Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 12

Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 202212 Fyrirtækið Yggdrasil Carbon hefur tekið á leigu landspildu sem tilheyrir jörðinni Ljárskógum í Dalabyggð og bíður þess að fá samþykkt framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni. Skipulags­ fulltrúi Dalabyggðar vinnur nú að því með Yggdrasil að teikna upp það svæði í landi Ljárskóga sem leggja má undir skógrækt en Björgvin Stefán Pétursson fram­ kvæmdastjóri Yggdrasils segir að líklega verði plantað í um 150­180 hektara. Taka á málið fyrir á næsta fundi umhverfis­ og skipulagsnefndar Dalabyggðar og segist Björg­ vin nokkuð viss um að fram­ kvæmdaleyfi fáist að þeim fundi loknum. Gætu plantað 400-450 þúsund trjám Þegar og ef framkvæmdaleyfið verður samþykkt þarf Yggdrasil að fá formlega ræktunaráætlun fyrir svæðið. Þá koma fulltrúar frá Skógræktinni og taka verkefnið út og geta þá í framhaldinu ákveðið hvaða trjátegundir verða gróður­ settar. Í framhaldinu hæfist jarð­ vinna á svæðinu til að undirbúa það fyrir plöntun trjánna sem myndi fara fram næsta sumar. Björgvin segir að líklega verði plantað um 400­450 þúsund trjám á svæðið og verði það klárað næsta sumar. Sam­ kvæmt honum leggur Yggdrasil upp með að opna og loka sínum verkefnum á innan við tveimur árum. Fyrirætlað er að þetta verk­ efni hefjist með jarðvinnu núna í haust og ljúki næsta sumar þegar plöntuninni er lokið. Hvernig fást vottaðar kolefniseiningar? Fyrirtækið vinnur að tengingu kolefnisfjármála við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis og segir á heima­ síðu fyrirtækisins að það sé „gert með því að beita alþjóðlega viður­ kenndri aðferðafræði við mælingu raunávinnings einstakra verkefna sem leiðir til þess að út eru gefnar vottaðar kolefniseiningar.“ Í ein­ földu máli er ferli þess að gera vott­ aðar kolefniseiningar á þessa leið: Fyrst er gerð grunnmæling á fyrir­ huguðu framkvæmdasvæði. Þá eru teknar myndir af svæðinu bæði í gegnum gervitungl og með drónum til að sjá hvernig svæðið lítur út áður en farið er af stað í verkefnið. Þá hefst hverslags undirbúnings­ vinna, svæðið girt af og jarðvegur­ inn undirbúinn fyrir plöntun. Þegar búið er að planta trjánum á svæðið kemur inn vottunar aðili ásamt full­ trúum frá Skógræktinni sem taka út svæðið og staðfesta að þarna sé búið að planta. Vottunaraðilinn staðfestir mælingar á svæðinu, stærð þess og fjölda plantna og sendir á Loftslags­ skrá Íslands. Loftslagsskráin gefur þá út það sem kallast kolefniseiningar í bið en það eru upplýsingar byggðar á því hvað skógurinn muni væntan­ lega binda mikið magn kolefnis á ári hverju héðan í frá. Eftir tíu ár og á tíu ára fresti eftir það kemur fulltrúi frá fjarkönnunarfyrirtækinu Svarma og fulltrúi frá Skógræktinni sem mæla og meta hvað skógurinn er í raun búinn að binda síðustu 10 ár og þá eru gefnar út raunverulegar kolefnis­ einingar. Björgvin segir Yggdrasil sjá fyrir sér að fyrirtæki geti keypt þessar kolefniseiningar og með því jafnað rekstur sinn. Hann segir að kaup á kolefnis­ einingum sé þó ekki auðveld lausn fyrir fyrirtæki til að halda áfram mengandi iðnaði. „Fyrirtæki verða að vera búin að setja upp ein­ hverja stefnu um hvernig þau ætli að draga úr losun áður en þau fara að kolefnis jafna sig. Við erum að hvetja til þess að fyrirtæki minnki losun eins og hægt er og komi svo og kaupi einingar hjá okkur til að jafna út þá losun sem þeir geta ekki komið í veg fyrir,“ segir Björgvin. „Vonandi hagnast jörðin í heild“ Spurður að því hver hagnist af slíku verkefni eins og um er að ræða hér svarar Björgvin: „Vonandi hagnast jörðin í heild og allir sem á henni búa. Ef við erum að tala um fjár­ hagslegan hagnað þá leggjum við í Yggdrasil upp með að landeigandi fái sinn hlut en svo fær Yggdras­ ill líka sinn hlut í þessu.“ Þá bætir Björgvin við að með verkefni sem þessu fjölgi störfum á svæðinu, þótt tímabundið sé. Fyrirtækið er í sam­ tali við verktaka á svæðinu sem ætlar að vinna jarðvegsvinnuna. Þá þarf líka fjölda starfsfólks til að planta trjánum, flytja plönturnar og hugsa um þær og ætlar Yggdrasil að reyna að ráða fólk af svæðinu í þau störf. gbþ Haustönnin í Landbúnaðar háskóla Íslands fer vel af stað og þar svífur alþjóðlegur andi yfir vötnum. Í haust hóf stærsti hópur skiptinema hingað til, nám við skólann, en alls eru þeir 21 talsins frá átta Evrópu­ löndum og búa þeir allir á Hvann­ eyri. Síðasta dag ágústmánaðar var blásið til alþjóðakaffis í aðal­ byggingu skólans á Hvanneyri sem kallast Ásgarður. Tilefnið var ekki aðeins að hafa vettvang til að hitta og kynnast skiptinemunum því einnig komu í heimsókn nemar úr landgræðsluskóla GRÓ sem er hluti af þekkingarmiðstöð þróunar­ samvinnu. Það má því segja að starfsemi skólans sé bæði fjölbreytt og alþjóðleg. GRÓ LRT Landgræðsluskólinn, GRÓ LRT, er samstarfsverkefni utanríkisráðu­ neytisins, Landbúnaðar háskóla Íslands og Landgræðslunnar og er markmið hans að þjálfa sér­ fræðinga frá þróunarlöndum sem glíma við land­ og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. Þessir nemendur dvelja hér á landi í sex mánuði. Þau eru nú að ljúka sinni dvöl og halda heim á leið í lok september. GRÓ er heiti á Þekkingarmið­ stöð þróunarsamvinnu og saman­ stendur af fjórum skólum með sér­ staka áherslu á að efla getu stofnana samtaka og einstaklinga í þróunar­ ríkjum. Landbúnaðarháskólinn hýsir einn þeirra, Landgræðsluskól­ ann, og eru að þessu sinni 19 nem­ endur frá átta löndum Afríku og Asíu. Nemendur GRÓ áttu góðan dag á Hvanneyri en starfsstöð þeirra er alla jafnan á Keldnaholti í Reykja­ vík. Heimsókninni lauk síðan með fyrrnefndu alþjóðakaffi. Nýnemar við skólann Nú á haustönn hófu yfir hundrað nýnemar nám við LbhÍ og eru allir komnir vel af stað, hvort heldur í staðnámi eða fjarnámi. Margir kjósa að búa á nemendagörðum á Hvann­ eyri og eru þeir fullnýttir. Í búfræði eru 26 nýnemar, en fjölmennasti nýnemahópur grunnnámsins er í búvísindum eða 19 alls. Auk þeirra brauta stunda nemendur í grunn­ námi nám í landslagsarkitektúr, skógfræði, náttúru­ og umhverfis­ fræði og hestafræði. Þá hefur tala doktorsnema við skólann vaxið mjög undanfarin ár og eru nú 19 talsins. Heildarfjöldi nemenda við skól­ ann er um 600 og er það nokkuð svipað og síðustu ár. Allnokkuð er af erlendu starfsfólki og nemendum í framhaldsnámi, alls 25 erlendir starfsmenn sem koma frá 15 löndum. Í heildina eru 37 erlendir nemendur við skólann í fullu námi á öllum skólastigum, þó flestir í fram­ haldsnámi. Í dag eru því fulltrúar frá öllum heimsálfum utan Ástralíu við skólann. Framtíðin björt Að sögn Rósu Bjarkar Jónsdóttur, kynningarstjóra skólans, lítur hún framtíðina björtum augum og mörg spennandi verkefni og áhugaverð eru á döfinni. Þar má sérstaklega nefna háskólanetið UNIGreen sem Landbúnað­ arháskólinn er aðili að ásamt sjö öðrum háskólum í Evrópu. Það verkefni fékk nýverið veglegan styrk frá Evrópusambandinu til næstu fjögurra ára og er þegar hafið. gj Stærsti hópur skiptinema á Hvanneyri hingað til Vonandi hagnast jörðin í heild Stórfelld skógrækt í Dölum Margir nemendur kjósa að búa á nemendagörðum á Hvanneyri og eru þeir nú fullnýttir. Ljósm. mm. Frá alþjóðakaffinu sem haldið var í Ásgarði í lok síðasta mánaðar. Ljósm. lbhí. Fimmtán ára plöntur af stafafuru, lerki og birki í vexti í skógrækt á Vesturlandi. Ljósm. mm

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.