Skessuhorn - 07.09.2022, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20226
Í tilkynningu frá sóknarnefnd
Hvanneyrarsóknar til íbúa Hvann
eyrar á FB kemur fram að hún
hefur framlengt samning við H
Veitingar til 1. september 2023 um
leigu á Skemmunni á staðnum sem
kaffihúsi. H Veitingar tóku til starfa
í ágúst 2021 og eru í eigu Hendriks
Hermannssonar.
Hugmynd Hendriks er að
vera með starfsemi í Skemmunni
fimmtudagskvöld og föstudags
kvöld frá klukkan 1620 og um
helgar af og til eftir aðstæðum.
Ennfremur verður hægt að leigja
Skemmuna undir ýmsa við
burði eins og verið hefur. Guð
mundur Sigurðsson er formaður
sóknarnefndar og segir hann að
það sé von nefndarinnar að glæða
megi lífi í Skemmuna og að íbúar á
Hvanneyri og nágrenni geti komið
saman þau kvöld sem opið verður
og átt notalega stund saman.
Á Hvanneyri er um 300 manna
háskólaþorp, ekki síst kringum
starfsemi Landbúnaðarháskóla
Íslands. Skemman á Hvanneyri er
elsta húsið á staðnum, byggð árið
1896. Hún hefur verið gerð fal
lega upp á undanförnum árum og
þar hefur verið rekið kaffihús um
nokkurra ára skeið. H veitingar hafa
haft húsið á leigu undir veitinga
starfsemi um nokkurn tíma, en
Hendrik rak áður veitingastarf
semi á Food station í Borgarnesi
og hefur einnig séð um mötuneyti
Landbúnaðarháskólans. gj
Nýr aðalbókari
til starfa
HVALFJ:SV: Guðrún Guð
mundsdóttir er nýr aðalbók
ari Hvalfjarðarsveitar. Guðrún
hefur mikla reynslu af störfum
aðalbókara og í opinberri
stjórnsýslu. Hún er viðskipta
fræðingur að mennt með MS
gráðu í forystu og stjórnun.
Hún hóf störf hjá sveitarfé
laginu 1. september sl. Þá mun
Elín Thelma Róbertsdóttir
félagsráðgjafi leysa félags
málastjóra Hvalfjarðarsveitar,
Freyju Þöll Smáradóttur,
af næsta árið meðan Freyja
Þöll er í barneignarleyfi. Elín
Thelma er með áralanga
reynslu af störfum við félags
þjónustu sveitarfélaga, nú síð
ast í Kópavogi. -vaks
Lokað hjá sýslu-
mönnum
LANDIÐ: Vakin er athygli
á því að lokað verður á skrif
stofum sýslumanna um land
allt föstudaginn 9. september
vegna starfsdags starfsfólks.
-gbþ
Jöfnunarstyrkir
til náms
LANDIÐ: Nú þegar fram
haldsskólar eru farnir af stað
með vetrarstarf sitt er ekki
úr vegi að minna á jöfnunar
styrk Menntasjóðs náms
manna. Jöfnunarstyrkur er
námsstyrkur fyrir nemendur
sem búa og stunda nám fjarri
lögheimili og fjölskyldu sinni
en bæði er hægt að sækja um
dvalarstyrki og akstursstyrki.
Hægt er að kynna sér reglur
og sækja um námsstyrki á vef
slóðinni menntasjodur.is en
umsóknarfrestur vegna haust
annar er til 15. október. -gbþ
Veggjakrot á vita
AKRANES: Umsjónarmaður
Akranesvita kom á lögreglu
stöðina síðasta miðvikudag
og tilkynnti um eignaspjöll
á vitanum þar sem búið var
að krota á hann þau miður
fallegu skilaboð; „Kill All
Tourists“. Engar vísbendingar
liggja fyrir um hverjir gerend
urnir voru. -vaks
Datt af reiðhjóli
AKRANES: Síðasta laugar
dagsmorgun var hringt í
Neyðarlínu og tilkynnt um
tíu ára barn sem fallið hafði
af reiðhjóli. Sjúkrabíll kom
á vettvang en barnið fann til
eymsla og var flutt á HVE til
nánari skoðunar. -vaks
Eldur við Breið
AKRANES: Á laugardags
kvöldið var tilkynnt um eld
sem hafði kviknað eftir að
kveikt hafði verið í rusli í grjót
varnargarði á Breið. Lögregla
fór á staðinn og slökkti eldinn
án nokkurra vandkvæða. Ekki
er vitað hverjir voru þarna að
verki. -vaks
Bálhvasst í
Staðarsveit
SNÆF: Vindhraði mæld
ist 36 metrar á sekúndu í
hviðum um kl. 10.30 síðast
liðinn föstudagsmorgun við
Hraunsmúla í Staðarsveit.
Þar var Þröstur Albertsson
tengiliður Skessuhorns á
ferð og sá að Suzuki Jimny
bíll tveggja ferðamanna
hafði verið ekið út af veg
inum vegna hvassviðrisins.
Tjald sem hafði verið á þaki
bílsins lá öðru megin vegar
og bíllinn hins vegar. -gj
Yfirlýsing frá
Ollu í Nýja-Bæ
BORGARFJ: Á Facebook
síðunni „Hrossarækt Ollu
í NýjaBæ“ var sl. fimmtu
dag sett inn færsla í kjölfar
fréttaflutnings um vannærð
og innilokuð hross í Borgar
nesi: „Vegna umfjöllun fjöl
miðla undanfarinn sólar
hring vill Olla í Nýjabæ
koma því skýrt á framfæri
að hún er virkilega sorg
mædd yfir afdrifum þessa
dýra og furðu lostin yfir
aðgerðarleysi yfirvalda. Hún
vill jafnframt taka það fram
að umrædd hross eru ekki
úr hennar ræktun eða eigu.
Hennar hross eru í góðu
yfirlæti bæði í heimahaga og
hjá öðrum góðum umsjónar
aðilum.“ -gj
H veitingar áfram með
Skemmuna á Hvanneyri
Gamla bæjartorfan á Hvanneyri. Skemman sést neðst til hægri. Vinstra megin við
hana og í forgrunni er Leikfimihúsið/Íþróttahöllin, frá árinu 1911. Á bak við það
hús sést Skólastjórahúsð sem reist var árið 1920 og lengst til vinstri er Gamli skóli,
byggður árið 1910. Fjær sést í turn Hvanneyrarkirkju sem er frá árinu 1905.
Ljósm. mm.
Samið hefur verið við Sigstein Grét
arsson um að taka við sem forstjóri
Skagans 3X og Baader á Íslandi.
„BAADER styrkir áfram teymið á
Íslandi með ráðningu á Sigsteini
Grétarssyni í stöðu forstjóra. Sig
steinn er margreyndur stjórnandi
og leiðtogi með margþætta reynslu
af alþjóðaviðskiptum og matvæla
tækni,“ segir í tilkynningu frá fyrir
tækinu. Þar segir jafnframt: „Ráðn
ingin er liður í að styrkja enn frekar
stöðuna í íslenska hluta fyrirtæk
isins sem samanstendur af Baader
Ísland og Skaginn 3X. Haft er eftir
Robert Focke forstjóra Baader
Fish í Þýskalandi að þetta sé mik
ilvæg ráðning til að styrkja íslenska
stjórnendateymið og að ráðningin
sé lykilskref í áætlunum um að
vera óumdeildur leiðtogi í heildar
kerfum fyrir mismunandi tegundir
fisks.“
Fram kemur í tilkynningu að
aðspurður segir Sigsteinn að það
séu spennandi verkefni framundan.
„Baader hefur verið hornsteinn
í íslenskum sjávarútvegi í yfir 60
ár og hefur við góðan orðstír leitt
sjálfvirkni í tækjabúnaði. Verkefnin
halda áfram og við ætlum okkur að
vera sá aðili sem er leiðandi í góðu
samstarfi við íslenskan sjávarútveg.“
mm.
Sigsteinn Grétarsson ráðinn forstjóri
Skaginn 3X og Baader Ísland
Sigsteinn Grétarsson.