Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.10.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Íslendingar geta ekki talið sig vera þjóð á meðal þjóða nema þeir bregðist við þessu ákalli fólks að utan. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Á sama tíma og íslenskt hagkerfi státar af einum mesta hagvexti í Evrópu og er í afar öfundsverðri stöðu beitir Seðlabankinn hörðum aðgerðum til að ná niður verðbólgu. Sú verðbólga byggir reyndar á þeirri mæliaðferð að íbúðaverð vegur þar þungt þrátt fyrir að um sé að ræða fjárfestingu, en ekki neyslu sem neysluverðsvísitalan á að mæla. Til er samræmd verðbólgumæling innan Evrópu, hvar leiguverð er hluti af mælingunni, en ekki kaup á húsnæði. Þar er verðbólga á Íslandi næstlægst og einungis Sviss býr við lægri verðbólgu innan EES. Aðgerðir bankans eru farnar að bíta verulega á íbúðamarkaðinn þar sem eftirspurn hefur verið langt umfram framboð meðal annars vegna fyrri aðgerða bankans. Kaupgeta almennings hefur með hertum lánareglum og hækkandi vöxtum verið skert en slíkt bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og efnalitlu. Þessar aðgerðir eru þó ef til vill skiljanlegar til að slá á eftirspurnarhliðina en á sama tíma bitna aðgerðir Seðlabankans einnig á framboðshliðinni þar sem verið er að herða veru- lega að fjárfestingavilja og -getu bankanna til að lána uppbyggingaraðilum til nýrra íbúðaverkefna. Það má því gera ráð fyrir því að fá slík verkefni fái fjármögnun næstu mánuði eða misseri. Áhrifin verða 6-12 mánuði að koma fram á meðan bankar og lánastofnanir eru að tæma gildandi lánalínur og fyrri lánsloforð, en hætt er við að fólki bregði í brún þegar líður fram á næsta ár og fáar nýjar íbúðir koma í framleiðslu. Þetta gerist á sama tíma og mikill og sár skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu samhliða fólks- fjölgun um tæp 20 þúsund síðastliðin 5 ár. Jafna má aðgerðum Seðlabankans við það að binda lok á sjóðandi pott. Aðgerðir bankans við- halda ójafnvægi á íbúðamarkaði og til lengri tíma munu þær ekki lækka húsnæðisverð, heldur þvert á móti valda meiri skorti sem mun leiða til enn meiri hækkana. Það er því ástæða til að spyrja hvort Seðlabankinn sé hér ekki bara að pissa í skóinn sinn, eða jafnvel míga í brunninn? n Migið í brunninn Runólfur Ágústsson framkvæmda- stjóri Til lengri tíma mun þetta ekki lækka hús- næðisverð, heldur þvert á móti valda meiri skorti sem mun leiða til enn meiri hækkana. benediktboas@frettabladid.is Lesa fyrir tjáningu Loksins, loksins á að taka á nagladekkjanotkun höfuð- borgarbúa. Engin ástæða er fyrir íbúa höfuðborgarinnar til að keyra á nagladekkjum. Hugsan- lega mögulega kannski þrisvar yfir veturinn. Og það eru þá bara þeir sem þurfa að mæta klukkan sex að morgni í vinnuna. Ef það snjóar er hvort sem er búið að moka vegina þegar klukkan slær átta. Það má ýmislegt segja um Reykjavík sem borg en það er vel staðið að mokstri og söltun. Landsbyggðarfólk hefur látið vel í sér heyra um yfirvofandi nagla- dekkjabann en það hefur trúlega ekki lesið alla fréttina – eitthvað sem flestir eiga að gera áður en vaðið er á lyklaborðið. Börnin gleðjast Það þarf að vera á nagladekkjum víðast hvar að vetrarlagi. Við búum jú á landi sem kallast Ísland. En höfuðborgin er snjó- laus nánast með öllu flesta daga ársins. Eðlilega fagna flestir þessu yfirvofandi banni en enginn eins og leikskólabörnin. Það hafa nefnilega komið dagar þar sem þau mega ekki fara út að leika þegar veður er gott. Ástæðan er bara nagladekk og svifryk. Og fyrir þá sem tuða og suða yfir að fá ekki að vera á nagladekkjun- um: það kostar 20 þúsund kall í Noregi að vera á fjórum negldum. Það er nú ekki mikill peningur. n MANNAMÁL FIMMTUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 Eitt er víst þegar horft er yfir heimskringluna að f lóttafólki mun fjölga til muna á næstu árum. Má heita að fram undan séu mestu fólksflutningar milli landa og álfa sem um getur frá heimsstyrjöld- unum tveimur á fyrri hluta síðustu aldar. Veldur þar mestu að hlýnun jarðar skilur eftir sig æ meiri eyðileggingu á akurlendi en áður hefur þekkst, einkanlega í þeim löndum sem eru fátækust fyrir, en þar fyrir utan er víða sótt að kvenfrelsi og mann- réttindum af meiri hörku en verið hefur um árabil. Fyrir einungis fimm árum bjuggu 80 milljónir manna við alvarlegt fæðuóöryggi. Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á jarðarbúum taldi hópurinn 135 milljónir. Eftir pestarósköpin var talan komin í 276 milljónir. Núna þegar átök geisa í Íran, Eþíópíu, Afganistan og Úkraínu er fjöldinn áætlaður 345 milljónir. Og á bak við þessar tölur er fólk sem þráir það heitast að geta brauðfætt sig og sína, í sæmilegum friði og öryggi frá herskáum öfgahópum sem hafa ímugust á lýðrétt- indum. „Við spyrjum fólk sem við þjónustum reglulega hvað því finnst um að flýja. Það vill það enginn,“ segir David Beasley, fram- kvæmdastjóri Matvælaáætlunar Samein- uðu þjóðanna, í nýlegu viðtali við Frétta- blaðið. „En það gerir það sem allir foreldrar gera til að bjarga lífi barna sinna. Þeir f lytja og verða f lóttamenn,“ bætir hann við og talar af víðtækri reynslu í þessum efnum. Og þarna er kjarni málsins fundinn. Fólk neyðist til að f lýja til að bjarga sér og sínum. „En ef það er matur og friður, þá fara þau ekki,“ segir Beasley enn fremur. Íslendingar geta ekki talið sig vera þjóð á meðal þjóða nema þeir bregðist við þessu ákalli fólks að utan. Það þarf vitaskuld að gera með skipulögðum hætti og á þann veg að samfélagið hér á landi ráði við verk- efnið. Það er stóra áskorunin – og snýst um sjálf bærni, að taka á móti jafn mörgum flóttamönnum í neyð og innviðir landsins leyfa. Það er báðum hópunum fyrir bestu, þeim sem koma og þeim sem fyrir eru. Það er aftur á móti pólitík hvort bæta eigi þessa innviði eða ekki, draga úr getunni til að hjálpa, eða auka við hana. Þar er nú farið að skilja á milli f lokka á Íslandi, jafnvel innan einnar og sömu ríkisstjórnar- innar. n Skilur á milli SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. október 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.