Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Page 2

Skessuhorn - 07.09.2022, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20222 Haustið byrjar vel þetta árið. Síð- ustu daga hefur verið blíðskapar- veður og lognið verið allsráðandi sem oft fylgir haustinu. Margir hafa tekið upp málningarpenslana og dyttað að húsum sínum, málað pallinn og ýmislegt annað. Þá hafa sumir nýtt góða veðrið til göngu- ferða til að hreinsa hugann, bæta þolið, fara á berjamó eða bara andað að sér fersku lofti. Börnin hafa einnig verið meira á ferðinni undanfarið og kannski gleymt sér aðeins of lengi í útileikjunum en það er allt í lagi stundum. Á fimmtudag má búast við suðlægri átt 3-8 m/s og bjart- viðri en 8-13 og rigningu vestast á landinu. Hiti 11 til 18 stig, hlýj- ast á Norðurlandi. Á föstudag er útlit fyrir suðaustan- og austan 5-13 m/s og rigningu en hægari vindi og bjart um landið norð- austan vert. Hiti 10 til 17 stig, hlýj- ast á Norðausturlandi. Á laugardag er gert ráð fyrir norðaustan 5-10. Bjartviðri um landið suðvestan- vert, en skýjað annars staðar og rigning öðru hvoru suðaustan- og austanlands. Hiti frá 7 stigum á Norðurlandi, upp í 17 stig suð- vestan til. Á sunnudag eru líkur á norðlægri eða breytilegri átt 3-8. Léttskýjað um landið vestanvert en skýjað austan til og lítilsháttar væta við ströndina. Kólnar heldur í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða kjöt finnst þér best?“ Langflestir eða 71% völdu lambakjöt, 12% sögðu nautakjöt, 7% sögðu villibráð, 5% sögðu fuglakjöt, 3% sögðust ekki borða kjöt og 2% völdu svínakjöt. Í næstu viku er spurt: Finnst þér þú heita fallegu nafni? Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi steig í síðustu viku fram og vakti athygli landsmanna á illri meðferð á hrossum. Telur hún eftirlitskerfið hafa brugðist seint og illa við ábendingum um aðbúnað þeirra. Fyrir það að vera sannur málsvari málleysingjanna er Steinunn Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni. Ljósmyndir úr réttum VESTURLAND: Septem­ ber, mánuður gangna og rétta, er genginn í garð. Skessuhorn vill hvetja fólk til að senda inn myndir úr réttum á netfangið skessu­ horn@skessuhorn.is og þær gætu þá birst í blaði okkar og/eða á vef á næstu vikum. -gbþ Breyttur úti- vistartími barna og unglinga LANDIÐ: Í býrjun mánaðar ins breyttist úti­ vistartími barna og ung­ linga yfir í vetrartíma. (1. september til 1. maí). Börn 12 ára og yngri mega lengst vera úti til klukkan 20. Börn 13 til 16 ára mega lengst vera úti til klukkan 22. Aldursmörk miðast við fæðingarár en ekki fæðingar­ dag sem þýðir að 1. janúar þess árs sem börn verða 13 eða 16 ára lengist útivistar­ tími. Foreldrar og forráða­ menn hafa fullan rétt til að stytta þessa tíma. Útivistar­ reglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum þegar börn 13­16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla,­ íþrótta­ eða æsku­ lýðssamkomu. -vaks Kosning hafin um fugl ársins Eftirtaldir fuglar keppa nú um að verma hæstu fugla­ þúfuna 2022: Auðnutitt­ lingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla. Hægt er að kynna sér fróðleiksmola um tegundirnar á vefsíð­ unni fuglarsins.is og kjósa þann fugl sem verðskuldar hæstan sess þetta árið. Til­ kynnt verður um Fugl ársins 2022 á Degi ísenskrar nátt­ úru, 16. september. Kosn­ ing stendur yfir frá 5.­12. septem ber á vefslóðinni: http://fuglarsins.is/kosning -mm Blóði safnað næsta þriðjudag AKRANES: Blóðbankabíll­ inn verður á ferðinni á Akra­ nesi í næstu viku, í fyrsta skipti eftir tveggja og hálfs árs stopp vegna Covid­19. Bíllinn verður við Stillholt á Akranesi þriðjudaginn 13. september frá kl. 10 til 17. Þangað er fólk hvatt til að mæta megi það gefa blóð. -mm Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Síðastliðinn fimmtudag, 1. septem­ ber, hófst nýtt kvótaár á Íslands­ miðum. Að þessu sinni hófust veiðarnar í skugga minni þorsk­ kvóta en á síðasta fiskveiðiári, en menn halda engu að síður til veiða. Þorskveiðikvótinn nú er tæp 209 þúsund tonn. Sjómenn í Ólafsvík voru á miðvikudaginn að undir­ búa báta sína undir sjósókn. Þeirra á meðal voru Höskuldur Árna­ son og Lárus Einarsson sem eru í áhöfn Sveinbjörns Jakobssonar SH í Ólafsvík. Þeir voru að mæla tógin ásamt skipsfélögum sínum, auk þess að taka kör og ís um borð fyrir næsta dag. Sjómenn vertíðarbáta skilja ekki þennan árlega niðurskurð hjá Haf­ rannsóknastofnun, ár eftir ár, og segja að það sé meira en nóg af fiski út um allan sjó og síst ástæða til að draga úr kvóta við þær aðstæður. „Það er eins og stefnan hjá íslenska ríkinu sé að rústa einyrkjanum og neyða hann til þess að færa stórút­ gerðinni kvótann,“ sagði einn við­ mælenda Skessuhorns um niður­ skurð Hafró. af Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir í grunnskólum á þessu skólaári og ekki fram til ársins 2024 að minnsta kosti. Með laga­ breytingu í sumar hefur skyldu um lagningu prófanna verið frestað á meðan unnið er áfram að þróun nýs samræmds námsmats sem nefn­ ist Matsferill. Það kerfi mun leysa samræmdu prófin af hólmi. „Matsferill er nýtt samræmt námsmat sem byggir á tillögum starfshóps frá árinu 2020 um mark­ mið, hlutverk, framkvæmd og fyr­ irkomulag samræmdra könnunar­ prófa. Breiður hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila vann tillögurnar. Aðalmarkmiðið er að færa skipulag námsmats nær nemendum og kennurum þannig að það þjóni nemendum sem verkfæri, aðgengi­ legu fyrir kennara og skóla til að nota eftir þörfum. Samræmd próf voru tengd innritun í framhalds­ skóla en svo hefur ekki verið um árabil. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á að sam­ ræmt námsmat veiti skólum, nem­ endum og foreldrum upplýsingar um stöðu nemenda og skapi færi á að styðja við nám þeirra áður en grunnskólanámi lýkur,“ segir í til­ kynningu frá menntamálaráðu­ neytinu. Samhliða breytingunni verður ytra mat skóla eflt þar sem alþjóð­ legar kannanir og ytra mat hvers skóla eru talin heppilegri tæki til að sinna eftirlitsskyldu mennta­ og barnamálaráðuneytisins og gefa nákvæmari heildarmynd af stöðu menntakerfisins. „Með þessum breytingum á að fjölga verkfærum skólanna. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu og framvindu nemanda sem nýt­ ist kennurum, nemendum, for­ sjáraðilum og skóla á þann veg að hægt verði að sjá hvað þurfi að bæta.“ mm Íbúum á Vesturlandi hefur frá 1. des­ ember síðastliðnum fjölgað um 307 sem jafngildir 0,6%. Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norð­ urlandi vestra. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 4,9% sem er fjölgun um 1.426 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 2,7% á tímabilinu eða um 870 íbúa. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkaði um 5 eða um 0,1%. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 2,0% á síðustu níu mánuðum. Íbúum fækkaði í þremur sveitar­ félögum á Vesturlandi á tímabil­ inu; um 11 manns í Snæfellsbæ, þrjá í Skorradal og einn í Dalabyggð. Annarsstaðar fjölgar íbúum á þessu níu mánaða tímabili. Langmest fjölgun er í Borgarbyggð en rekja má réttan helming íbúafjölgunar á Vest­ urlandi þangað. Íbúar í Borgarbyggð eru nú 4.029 og er það 4% fjölgun frá 1. desember síðastliðnum. Hlut­ fallslega fjölgaði þó íbúum meira í Hvalfjarðarsveit, eða um 51 íbúa sem jafngildir 7,4%. Þar eru nú 738 búsettir. Á Akranesi fjölgaði um 84 íbúa sem jafngildir 1,1% og eru 7.922 nú búsettir þar. Vænta má þess að öðrum hvorum megin við næstu áramót fari íbúafjöldi á Akranesi yfir átta þúsund. Í Grundarfirði eru 854 búsettir, fjölgaði um 15 á tímabilinu. Í Stykkishólmi fjölgaði um 2,9% og þar búa nú 1308. Í Skorradalshreppi búa nú 57, í Eyja­ og Miklaholts­ hreppi 106, í Snæfellsbæ 1.659 og 662 í Dalabyggð. Tölur um íbúafjölda í Helgafells­ sveit vantar í samantekt Þjóðskrár. mm Hlutfallslega fjölgaði íbúum í Hvalfjarðarsveit mest á síðustu níu mánuðum, en myndin er tekin á Hagamel. Í Borgarbyggð er hins vegar að finna helming þeirrar íbúafjölgunar sem varð á Vesturlandi. Ljósm. arg. Matsferill kemur í stað samræmdra könnunarprófa Haldið til veiða á nýju kvótaári Íbúum fjölgar á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.