Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 9
Álagningu opinberra gjalda
á lögaðila árið 2022 er lokið
Álagningu tekjuskatts 2022 á lögaðila sem skattskyldir eru
samkvæmt I. kafla, sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra
opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna tekjuársins 2021
skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er lokið.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef Skattsins
á www.skattur.is.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning
þessi tekur til, lýkur miðvikudaginn 30. nóvember 2022.
Álagningarskrá vegna álagningar 2022 á lögaðila verður lögð fram
dagana 16. nóvember til 30. nóvember 2022 að báðum dögum
meðtöldum á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur,
en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga.
Reykjavík, 31. október 2022
ríkisskattstjóri
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Umhverfisverðlaun Norðurlanda-
ráðs verða veitt í kvöld í Helsinki
við hátíðlega athöfn. Norður-
landaráð veitir fimm verðlaun ár
hvert: bókmenntaverðlaun, kvik-
myndaverðlaun, tónlistarverðlaun,
umhverfisverðlaun og barna- og
u ng l ingabók mennt averðlau n.
Meðal þeirra sem afhenda munu
verðlaunin eru tónlistarkonan og
fyrrverandi verðlaunahafinn Eivør
og Sanna Marin, forsætisráðherra
Finnlands.
Votlendissjóðurinn er tilnefndur
til Umhverfisverðlauna Norður-
landaráðs en þau eru veitt starfsemi
eða einstaklingi á Norðurlöndum
sem sett hefur fordæmi með því að
samþætta virðingu fyrir umhverf-
inu í starfi sínu, eða með því að
sýna frumkvæði á annan hátt að
sértækum aðgerðum umhverfinu
til góða. Þema umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs 2022 er „Náttúru-
miðaðar lausnir – alhliða svar við
hinum stóru umhverfisáskorunum
samfélagsins.“
Þessi tilnefning er okkur sem
komum að sjóðnum og höfum gert
síðustu ár afar mikils virði. Lang-
mestan hlut í henni eiga frumkvöð-
ullinn Eyþór Eðvarðssonar og þeir
einstaklingar, fyrirtæki og félaga-
samtök sem tóku þátt í því að gera
þessa hugmynd að veruleika.
Það verður ekki sagt nógu oft að
Votlendissjóðurinn er óhagnaðar-
drifinn sjálfseignasjóður sem starf-
ar á frjálsum frumkvæðismarkaði
fyrirtækja, stofnana og einstaklinga
sem vilja styðja sjóðinn í okkar veg-
ferð, sem er ekki bara stöðvun los-
unar koldíoxíðs á ódýran og kraft-
mikinn hátt, heldur líka aðgerð í
endurheimt vistkerfa og stuðningur
fyrir náttúrulegan fjölbreytileika
sem aldrei verður metinn til fjár að
fullu. Við sjóðinn vinnur einn starfs-
maður og sjóðurinn er skipaður fólki
sem ekki þiggur laun eða hlunnindi
fyrir sína vinnu. Sjóðurinn nýtur
engra fjárframlaga frá ríkinu. n
Umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs
Davíð Oddsson bauð sig fram gegn
sitjandi formanni snemma árs 1991
og hafði glæstan sigur. Þá skálaði
Ólafur Thors á himnum!
Leit er að íslenskum stjórnmála-
manni sem er rökfastari eða betur
máli farinn en Bjarni Benediktsson.
Enginn stjórnmálamaður í öðrum
flokki hefur roð við honum í rök-
ræðum. Samt vegnar Sjálfstæðis-
f lokknum alltaf illa í kosningum
nú orðið. Eftir bankahrunið 2009,
sem margir kjósendur kenndu Sjálf-
stæðisflokknum um, fékk flokkur-
inn samt tæp 24% atkvæða. Við
kosningarnar 2013 jók flokkurinn
aðeins lítillega við fylgi sitt eftir að
hafa spilað hræðilega af sér með
stuðningi við Icesavesamningana.
Flestir Sjálfstæðismenn lögðust
gegn Icesave. Það gerðu hins vegar
aðeins örfáir þingmanna, þar á
meðal Guðlaugur Þór Þórðarson,
sem ekki greiddi atkvæði með Ice-
save. Staðan hélst á sama róli árið
2017 og 2021. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur enn ekki náð ásættanlegum
árangri síðan 2009. Árið 2007 var
fylgið tæp 37%. Það ár var Frjáls-
lyndi flokkurinn, sem var að hluta
klofningur úr Sjálfstæðisflokknum,
með rúmlega 7% fylgi. Hvað er til
ráða? – En ekki gera ekki neitt.
Formannsskipti í
Sjálfstæðisflokknum
Þrisvar hefur alvöruframboð komið
fram gegn sitjandi formanni. Árið
1987 dalaði fylgi f lokksins niður
undir svipað horf og nú er, þá undir
forystu Þorsteins Pálssonar, gersam-
lega misheppnaðs forystumanns.
Við þá stöðu varð ekki unað og svo
fór að Davíð Oddsson bauð sig fram
gegn sitjandi formanni snemma árs
1991 og hafði glæstan sigur. Þá skál-
aði Ólafur Thors á himnum. Í fram-
haldinu vann Sjálfstæðisflokkurinn
mikinn kosningasigur. Þorsteinn
var áfram einn helsti forystumaður
f lokksins og ráðherra eftir ósigur
sinn. Árið 2009 tjáði Bjarni Bene-
diktsson sitjandi formanni að hann
myndi bjóða sig fram gegn honum.
Ekki kom þó til þess að kosið yrði
milli Bjarna og Geirs Haarde.
Ég styð Guðlaug Þór Þórðarson
Ég styð Guðlaug Þór Þórðarson á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins um
næstu helgi. Guðlaugur er kominn
af óbreyttu alþýðufólki og hefur
af miklum dugnaði komist til efna
og metorða af eigin rammleik.
Og að mínu mati er formennska
Bjarna því miður fullreynd. Þrátt
fyrir mikla hæfileika nær Bjarni
engan veginn til almennings. Við
almennir f lokksmenn sem tökum
mikinn þátt í kosningaundirbún-
ingi verðum áþreifanlega varir við
andstöðuna við Bjarna. Andstaðan
við hann tengist oftast einhverjum
umdeildum málum. Ég hef nefnt
Icesave hér að framan. Nú síðast,
korteri fyrir kosningar, dreif hann
í gegn sölu á hlutum í Íslands-
banka. Hann mátti vita að neikvæð
umræða myndi blossa upp. Ekkert
lá á sölunni. Samt afréð hann að
láta slag standa. Margt fleira mætti
nefna, en ég nefni tvö augljós dæmi.
Íslandsbankasalan kostaði okkur
mikið fylgi að mínu mati þótt ekki
sé dýpra í árina tekið.
Neikvæð viðbrögð
stuðningsmanna Bjarna
Benediktssonar
Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna
Benediktssonar, Friðjón R. Frið-
jónsson, borgarfulltrúi og ráðgjafi
Sjálfstæðisflokksins, brást illa við
framboði Guðlaugs í Silfrinu. Mér
hugnaðist illa að hann skyldi láta
að því liggja að orð færi af því að
Guðlaugur væri spilltur stjórn-
málamaður. Hann hélt því blákalt
fram að landsfundur flokksins hefði
ályktað að Guðlaugur ætti að segja
af sér vegna próf kjörsframlaga.
Þetta eru helber ósannindi. – Er
Friðjóni virkilega sætt eftir þetta?
Að mínu mati hafa fylgismenn
Bjarna Benediktssonar farið langt
fram úr sér í viðbrögðum við fram-
boði Guðlaugs. Og Bjarni að sínu
leyti líka. Sjálfstæðismenn, allir sem
einn, eiga að fagna þeim einstaka
lýðræðislega viðburði sem lands-
fundurinn er. Einstaka ráðherra
hefur hringt í landsfundarfulltrúa
og tjáð þeim að það jafngildi van-
trausti á ríkisstjórn og kosningum
á erfiðum tímum að kjósa Guðlaug!
Þetta er hreinn tilbúningur. Að hinu
leytinu var yfirlýsing Bjarna um að
hann yrði að hætta afskiptum af
pólitík biði hann lægri hlut mjög
svo vanhugsuð og sögð í hita leiks-
ins. Hinir miklu hæfileikar Bjarna
eiga áfram að geta nýst okkur í þágu
þjóðarinnar hvor þeirra sem hefur
betur. Ég skora á Bjarna, sem ég hef
átt samskipti við og stutt dyggilega
eins og hann getur vottað, að endur-
skoða hug sinn og draga þetta til
baka. n
Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast nýrrar forystu
Einar S.
Hálfdánarson
löggiltur
endurskoðandi og
hæstaréttarlög-
maður
Einar
Bárðarson
framkvæmdastjóri
Votlendissjóðs
Ég styð Guðlaug Þór
Þórðarson á lands-
fundi Sjálfstæðisflokks-
ins um næstu helgi.
Guðlaugur er kominn
af óbreyttu alþýðufólki
og hefur af miklum
dugnaði komist til efna
og metorða af eigin
rammleik.
ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ