Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 28
Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio.
thordisg@frettabladid.is
Óskarsverðlaunahafinn Leonardo
DiCaprio hefur fjárfest í enska
merkinu Løci sem slegið hefur
í gegn með vegan-strigaskóm í
Hollywood, meðal annars hjá Ben
Affleck, Milu Kunis og Jessicu Alba.
„Ég er stoltur af því að hafa fjár-
fest í Løci sem skapar skótau sem
skaðar hvorki dýr, umhverfið né
siðferðisvitund okkar,“ segir Leo og
vonast til að fjárfesting hans veki
athygli á Løci um allan heim.
Hvert einasta skópar Løci sam-
svarar endurvinnslu á tuttugu
plastflöskum sem annars enduðu
í sjó eða landfyllingum. Að auki er
notast við kork, bambus, endur-
unnið nælon og látún, og náttúru-
legt hrágúmmí við skógerðina. Allt
hráefni kemur úr Evrópu en fram-
leiðslan fer fram í Portúgal sem er
þekkt fyrir hágæða handverk og
sjálfbæra aðferðafræði.
Í tilkynningu frá Løci er sagt að
fyrirtækið hafi nú þegar komið
í veg fyrir að nær milljón plast-
flöskum yrði fleygt og segist fyrir-
tækið ekki hafa ekki getað óskað
sér örlátari né heilsteyptari með-
eiganda en Leonardo DiCaprio. n
Leo kaupir skó
Berin eru holl og góð. MYND/GETTY
gummih@frettabladid.is
Næring fyrstu aldursárin leggur
grunn að fæðuvenjum barnsins.
Þegar barn byrjar að fá fasta fæðu
er mikilvægt að huga strax að
fjölbreytni í fæðuvali en þó kynna
alltaf eina fæðutegund í einu. Því
ef barn fær ofnæmisviðbrögð eftir
máltíð er hægt að átta sig á hvaða
fæðutegund veldur því.
Fyrir barn á grænkerafæði og
sem farið er að fá fasta fæðu, er best
að uppfylla næringarþörfina með
því að gefa því matvæli úr eftir-
töldum fæðuflokkum á hverjum
degi: belgjurtum (til dæmis baunir,
ertur, linsur), tófú og öðrum soja-
vörum, heilkornavörum (til dæmis
hafra, bygg, hýðishrísgrjón, kínóa,
hirsi, heilkornabrauð og heil-
kornapasta), grænmeti, ávöxtum
og berjum, hnetum og fræjum,
vítamín-og steinefnabættri jurta-
mjólk-/vörum og jurtaolíum. Þar
sem fæðuval er einstaklingsbundið
og breytileiki í næringarinnihaldi
matvara mikill, er hvatt til að fá
frekari aðstoð um fæðuval og val á
bætiefnum hjá næringarfræðingi
eða næringarráðgjafa. n
Grænkerafæði
fyrir börn
starri@frettabladid.is
Eplabaka:
4 græn epli
möndlusmjörs-karamella
(uppskrift hér að aftan)
1 bolli Rapunzel hafrar
1 bolli hveiti
1/2 bolli Rapunzel kókosmjöl
1/2 bolli sykur
1/2 til 1 bolli vegan smjör eða
kókosolía frá Rapunzel
Afhýðið eplin og skerið í litla
bita. Setjið í eldfast mót og hellið
möndlusmjörskaramellunni yfir.
Útbúið deigið með því að blanda
restinni af hráefnunum saman í
skál og dreifið yfir eplin. Bakið
kökuna í 30 til 35 mínútur við
180°C.
Möndlusmjörskaramella:
5 msk. Rapunzel möndlusmjör
1 1/2 dl Rapunzel döðlusíróp
Örlítið salt
2 tsk. Rapunzel kókosolía
Setjið allt saman í pott og leyfið
suðunni að koma upp. Sjóðið í 2 til
3 mínútur og hrærið í á meðan.
Berið bökuna fram með vegan
vanilluís. n HEIMILD: VEGANISTUR.IS.
Gómsæt eplabaka
Þessi eftirréttur slær alltaf í gegn.
8 kynningarblað 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURVEGAN