Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Dóttir mín missti nýverið afa sinn í móðurfjölskyldu eftir snarpa baráttu hans við krabbamein. Afi Biggi var afkomendum sínum harmdauði enda var hann sóma- maður sem elskaði fátt meira en fólkið sitt. Hafandi fylgst með og reynt að vera dóttur minni stuðningur hef ég sjálfur hugsað nokkuð um dauðann og kynni mín af honum. Hann er óumflýjanlegur hluti af lífinu og lengi átti ég sjálfur mjög erfitt með að sætta mig við hann. Það var fyrst þegar ég eignaðist sjálfur börn að ég gat sætt mig við tilvist hans og skilið. Því með hækkandi aldri teiknast hægt og rólega upp tilgangur lífsins fyrir manni. Við erum ekkert annað en hlekkir í þessari keðju þar sem eitt tekur við af öðru. Börn fæðast og við hin eldumst og á endanum deyjum. Að horfa á dauðann frá þessu sjónarhorni er fyrir mig eina leiðin til að geta skilið hann. Þetta hef ég reynt að skýra fyrir dóttur minni sem syrgir sárt mann sem gekk í það hlutverk að vera alltaf til staðar sem afi og vinur. Að hún geti verið þakklát fyrir allar fallegu minningarnar, allt það sem hann kenndi henni og allan tímann sem hann var til í að verja með henni. Að góðmennska og skilyrðislaus ást sé ein besta lexía sem nokkurt barn getur fengið. Þar sé grunnur lagður að góðu lífi og hún viti nú hvernig manneskja, mamma eða amma hún vill verða. Þrátt fyrir að við Birgir værum ekki lengur tengdir beinum fjöl- skylduböndum var milli okkar gagnkvæm virðing og væntum- þykja sem aðeins tveir menn sem elska sama barn geta skilið. Það var alltaf gaman að hitta hann og maður gekk iðulega brosandi í burt. Á svona stundum er ágætt að minna sig á að gott fólk lifir áfram þótt það deyi. n Tilgangur Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Allt fyrir hrekkjAvoku Úrval graskera STOREFACTORY ERU EINGÖNGU Í BREIDD OG Í VEFVERSLUN Skoða úrval Storefactory Skandínavísk hönnun í BYKO 43000011-12 Kvistholmen hvítur eða grár keramik kertastjaki fyrir fjögur kerti. 30x30x6cm Verð: 10.995

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.