og striga árið 2018
í leit að hugarró eftir að hafa sökkt
sér í myndbönd frá hinum víðfræga
og róandi myndlistarmanni Bob
Ross.
Undanfarin tvö ár hefur hann
svo haldið úti Facebook-síðunni
SMJmyndir en aldrei sýnt mynd-
irnar sínar í raunheimum fyrr en
nú. „Ég hef margoft verið spurður
að því hvers vegna ég hafi ekki verið
með sýningu en ég hef bara aldrei
átt nógu margar myndir til að selja,
því þetta hefur bara verið áhugamál
og myndirnar selst jafnóðum svo ég
hef ekki verið sýningartækur þar til
nú,“ segir Mikael. Á sýningunni sem
verður opnuð á föstudag klukkan
17 munu Brynja Jóhannsdóttir og
Gerður Guðjónsdóttir einnig sýna
verk sín og síðast en ekki síst börn
á elstu deild leikskólans Garðasels,
sem munu sýna fjölbreytt listaverk
undir yfirskriftinni „Ég og umhverf-
ið mitt“.
„Vökudagar er sérlega skemmti-
legt konsept því Akranes er miklu
meira en bara boltabær. Næstu daga
mun drjúpa listfengi af hverju strái í
glæsilegri dagskrá í bænum, því við
eigum lygilegt magn af hæfileika-
fólki á öllum sviðum menningar og
lista hér á Akranesi, þó að við séum
kannski frægust fyrir fótboltann,“
segir Mikael léttur í bragði.
„Það er mjög stutt í menninguna
á Skaganum og þetta er frábær dag-
skrá sem vert er að kynna betur
fyrir öllum,“ segir Mikael og hvetur
alla til að kynna sér dagskrána á
skagalif.is. Sigurður Mikael hefur
sérhæft sig í landslagsmyndum. „Ég
leik mér að litum, ljósi og skugga og
verð hér með hátt í tíu verk sem ég
málaði flest sérstaklega fyrir þessa
sýningu. Þetta er kjörið tækifæri til
að eignast smá lit fyrir veturinn á
heimilið.“
Hann segir alla geta málað. „Ég
hef aldrei fundið betri þerapíu á
minni ævi en að sitja fyrir framan
trönurnar. Þetta er uppskeruhátíð
kvíðapúkans, maður skilar honum
frá sér í lit og gleði og líður miklu
betur fyrir vikið.“ n
Svo miklu meira en bara boltabær
Sigurður Mikael Jónsson ólst upp á Akranesi og er nú fluttur þangað aftur. Hann heldur nú sína fyrstu myndlistarsýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND
Eru félagsvísindin að sogast
niður í hyldýpi pólitískrar
rétthugsunar?
Ekki ein rödd í eða utan hyldýpis
Stefán Hrafn
Jónsson
forseti Félags
vísindasviðs HÍ
„Félagsvísindin
eins og þau eru
stunduð í vest-
rænum háskól-
um fjalla um mörg af sömu við-
fangsefnum og stjórnmálin enda
eiga vísindin og stjórnmálin það
sameiginlegt að þar ríkir sterkur
vilji til að bæta samfélagið,“
segir Stefán spurður út í ummæli
Brynjars Níelssonar í vikunni um
að félagsvísindi vestrænna há-
skóla séu að sogast niður í hyldýpi
pólitískrar rétthugsunar.
„Fólk rökræðir, á vettvangi bæði
vísinda og stjórnmála, hugmyndir,
aðferðir og hugmyndafræði en
greinir gjarnan á um hvaða leiðir
eru bestar til að bæta samfélagið
sem við búum í.
Á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu
félagsvísinda á Íslandi, sem hald-
inn er 27. og 28. október í Háskóla
Íslands eru 160 erindi sem 272
höfundar standa að baki auk þess
öfluga starfsfólks sem styður við
rannsóknarstarf í félagsvísindum.
Erindin á ráðstefnunni endur-
spegla hvað félagsvísindin eru
fjölbreytt og hvað það er óvarlegt
að nota alhæfingar um það fjöl-
breytta starf sem fer fram í þeim
fræðigreinum sem við flokkum
sem félagsvísindi. Félagsvísindin,
eins og stjórnmálin, eru ekki ein
rödd eða ein ákveðin hugmynda-
fræði, í eða utan hyldýpis.
Fræðasamfélagið er ekki að
lýsa skoðun sinni á ákveðnu
málefni heldur er það og verður
áfram mikilvægur vettvangur til
að leggja til og ræða fjölbreyttar
hugmyndir, sumar á jaðrinum og
sumar vissulega meira umdeildar
en aðrar enda er það eðli vísinda
að spyrja gagnrýninna spurninga
um eðli samfélagsins.“ n
n Lykilspurningin
SÍÐASTA FIMMTUDAG Í MÁNUÐI BJÓÐA
SÖFN OG SÝNINGARSTAÐIR Í MIÐBORGINNI
UPP Á LENGDAN OPNUNARTÍMA.
UPPLAGT TÆKIFÆRI TIL AÐ BREGÐA
SÉR AF BÆ OG NJÓTA MYNDLISTAR.
FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR!
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM OPNUNARTÍMA OG DAGSKRÁ Á
WWW.FIMMTUDAGURINNLANGI.IS
28 Lífið 27. október 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ