Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Húsmóðir
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi auglýsir
stöðu húsmóður lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 70 íbúar, 69 í hjúkrunarrýmum og 1 í dvalarrými.
Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
• Yfirumsjón og ábyrgð á öllu heimilishaldi.
• Yfirumsjón með rekstri mötuneytis, ræstingu og þvottahúss.
• Yfirumsjón með öllu viðburðarhaldi á heimilinu.
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun.
• Yfirumsjón og ábyrgð með gerð allra vaktaskráa fyrir heimilið.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar.
• Þekking og reynsla af gerð vaktaskráa er æskileg.
• Þekking og reynsla af mannauðskerfinu VinnuStund og
vaktakerfinu Vinna er æskileg.
• Þekking/reynsla af rekstri ásamt mannaforráðum er kostur.
• Þekking og reynsla af kjarasamningum og öðru sem snýr
að kjaramálum er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis stéttarfélags
í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfshlutfall er 100%.
Starfið hentar öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2022.
Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri,
sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá sendist til framkvæmdastjóra Höfða
á netfangið kjartan@dvalarheimili.is.
Um síðustu helgi var hinn árlegi
fundur formanna Félags blikksmiðju
eigenda á Norðurlöndunum. Var
hann haldinn í Noregi að þessu sinni.
Í fyrsta skipti í sögunni var Íslendingur
valinn sem formaður þessara systur
samtaka og var það Sævar Jónsson eig
andi Blikksmiðju Guðmundar á Akra
nesi sem hreppti hnossið. Blaðamaður
Skessuhorns kíkti við í Blikksmiðju
Guðmundar á mánudaginn og fékk
Sævar til að segja aðeins frá félaginu.
Sævar segir að þetta sé mjög gam
alt félag, það hafi verið 1958 eða um
miðja síðasta öld sem félagar í sam
tökunum byrjuðu að hittast fyrst og
hafa síðan þá hist nánast á hverju ári.
Starf Sævars er fyrst og fremst fólgið
í því að halda utan um áframhaldandi
samstarf á milli félaganna á Norð
urlöndunum. Sævar hefur verið for
maður íslenskra blikksmiðjueigenda á
Íslandi frá því árið 2012 og því alls í
tíu ár. Hann hefur alltaf mætt á þessa
fundi nema í miðjum kórónuveirufar
aldri og þar er kannski ástæðan fyrir
formennskunni nú: „Við höfum
aldrei gefið færi á okkur sem for
menn vegna þess að þeir hittast frá
Svíþjóð, Noregi og Danmörku alltaf
tvisvar á ári en við höfum alltaf farið
einu sinni á ári. Við hittumst núna á
Teams á þessum aukafundi og á næsta
ári ætlum við að hittast á Íslandi. Ég
sagði þeim að ef ég yrði kosinn for
maður þá yrði annar fundurinn á
Teams og þeir samþykktu það.“
Finna leiðir til þess að
endurnýta málma
Sævar segir það að vera formaður
sé svo sem ekkert merkilegt annað
en að halda utan um fundarstjórn
þar sem rætt er um blikkbransann
svona almennt. „Það er kannski ekki
mikið samstarf eða samhæfing en við
höfum reyndar verið núna undan
farið í miklu verkefni í sambandi við
nýtingu á afgangs málmum. Það er
búið að vera tveggja ára verk efni á
Norður löndunum í faraldrinum að
reyna að finna leiðir til þess að endur
nýta málmana öðruvísi heldur en að
setja þá bara í brotajárn. Það kom
svo sem ekki mikið út úr því annað
en að menn voru sammála um það
að það þyrfti að byrja á arkitektunum
og hönnuðunum. Við erum oft að
glíma við hús þar sem þeir eru ekki
að taka tillit til þess hvaða stærðir
eru á plötunum. Það var stærsta
niðurstaðan úr þessu norræna verk
efni að láta þá breyta sínu verklagi.
Þá var einnig rætt að finna leiðir til
að auka fjölda nema í greininni en
sama vandamál er á hinum Norður
löndunum eins og hjá okkur að það er
ekki nægilega mikið um nema.“
Bætast við
verkefni í viðbót
25 blikksmiðjur eru í félaginu á Íslandi
og eru þær aðallega á höfuðborgar
svæðinu en einnig á Akureyri, Vest
mannaeyjum, Selfossi, Keflavík og á
Akranesi. Í Svíþjóð eru til að mynda
um 1800 blikksmiðjur, í Noregi eru
um 1300, eitthvað færri í Danmörku
og því mikill munur á umfangi milli
landa. Sævar segir þessa nýju for
mannsstöðu ekki breyta miklu hjá
honum nema að það bætist við verk
efni í viðbót eins og að skipuleggja
fundi og halda utan um þau málefni
sem koma á hans borð eins og erindi
frá arkitektum og fyrirspurnir frá
öðrum iðnfélögum. Sævar gaf kost á
sér í þetta starf næstu tvö árin eftir að
hafa verið tilnefndur og segir að það
hafi alveg verið kominn tími á að fá
Íslending sem formann. „Umhverfið
er aðeins að breytast og það er miklu
auðveldara að halda fundi án þess að
hittast. Þeir sáu enga ástæðu til þess
að við tækjum þetta ekki og ég er bara
bjartsýnn að þetta gangi vel hjá mér og
hef fulla trú á sjálfum mér í þetta verk
efni,“ segir Sævar að lokum.
vaks
Sævar valinn formaður blikksmiðjueigenda
á Norðurlöndunum
Sævar við nýju beygjuvélina í Blikksmiðju Guðmundar. Ljósm. vaks
Sævar ásamt fráfarandi formanni, Jörgen Rasmussen, sem er frá Svíþjóð.
Ljósm. aðsend