Skessuhorn - 07.09.2022, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 202220
Vörur og þjónusta
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
- Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi
Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt.
Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390.
Ökuskóli allra landsmanna
GJ málun ehf
málningarþjónusta
Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356
301 Akranes gardjons@visir.is
Garðar Jónsson
málarameistari
1990-2020 30 ár TÖKUM AÐ OKKUR
AÐ HANNA
OG SETJA UPP
tímarit, dagblöð, bækur, ársskýrslur, auglýsingar, fréttabréf,
nafnspjöld, merkingar og allt sem þarf til að koma þínum
skilaboðum á framfæri.
Einnig vefsíður, vefborðar og auglýsingar, skjá auglýsingar
og annað fyrir stafræna birtingu.
Hafið samband á grafisk.smidja@simnet.is eða í síma 897 0203.
Grafísk Smiðja ehf. | Síðmúli 13 | Sími: 897 0203 | email : grafisk.smidja@simnet. is
Grafísk Smi ja
Pennagrein
Háskóli Íslands, í samstarfi við
Textílmiðstöð Íslands, býður í haust
upp á nýsköpunarnámskeið sem
tengist textílvinnslu hér á landi.
Námskeiðið nefnist „Heldurðu
þræði“ og er hugsað fyrir þá sem
vilja hrinda viðskiptahugmynd í
framkvæmd og hefja eigin rekstur
með áherslu á textíl eða eru í
atvinnurekstri og vilja auka rekstr
arþekkingu sína. Námskeiðið er
haldið í tengslum við evrópska
rannsókna og þróunarverkefnið
Centrinno sem starfsfólk Háskól
ans og Textílmiðstöðvar Íslands
taka þátt í. Námskeiðið er endur
gjaldslaust.
Þátttakendur fá margháttaðan
stuðning og fræðslu á námskeiðinu,
m.a. við að búa til heildstæða við
skiptaáætlun í kringum hugmyndir
sínar. Þar verður einnig farið yfir
stefnumótun, stjórnun og starfs
mannamál, markaðssetningu og
hagnýtingu samfélagsmiðla til að
koma vörum sínum á framfæri en
jafnframt er boðið upp á fræðslu
um hringrásarhagkerfið, jafnréttis
áherslur og umhverfismál.
Námskeiðið hefst 20. septem
ber og stendur í níu vikur. Kennt
verður í fjarnámi og einni staðlotu.
Kynningarfundur fyrir námskeiðið
verður mánudaginn 12. septem
ber kl. 1212.30 og verður honum
streymt á netinu. Skráning er hafin
á FB síðu verkefnisins sem heitir:
Heldurðu þræði. mm
Heilsugæslan í Borgarnesi er
ein elsta heilsugæsla landsins og
er undirstofnun hjá Heilbrigð
isstofnun Vesturlands (HVE).
Staðan á heilsugæslunni hefur
verið mikið til umræðu undanfarin
ár. Aðbúnaður hefur ekki þótt
nægilega góður og mannekla hefur
skapað sérstakar aðstæður sem
bitnað hafa á bæði starfsfólki og
íbúum. Svæðið sem heilsugæslan
sinnir er mjög víðfeðmt, en mikið
er um dulda búsetu á svæðinu
vegna fjölda sumarhúsa í Borgar
firði. Húsið, sem heilsugæslan er
í, hefur fengið takmarkað viðhald
síðustu ár, en ítrekað hefur verið
kallað eftir úrbótum.
Sem íbúi á svæðinu og notandi
heilsugæslunnar hefur þetta ekki
farið framhjá mér og hef ég mik
inn áhuga á að finna lausn á þeim
vandamálum sem komið hafa upp.
Í sumar kom í huga mér hvort
hægt væri að nýta þær byggingar
sem fyrirhugað er að byggja á sama
reit og heilsugæslan stendur á. Þar
á að byggja hús sem munu hýsa
íbúðir fyrir eldri borgara á vegum
Brákarhlíðar og nemendagarða
Menntaskóla Borgarfjarðar. Velta
má fyrir sér hvort við séum með
óvenju gott tækifæri til samvinnu
vegna þeirra áforma. Ef hægt væri
að nýta rými í þeim byggingum
til þess að hýsa heilsugæsluna á
meðan húsnæði heilsugæslunnar
yrði gert upp þá þyrfti starfsemi
heilsugæslunnar ekki að stöðvast á
meðan framkvæmdir eiga sér stað.
Með því að færa heilsugæsl
una í heild í takmarkaðan tíma
væri hægt að fara í allar þær fram
kvæmdir sem nauðsynlegt er að
ráðast í, sem og að gera heilsugæsl
una okkar nútímalegri og að betri
vinnuaðstöðu á styttri tíma.
Áform um að byggja á þessum
reit hafa verið í gangi í töluverðan
tíma. Ef farið væri í undirbún
ing á flutningi heilsugæslunnar
núna gæti kostnaðaráætlun og
hönnun á heilsugæslunni verið til
búin þegar framkvæmdum lýkur á
nýbyggingu Brákarhlíðar og MB.
Því væri hægt að innrétta rými
í nýbyggingunni eins og hent
aði heilsugæslunni. Þegar fram
kvæmdum á heilsugæslunni er
lokið og hún flutt til baka væri
hægt að breyta rými nýbyggingar
innar í það sem upphaflega stóð til
og þar með klára það hús.
Í sumar hef ég rætt við starfsfólk
og stjórnendur hjá HVE, Brák
arhlíð, sveitarstjórnarfulltrúa, íbúa
og aðra, til þess að kanna vilja og
áhuga á þessu. Hugmyndin er þó
ennþá einungis á byrjunarstigi
enda augljóst að margir þurfa að
koma að verkefninu og því mik
ilvægt að vilji sé til þess að fara í
framkvæmdirnar. Mögulega er til
hentugri leið en svona tækifæri
eru ekki oft í boði. Því er mikil
vægt að skoða þennan kost alvar
lega því þörfin á að bæta stöðuna
á heilsugæslunni í Borgarnesi er
mikil.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Höf. er alþingismaður Fram-
sóknarflokks í NV kjördæmi.
Tækifæri fyrir húsnæði
HVE í Borgarnesi
Nýsköpunarnámskeið
fyrir frumkvöðla í textíl