Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Fætur toga standa á tíma-
mótum því fyrir tæpri
viku tók fyrirtækið á móti
hvorki meira né minna en
75 þúsundasta viðskiptavini
sínum í göngugreiningu.
„Þann 26. október tókum við
á móti viðskiptavini númer 75
þúsund í göngugreiningu og í dag,
þriðjudaginn 1. nóvember, afhend-
um við innlegg númer 81 þúsund,“
segir Lýður B. Skarphéðinsson,
gjarnan kallaður „skódoktorinn“
en Lýður er sérfræðingur í göngu-
og hlaupagreiningum.
Lýður hefur unnið sem sér-
fræðingur í göngugreiningum hjá
Stoðtækni, Gísla Ferdinandssyni,
Flexor og Össuri, eða allt þar til
hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki,
Fætur toga, árið 2010. Hann hefur
einnig haldið fjölda fyrirlestra,
skrifað greinar og komið fram í
sjónvarpi og útvarpi.
„Frá því Fætur toga opnuðu fyrir
tólf árum höfum við afhent 57.000
innlegg eftir göngugreiningu,
13.400 innlegg sem aukapör og
10.600 innlegg hafa verið smíðuð
eftir tíma í endurkomu. Þeir sem
eru með mislengd ganglima koma
svo allir í endurkomu og öðrum
stendur það til boða,“ upplýsir
Lýður.
Nýr búnaður og 3D-innlegg
Fætur toga tóku nýverið í notkun
nýjar RsScan V9 þrívíddar-þrýsti-
plötur (3D) og hugbúnað frá
hátæknifyrirtækinu Materialis.
„Plöturnar og búnaðurinn er sá
fullkomnasti sem völ er á,“ greinir
Lýður frá. „V9-þrýstiplöturnar
styðja prentun á þrívíddar-inn-
leggjum og fyrir nokkrum dögum
fengum við fyrstu þrívíddarprent-
uðu innleggin okkar. Prentun á
3D-innleggjum eru framtíðin og
við erum spennt yfir því að vera
komin þangað.“
3D-prentuðu innleggin og
búnaðurinn frá Materialis fengu
fyrstu verðlaun á ISPO, stærstu
íþróttavörusýningu í heimi.
„Nýju 3D-innleggin okkar eru
sterk, létt og falla fullkomlega að
fæti hvers og eins. Þau eru frábær í
íþróttaskó, gönguskó og vinnuskó,“
segir Lýður.
Höggdempandi innlegg
Í samstarfi við þýskt stoðtækja-
fyrirtæki hafa Fætur toga þróað
nýjar gerðir af höggdempandi inn-
leggjum fyrir börn og fullorðna.
„Innleggin eru gerð úr PU-efni
sem er sama efni og notað er í mið-
sólann á mörgum hlaupaskóm.
PU-innlegg minnka ekki högg-
dempun í hlaupaskóm en þau auka
hana í öðrum skóm og passa ein-
staklega vel í íþróttaskó, gönguskó
og vinnuskó,“ útskýrir Lýður.
Fjaðrandi innlegg sem eru hituð
og löguð að fæti hvers og eins
Sérfræðingar Fætur toga eru jafn-
framt sérfræðingar í Footbalance
Medical.
„Footbalance-innleggin hafa
unnið til fjölda verðlauna en þau
eru hituð og mótuð undir fótinn.
Því eru þau sérgerð fyrir hvern
og einn. Footbalance-innleggin
taka lítið pláss í skóm og passa vel
í skóbúnað sem gefur ekki mikið
pláss, svo sem fótboltaskó og fínni
götuskó,“ upplýsir Lýður og þess má
geta að Footbalance-innleggin eru
afhent á staðnum.
Leiðandi í göngugreiningum
Fætur toga er fjölskyldufyrirtæki
þar sem lögð er áhersla á gæði og
persónulega þjónustu. Fyrirtækið
er leiðandi í göngugreiningum og
í verslunum Fætur toga á Höfða-
bakka 3 og Heilsuhæð Kringlunnar
sér fagfólk um göngugreiningar, fót-
skoðun, skósölu og sölu fylgihluta.
Elva og Lýður reka Fætur toga á tveimur stöðum í höfuðborginni, á Höfðabakka 3 og á heilsuhæð Kringlunnar.
Fætur toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum á sanngjörnu verði.
Rut Valsdóttir frá Akureyri er 75.000 viðskiptavinur Fætur toga. MYND/AÐSEND
„Við vinnum náið með íþrótta-
hreyfingunni og fagaðilum í
heilbrigðisstétt. Sérfræðingar á
vegum fyrirtækisins ferðast vítt
og breitt um landið með göngu-
og hlaupagreiningar, kynningar
og sölu á tengdum vörum. Einnig
ráðleggur starfsfólk okkar um
hlaupafatnað og íþróttatoppa og
mælir með vörum fyrir fætur, svo
sem tábergspúða, upphækkanir,
sérsmíðuð og stöðluð innlegg, auk
skóbreytinga. Fyrirtækið sérhæfir
sig í sölu á gæðavörum og leggur
metnað í góða þjónustu og sann-
gjörn verð,“ greinir Lýður frá.
Fagfólk með
gríðarlega reynslu
og þekkingu
Við hlið Lýðs í Fætur
toga starfa reynslu-
miklir sérfræðingar
sem búa yfir mikilli
þekkingu. Þau sem
taka hlýlega og af
fagmennsku á móti
viðskiptavinum eru:
n Elva Björk Sveinsdóttir, sér-
fræðingur í göngu- og hlaupa-
greiningum. Elva hefur tekið
fjölda Íslendinga í göngugrein-
ingu og smíðaði áður innlegg
fyrir Gísla Ferdinandsson og
Össur. Frá árinu 2010 hefur Elva
smíðað innlegg fyrir sitt eigið
fyrirtæki, Fætur toga.
n Alexander Harrason, jafnan
kallaður Alex, er sérfræðingur í
göngugreiningum. Hann lærði
íþróttafræði og Footbalance-
innleggjagerð í Noregi; algjör
skósérfræðingur. Hann hefur
tekið fleiri en 15
þúsund Íslend-
inga í göngu-
greiningu.
n Gunnlaugur
Elsuson, eða
Gulli, er sér-
fræðingur í
göngugreining-
um. Hann er íþróttafræðingur
að mennt og PGA-golfkennari,
vanur að leiðrétta hreyfingar í
golfkennslunni. Gulli passar
því fullkomlega í það hlut-
verk að skoða skekkjur í fótum,
mjöðmum og baki hjá Fætur
toga.
n Katrín Sara Reyes er íþrótta-
fræðingur og sérfræðingur í
göngugreiningum, og hefur
mikla reynslu í því að
vinna með fólk. n
Fætur toga eru á
Höfðabakka 3 og í
Kringlunni.
Sími 55 77
100. Netfang:
faeturtoga@faetur-
toga.is. Sjá nánar á faeturtoga.is
Nýju
3D-prentuðu
innleggin eru
sterk, létt og falla
fullkomlega að
fætinum.
PU-inn-
leggin eru
höggdempandi og
passa vel í íþrótta-,
göngu- og
vinnuskó.
Fjaðrandi
innlegg eru
hituð og mótuð
fyrir fætur hvers og
eins.
2 kynningarblað A L LT 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR