Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 202218 Hausthátíð Kaupfélags Borgfirðinga var haldin í blíð­ skaparveðri síðastliðinn laugardag. Boðið var upp á pylsur og drykki og góðan vöruafslátt. Söluaðilar voru með kynningar og síðast en ekki síst var haldið líf­ legt uppboð á athyglisverðum vörum. Góð stemning var á svæðinu og gestir nutu stakrar veðurblíðu í boði septem bermánaðar. gj Hausthátíð Kaupfélagsins í sólinni Fólk naut þess hvað veðrið var gott á haustdegi. Anna Helgadóttir, Hanna S. Kjartansdóttir og Agnes Óskarsdóttir ræddu málin inni á lagernum. Það var létt yfir þessu fólki; Sigmundi Halldórssyni, Guðmundi Þorgilssyni, Lilju Jóhannsdóttur og Guðrúnu Maríu Harðardóttur. Eitt af því sem vakti lukku á uppboðinu var regntjald fyrir einn sem hér sést hamið í höndum Helgu Rósu Pálsdóttur verslunarstjóra. Rifist var um tjaldið sem einn hreppti að lokum. Ingólfur Andrésson og Konráð Andrésson höfðu um margt að spjalla, mögulega tengt Ströndunum. Vigfús Friðriksson fyrrum starfsmaður KB fór mikinn við stjórnun uppboðsins; komst vel að orði og átti skemmtilegt innlegg í daginn. Undirbúningur hátíðarinnar var strangur og hér sjást þau Helga Rósa Pálsdóttir verslunarstjóri og Vigfús Friðriksson á þönum með hljóðkerfið sem notað var á uppboðinu. Snorri Jóhannesson og Sigurður Oddsson tylltu sér í kaffihornið. Glæsifákur Snorra Jóhannessonar prýddi svæðið. Lukkuhjólið vakti lukku hvort sem því var snúið eða ekki. Ein verðlaunin voru nefnilega knús frá Þresti Reynissyni sem skráður er kúanæringarsali í símaskrána og er dygg­ ur starfsmaður KB. Páll Lind Egilsson og Steinar Ragnarsson nýttu sér hið fræga kaffihorn Kaupfé­ lagsins, staðinn þar sem sögurnar fá gjarnan vængi. Þær Brynja Gná Bergmann Heiðarsdóttir og Delia Claes afgreiddu fjölda vara til viðskiptavina þennan dag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.