Fréttablaðið - 01.11.2022, Side 25

Fréttablaðið - 01.11.2022, Side 25
Móðir Náttúra býður upp á frábært úrval af hollari og léttari valkostum þegar kemur að tilbúnum mat- vælum. Fyrirtækið kynnir reglulega til sögunnar nýjar og spennandi nýjungar. Í tæpa tvo áratugi hefur Móðir Náttúra auðveldað Íslendingum valið um heilsusamlegri lífsstíl með hollari og léttari valkostum þegar kemur að tilbúnum mat- vælum. Flestir landsmenn þekkja klassíska og vinsæla rétti fyrir- tækisins á borð við grænmetisla- sagna, grænmetisbuffin og vefjur en undanfarið hefur átt sér stað mjög spennandi vöruþróun hjá Móður Náttúru að sögn Kristins Skúlasonar, framkvæmdastjóra Móður Náttúru. „Það eru ýmsar spennandi nýjungar í þróun hjá okkur um þessar mundir sem eiga eftir að auka vöruúrval okkar enn frekar. Meðal nýrra vara sem eru komnar á markað má nefna chia grauta úr kókosjógúrt og dásam- lega kaldpressaða hreina safa.“ Kallað eftir léttari valkostum Kristinn segir starfsfólk Móður Náttúru upplifa það sterkt að almenningur, og þá sérstaklega unga fólkið, sé að kalla eftir léttari valkosti þegar kemur að tilbúnum mat. „Það á ekki aðeins við græn- metisætur eða fólk sem aðhyllist vegan lífsstíl. Við höfum verið að mæta þessari eftirspurn og ætlum okkur að gera það áfram með fjöl- breyttu vöruúrvali.“ Grænmetis lasagna frá Móður Náttúru nýtur mikilla vinsælda segir Kristinn. „Þetta er frábær réttur sem hentar öllum fjölskyldu- meðlimum og tekur aðeins um fimmtán mínútur að undirbúa. Með honum er tilvalið að bera fram klettasalat með brómberjum, dassi af sólskinssósu frá okkur, súrdeigsbrauð, olíu og hvítlauk. Þetta er einn af þessum frábæru réttum sem uppfyllir kröfur fólks um hollustu, á sama tíma og hann er fljótlegur fyrir fólk sem er á þönum í nútíma samfélagi.” Stöðugar nýjungar Nú fram undan eru spennandi tímar hjá Móður Náttúru þegar fyrirtækið flytur í stærra húsnæði og eykur á sama tíma framleiðsl- una til muna. „Við ætlum að þrefalda framleiðsluna á næstu tólf Ein holl máltíð á dag er nauðsynleg fyrir allt fólk Móðir Náttúra framleiðir mest selda grænmetisborgarann á landinu. Dehli Koftas grænmetisbollurnar eru fulleldaðar og góðar með grjónum. Grænmetislasagna frá Móður Náttúru nýtur mikilla vinsælda og tekur aðeins um fimmtán mínútur að undirbúa. Kristinn Skúlason er framkvæmda- stjóri Móður Náttúru. MYND/AÐSEND mánuðum, setja enn meiri kraft í vöruþróunina og koma með eina nýja vöru á markað í mánuði að meðaltali.“ Strax eftir áramót kynnir fyrirtækið til sögunnar nýja vöru- línu í grænkjöti sem er þróað úr grænmeti og baunum. „Við ætlum okkur að vera áfram leiðandi í framleiðslu á grænkjöti. Það vita það kannski ekki margir en við framleiðum mest selda grænmetisborgarann á landinu hjá mörgum vinsælustu hamborgarastöðum landsins og erum afskaplega stolt af því.“ Hollusta er okkur hjartans mál Kristinn kom til Móður Nátt- úru fyrir ári síðan en hann hefur starfað á smásölumarkaði í ára- tugi, nú síðast hjá Krónunni í yfir sautján ár þar sem hann tók virkan þátt í að breyta neysluvenjum og ýta undir hollustu neytenda. „Það er því gaman að koma inn í Móður Náttúru og halda áfram þeirri vegferð að hvetja og auðvelda neytendum að velja heilsusam- legri lífsstíl með hollari og léttari valkosti.“ Hann segir hollustu vera hjartans mál fyrirtækisins. „Við hvetjum neytendur til að borða léttari mál- tíðir að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku. Á sama tíma leitumst við eftir að bjóða upp á fjölbreytt vöruúr- val svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og erum við mjög spennt fyrir að auka vöruframboð okkar á næstu mánuðum. Öll fram- leiðsla okkar er unnin úr hágæða hráefnum og byggja vörur okkar á grænmeti, baunum, heilu korni og ávöxtum“. n Nánar á modirnattura.is. Nú borðar fólk hnetusteik- ina allan ársins hring. kynningarblað 5ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 2022 VEGAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.