Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 13

Skessuhorn - 07.09.2022, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 13 SK ES SU H O R N 2 02 2 Fréttamaður á Vesturlandi og Vestfjörðum Fréttastofa RÚV leitar að öflugum fréttamanni í 100% starf á starfsstöð RÚV í Borgarnesi. Starfið felst í að afla frétta og miðla þeim í útvarpi, sjónvarpi og á RÚV.is. Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi með fjölbreyttan bakgrunn, sem á auðvelt með að vinna í hópi, hefur góða framsögn og er vel ritfær. Hjá okkur er kraftmikið, skapandi og metnaðarfullt umhverfi og fjölbreyttur hópur fréttafólks með mikla reynslu og þekkingu. Helstu verkefni og ábyrgð • Öflun og vinnsla frétta. • Miðlun frétta á vef, í útvarpi og sjónvarpi. Umsóknarfrestur er til 11. september 2022. Nánari upplýsingar veita Ágúst Ólafsson, svæðisstjóri, agust.olafsson@ruv.is, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri, heidar.orn.sigurfinnsson@ruv.is. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða skertri starfsgetu. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af blaða- og fréttamennsku æskileg. • Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking. • Góð framsögn. • Góð tölvukunnátta. • Færni til að tileinka sér nýja tækni og tölvuforrit. • Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel. • Góð samskipta- og samstarfshæfni. Engir tveir dagar eru eins hjá Hákoni Ásgeirssyni sem í sumar tók við starfi þjóðgarðsvarðar við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Hákon er fæddur og uppalinn á Akranesi en hann segir afa sinn hafa kveikt áhuga sinn fyrir náttúrunni. ,,Upp­ haflega kemur áhuginn á náttúr­ unni frá afa mínum en hann var alltaf með mér úti í garði. Þaðan lá svo leiðin í Garðyrkjuskólann en eftir það nám langaði mig að fræð­ ast meira um náttúruna. Þá fór ég í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri en ég tók bæði BS­ og masterspróf þar í náttúru­ og umhverfisfræði. Svo kom ég hingað 2006 en þá fór ég á landvarðar­ námskeið hjá Umhverfisstofnun og vann hér á sumrin í þjóðgarðinum á meðan ég var í námi, eða í fimm ár. Ég var svo ráðinn í fullt starf hjá Umhverfisstofnun 2011 sem sér­ fræðingur á sunnanverðum Vest­ fjörðum. Þar vann ég í fimm ár, m.a. að friðlýsingu Látrabjargssvæðisins. Svo fór ég þaðan á Hellu og var þar með umsjón á miðhálendinu, t.d. að Fjallabaki,“ segir Hákon sem hóf síðan störf sín á Snæfellsnesi í júlí í sumar. Fjölbreytt og skemmtilegt starf Hákon segir starf þjóðgarðsvarðar mjög fjölbreytt. ,,Þjóðgarðsvörður hefur megin umsjón með rekstri þjóðgarðsins, starfsmannahaldi og passar að fylgja eftir stjórnunar­ og verndaráætlun þjóðgarðsins. Til dæmis að fræða og upplýsa um sögu og náttúru svæðisins, vera í sam­ skiptum og samstarfi við samfélagið og svo rekum við gestastofu á Malar­ rifi. Við erum með 3 til 4 landverði á sumrin en við erum þrjú í heils­ ársstarfi hérna. Landverðirnir okkar eru fyrst og fremst í því að fræða og upplýsa gesti. Þeir sjá um að taka á móti gestum, bæði á gestastofunni og úti á svæðum þar sem þeir eru t.d. með fræðslugöngur. Svo sjá þeir einnig um viðhald á göngustígum, hafa eftirlit með því að reglum þjóðgarðsins sé fylgt og að halda svæðunum hreinum,“ segir Hákon. Rík náttúru- og menningarsaga Þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi er 183 ferkílómetrar að stærð og honum fylgir einnig friðland milli Arnarstapa og Hellna ásamt Búða­ hrauni. ,,Þegar við stofnum þjóð­ garð gengur það út á að gera svæðið aðgengilegt gestum. En fyrst og fremst náttúruvernd því svæðið þykir merkilegt vegna nátt­ úrunnar og sögu svæðisins. Í þjóð­ garðinum eru ýmsar gönguleiðir um söguleg svæði, bæði náttúru­ leg og menningarleg.“ Hákon segir starfið fjölbreytt sem hentar honum vel. ,,Það sem er skemmti­ legt við þetta starf er að engir tveir dagar eru eins. Þó maður sé búinn að skipuleggja hvernig dagurinn eigi að vera þá verður hann oft allt öðruvísi svo það er eiginlega ekki hægt að lýsa honum. Við starfs­ fólkið byrjum samt alltaf daginn saman og förum yfir hvað er fram undan hvern dag, hvaða verkefni liggja fyrir. Svo fer hvert á sinn stað en landverðirnir fara á gestastof­ una eða út á svæði,“ segir Hákon um fyrirkomulag vinnunnar. Ný Þjóðgarðsmiðstöð brátt vígð Hákon segir merk tímamót vera fram undan þar sem þjóðgarður­ inn fær nýbyggða Þjóðgarðsmið­ stöð afhenta á næstu vikum. ,,Það eru mjög spennandi tímar fram undan núna hjá þjóðgarðinum en við erum að fara að opna nýja Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Við erum að fá húsið afhent núna í september og það er hafin vinna við undirbúning að sýningu þar en við stefnum á að geta opnað húsið fyrir gesti vonandi bara upp úr áramótum. Þá verðum við komin með það sem við köllum fyrir­ sýningu en það getur tekið allt að eitt og hálft ár að undirbúa sýn­ inguna í heild. Við munum svo opna Þjóðgarðsmiðstöðina með einhvers konar tilstandi. Það er mikil spenna í samfélaginu yfir opnuninni svo við munum klár­ lega opna með pompi og prakt og bjóða heimamenn og aðra gesti velkomna. Þetta eru merk tíma­ mót því Þjóðgarðsmiðstöðinni fylgir fjölgun starfa um nánast helming af heilsársstörfum svo við munum geta þjónustað gesti þjóð­ garðsins betur, bæði með nýrri Þjóðgarðsmiðstöð og fleira starfs­ fólki.“ sþ Engir tveir dagar eins í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Hákon Ásgeirsson segir frá nýju starfi sínu sem þjóðgarðsvörður og opnun nýrrar Þjóðgarðsmiðstöðvar Hákon Ásgeirsson hóf störf sem þjóðgarðsvörður á Snæfellsnesi í sumar. Hann er hér í Friðlandi að Fjallabaki en hann hafði umsjón með svæðinu árin 2016­2022. Ljósm. aðsend. Nýbyggt húsnæði nýrrar Þjóðgarðamiðstöðvar á Hellissandi sem mun koma til með að opna í byrjun næsta árs. Ljósm. gj.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.