Skessuhorn - 07.09.2022, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 5
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
hefur sent frá sér tilkynningu
um erfiða tíma í læknamönnun á
Heilsugæslunni í Borgarnesi. Þar
segir að vegna skorts á læknum þar
hafi þurft að forgangsraða þjónustu
undanfarið eða frá því læknir lét af
störfum í lok júlí. Svo segir í tilkynn
ingunni: „Nú hafa bæst við óvænt
forföll í september sem veldur því
að að þurft hefur að manna lækna
stöður frá degi til dags. Von er á
lækni til fastra starfa 15. september
n.k. en ljóst að áfram horfum við
fram á erfiða tíma varðandi lækna
mönnun. Síðustu vikuna hefur náðst
að halda upp lágmarkslæknisþjón
ustu með einum lækni og á þessari
stundu er útlit fyrir að það verði
einn læknir hverju sinni fram til 15.
september en unnið að því að reyna
að fá fleiri.“
Á meðan þetta ástand varir
þarf að forgangsraða verkefnum.
Áfram líkt og áður mun starfsfólk
heilsugæslunnar ávallt sinna þeirri
bráðaþjónustu sem ekki getur
beðið annarra úrlausna. „Eins og
staðan er núna er ekki hægt að
bóka tíma eða símatíma hjá lækni
en hjúkrunarfræðingar munu taka
á móti aðkallandi málum og leysa
eftir bestu getu eins og aðstæður
leyfa.“ gj
Það viðraði vel síðastliðinn sunnu
dagsmorgun fyrir listamennina
á Akranesi sem nú skreyta veggi
bygginga. Nafnarnir Bjarni Skúli
Ketilsson og Bjarni Þór Bjarna
son voru báðir á fullu við verk sín,
langt komnir með þau. Sífellt voru
bæjar búar að gefa sig á tal við þá
félaga og ekki alltaf sem verkin
unnust í samfellu, enda eru þeir
báðir ræðnir og kurteisir menn.
Baski málaði verk sitt á gafl gömlu
mjölgeymslu Brims niður við höfn
og lauk við verkið í gær. Bjarni
Þór málar hins vegar á norður
gafl gamla Landsbankahússins við
Akratorg. Báðir eru þeir í verkum
sínum með skírskotun til atvinnu
lífs liðinna tíma, en verkin eru
engu að síður afar ólík. Baski seg
ist sækja innblástur til kirkjuglugga
í Flórens á Ítalíu, en hann málaði
mikið í þessum stíl í kringum 2005.
Bjarni Þór tekur fjallahringinn, líkt
og horft sé í gegnum húsið, en á
myndinni eru ýmis þekkt kennileiti
á Akranesi, svo sem kútterinn, skip
úr smiðju Þ&E, vitinn, Akranes
kirkja og fleira sem margir þekkja.
Verk þeirra nafna munu ásamt fleiri
útilistaverkum prýða bæinn sem
hluti af sérstöku vegglistarátaki sem
nú er í gangi og sagt hefur verið frá
í Skessuhorni. Þeirra á meðal er
Edda Karólína Ævarsdóttir sem
nú er byrjuð að mála á gafl íþrótta
hússins við Vesturgötu.
mm
Listamenn í útivinnu
Óvænt forföll valda vanda á
heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi.
Garða- og
Saurbæjarprestakall
Dagsetning
Garða- og Saurbæjar-
prestakall
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Garða- og
Saurbæjarprestakall
Dagsetning
Laugardagur 10. september 2022
Alþjóða forvarnardagur sjálfsvíga:
Minningarstund í Akraneskirkju kl. 20.
Ávarp, hugleiðing og bæn ásamt ljúfum
tónum. Kveikt á kertum í minningu þeirra
sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Mjöll
Barkardóttir aðstandandi segir frá reynslu
sinni. Organisti Hilmar Örn Agnarsson.
Prestar kirkjunnar leiða samveruna.
Kaffisopi og spjall í Vinaminni
eftir stundina.
Sunnudagur 11. september
Akr neskirkja
Fjölskyldumessa kl. 11 – upphaf
sunnudagskólans
Miðvikudagur 14. september
Bænastund í Akraneskirkju kl. 12.10
Opið hús kl. 13.00
Bjarni Þór Bjarnason við verk í vinnslu á gafli gamla Landsbankahússins.
Ljósm. mm
Fullbúið listaverk Baska á gafli mjölgeymslunnar. Ljósm. vaks
Í gærmorgun áritaði Baski verk sitt og þar með var því lokið. Ljósm. vaks.
Á gafli íþróttahússins við Vesturgötu er nú verk í vinnslu. Þar er á ferðinni lista
konan Edda Karólína Ævarsdóttir. Ljósm. vaks