Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 10

Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 202210 Á miðvikudaginn í liðinni viku setti Steinunn Árnadóttir hesta­ kona í Borgarnesi færslu á Face­ book þar sem hún vakti athygli á illri meðferð hrossa í hesthúsi í hverfinu við Vindás í Borgarnesi. Benti hún á að um vanfóðrun væri greinilega að ræða auk þess sem hrossin hefðu ekki verið í haga í sumar og væru að mestu leyti lokuð inni í húsi. Þar á meðal væri hryssa með folald. Steinunn birti mynd af mjóslegnu tryppi í gerði við nágrannahesthús sitt. Þar sést greinilega móta fyrir rifbeinum dýrsins og það hengir haus. Málið vakti mikil og sterk við­ brögð samdægurs, bæði almenn­ ings og fjölmiðla. Eftir því sem næst verður komist hafa ítrekaðar tilkynningar fólks til eftirlitsaðila um meinta vanrækslu þarna ekki orðið til þess að gripið væri inn í dýrahald viðkomandi aðila, sem einnig halda skepnur víðar í hér­ aðinu. Matvælastofnun er harð­ lega gagnrýnd. Á fimmtudag virðist sem skepn­ urnar hafi verið fluttar af svæðinu nóttina áður og er málið væntan­ lega í höndum lögreglu og Mat­ vælastofnunar. Í Ríkisútvarpinu þá um morguninn var rætt við Hönnu Ólínu Þorsteinsdóttur, forstjóra MAST, sem sagði að árlega bær­ ust fjöldi tilkynninga um illa með­ ferð á dýrum, sérlega þó á hestum og hundum, enda væru þau dýr hvað sýnilegust í samfélaginu. Hanna Ólína gaf ekkert uppi um stöðuna á þessu tiltekna máli enda myndi hún ekki fjalla um einstök mál í fjöl­ miðlum. En það er ljóst að þetta mál hefur vakið mikla hneykslan og að stofnunin liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki gripið með afgerandi hætti inn í það á fyrri stigum í sumar, þegar athygli var vakin á ástandinu. Borið er við andmælarétti eigenda, sem virðist í þessu tilfelli alltof mik­ ill á kostnað dýravelferðar. Lesa má sérstakt svar Matvælastofn­ unar í annarri frétt hér í blaðinu. Úttekt á eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun ákvað fimmtu­ daginn 1. september að hefja frum­ kvæðisúttekt á eftirliti Mat­ vælastofnunar með velferð dýra skv. lögum nr. 55/2013. Þetta var ákveðið daginn eftir að tilkynnt var opinberlega um meinta illa meðferð á hrossum í hesthúsi í Borgar nesi. „Áætlun um afmörkun og fram­ kvæmd úttektarinnar liggur ekki fyrir en slík áætlun mun verða endurskoðuð eftir því sem úttekt­ inni vindur fram. Í því sambandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er ríkisendurskoðandi sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendur­ skoðun. gj Vannærð hross í hesthúsahverfi í Borgarnesi Myndin sem Steinunn Árnadóttir birti á Facebook síðu sinni sl. miðvikudag af skinhoruðu tryppi við hesthús í Borgarnesi. Árni B Bragason á Þorgautsstöðum II leitar fjár. Móra dregin í Sámsstaðadilkinn þar sem Þuríður bóndi var hliðvörður. Féð var almennt í góðum holdum, en menn höfðu á orði að dilkarnir hafi oft verið stærri, einkum í fyrrasumar. Systurnar Guðrún og Agnes Guðmundsdætur á Síðumúlaveggjum. Guðmundur á Sámsstöðum og Kjartan á Síðumúlaveggjum með afkvæmin sín. Sigvaldi í Hægindi og Jón á Kópareykjum skoða hér ofan í feldinn á svörtu hrútlambi frá Hofsstöðum sem er undan sæðingarstöðvar­ hrúti sem notaður er til að rækta upp ullargæði. Guðjón á Síðumúlaveggjum búinn að handsama hrútlamb úr eigu sinni. Þorsteinn Erlendsson er hér ásamt fleirum í Kaldárbakkarétt. Ljósm. aðsend. Horft yfir Kaldárbakkarétt. Ljósm. Guðmundur Símonarson. Það viðraði vel fyrir bændur og bú smala þegar Síðufjallið var smalað á laugardaginn og fé rekið til réttar á Nesmel í Hvítársíðu. Þægileg gola og sextán stiga hiti gerði daginn fallegan í alla staði. Síðufjallið er einkum smalað til að létta á þeim fjárfjölda sem annars væri rekinn til Þverárréttar um næstu helgi. Féð í réttinni var að stærstum hluta frá þremur bæjum; Sámsstöðum og Bjarnastöðum í Hvítársíðu og Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Réttarhaldið tók ekki langan tíma. Skemmtileg til­ breyting var að ísbíllinn renndi í hlað um svipað leyti og réttin var að byrja; smölum; bændum og búaliði þeirra til ómældrar ánægju. Allir fengu íspinna og jafnvel fleiri en einn því klára þurfti úr kössunum því frystir var ekki á staðnum. Til viðbótar eru einnig tvær ljós­ myndir úr Kaldárbakkarétt í Kol­ beinsstaðahrepp, en þar var réttað á sunnudag, einnig í blíðskaparveðri. Skessuhorn hvetur bændur og búalið til að senda Skessuhorni myndir úr göngum og réttum, á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is mm Fyrstu réttir haustsins afstaðnar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.