Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ég er nefni-
lega ein af
70 pró-
sentum
íslenskra
kvenna
sem ekki
gefa blóð.
Börn sem
alast upp
við fátækt
fá ekki
sömu
tækifæri
og önnur
börn.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
Oddný G.
Harðardóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Á Íslandi, einu ríkasta ríki heims, þrífst fátækt. Þús-
undir barna búa hér við sárafátækt. Nýjustu tölur eru
frá árinu 2018 sem sýna að 9% íbúa búa við fátækt
eða 31.400 einstaklingar og að um 20% leigjenda búi
við fátækt. Einstæðir foreldrar á örorkubótum eru
meðal þeirra verst settu. Það má leiða að því góðar
líkur að ástandið hafi ekki batnað á síðastliðnum
fjórum árum.
Það að lifa í stöðugum afkomuótta veldur kvíða,
sálrænum erfiðleikum og félagslegri einangrun.
Fátækt fólk verður fyrir fordómum vegna þeirrar
stöðu sem það er í.
Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tæki-
færi og önnur börn. Mörg þeirra hafa ekki stuðning
til að fara í framhaldsskóla og hafa ekkert til að
hlakka til. Mörg þeirra búa við skaðleg hegðunar-
mynstur sem fylgja þeim út í lífið, hegðunarmynstur
sem þau þurfa aðstoð sálfræðinga eða annars fag-
fólks við að rjúfa.
Rangar pólitískar ákvarðanir
Sveltistefna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- og vel-
ferðarmálum kemur harðast niður á þeim sem helst
þurfa á þjónustu og stuðningi ríkisins að halda.
Stuðningur við barnafólk og húsnæðisstuðningur er
skorinn við nögl og tekjuskerðingar grimmar. Reyni
fátækt fólk að vinna sig út úr vandanum er stuðn-
ingur skorinn niður á móti.
Öryrkjar og aldraðir með litlar tekjur eiga allt
sitt undir stjórnvöldum, að greiðslurnar sem þau
fá frá hinu opinbera dugi fyrir mannsæmandi lífi.
Svo er ekki nú um stundir vegna rangra pólitískra
ákvarðana. Vegna þess að stjórnarþingmenn hafa
ítrekað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um hærri
lífeyrisgreiðslur, hærri greiðslur til barnafjölskyldna,
betri húsnæðisbætur og hafa ekki beitt sér fyrir því
að á vinnumarkaði verði til f leiri hlutastörf fyrir fólk
með skerta starfsgetu.
Ráðherrar og stjórnarþingmenn tala mikið um
farsæld barna og snemmtæka íhlutun og allt það. Það
er ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða, fjármagna
þær og útrýma fátækt á Íslandi. n
Útrýmum fátækt
ser@frettabladid.is
Aðfaraorðin
Sjaldan ef nokkurn tíma í stjórn-
málasögu landsmanna hafa jafn
mörg aðfaraorð verið sögð að því
augljósa og í tilviki Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar á fundi hans með
stuðningsmönnum í Valhöll. Kapp-
anum var tekið feiknavel þegar
hann staulaðist á hækjum sínum í
salinn – og ætlaði fagnaðarlátunum
aldrei að linna. En það var ekkert
verið að vinda sér í aðalatriði máls-
ins – og lýsa því yfir að hann ætlaði
í formannsslag. Á að giska enda-
laus ræða tók við um sjálfsagða
hluti á borð við það að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri besti flokkurinn
og stuðningsfólk Guðlaugs þættu
bestu Sjálfstæðismennirnir. Það var
svo ekki fyrr en líða tók á daginn að
það augljósa af öllu augljósu komst
loksins út úr manninum.
Í skugganum
Annars var þetta með pólitísk-
ustu helgum ársins, en Lands-
fundur Samfylkingarinnar var líka
haldinn, hafi hann ekki á annað
borð fallið algerlega í skuggann af
umræðuþunganum í reykfylltum
bakherbergjum, um það hvort
Gulli hygðist bjóða sig fram eða
ekki. Það var eina pólitíska lífið um
helgina, enda allt með slíkum friði
hjá Samfó að menn voru þar meira
og minna sjálfkjörnir í allar stöður,
sem vel að merkja, hefur nú fellt
burt mennina í nafni sínu, hvað
svo sem það kann að hafa í för með
sér. n
Þó svo að Covid sé enn í blússandi gangi
hér á landi eru fylgifiskar þess að
miklu leyti horfnir úr hugum margra.
Fyrir mína parta eru grímuskylda og
fjöldatakmarkanir, þríeykisfundir og
minnisblöð, nánast orðin að fjarlægri distóp-
ískri fortíð og einu jólakúlurnar sem birtast í
huga mér, nú þegar nóvember hefur göngu sína,
eru þær sem munu hengdar á tréð.
En auðvitað eru afleiðingar þess að heimur-
inn hafi verið settur í hægagang í tvö ár marg-
víslegar. Einn banki hér á landi fann sérstaklega
fyrir Covid takmörkunum og gerir enn, eini
bankinn sem getur státað sig af því að vera
banki allra landsmanna: Blóðbankinn.
Bankinn sá þarf 70 blóðgjafa á dag og þó svo
að valkvæðum aðgerðum hafi verið frestað á
meðan heimsfaraldur hélt okkur í heljargreip-
um minnkaði þörfin ekki. Ríflega þriðjungur
blóðgjafa fara til fólks með krabbamein og
blóðsjúkdóma. Sjúkdóma sem ekkert valkvætt
er við og meðferðir þola enga bið.
Um liðna helgi sagði Sigríður Þorsteinsdóttir
í viðtali við Fréttablaðið frá baráttu Ágústu
dóttur sinnar við illkynja krabbamein í heila.
Meinið greindist rétt fyrir sex ára afmælis-
dag Ágústu og sagði móðir hennar hreint út
að án tíðra blóðgjafa hefði hún ekki lifað af þá
gríðarlega erfiðu meðferð sem hún þurfti að
undirgangast í hröðu kapphlaupi við tímann.
Saga Ágústu er rækileg áminning fyrir fólk
eins og mig sem hefur aldrei látið sig hafa það
að skreppa upp á Snorrabraut og leggjast þar á
bekk til að gera örlítið góðverk.
Ég er nefnilega ein af 70 prósentum íslenskra
kvenna sem ekki gefa blóð. Þegar kemur að
blóðgjöf stöndum við konur aftar körlum, og
það sem meira er, aftar kynsystrum okkar
í nágrannalöndunum. Aðeins 30 prósent
íslenskra kvenna eru virkir blóðgjafar en í þeim
löndum sem við berum okkur saman við eru
tölur kynjanna nokkuð jafnar. Heilbrigðar
konur sem hvorki eru barnshafandi né með
barn á brjósti geta gefið blóð þrisvar á ári á
meðan karlarnir geta gert það fjórum sinnum.
Covid-tíminn minnkaði ekki þörfina og
ekki safnaðist upp lager, eins rændi sá tími
Blóðbankann ákveðinni endurnýjun blóð-
gjafa. Bíllinn sem vanalega heimsækir staði þar
sem ungt fólk er, breiðir út fagnaðarerindið og
safnar nýjum liðsfélögum, stóð óhreyfður á
bílastæðinu og nýir gjafar mættu ekki. Þjóðin
er að eldast og hlutfallslega færri standa undir
blóðgjöfum, samkvæmt útreikningum mun sú
skekkja versna á næstu áratugum.
Til þess að standa undir þörfinni þurfum við
konur að fara að mæta. n
Meira blóð
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR