Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Vegan búðin í Faxafeni 14 fagnar
fjögurra ára starfsafmæli í dag, á
alþjóðlega vegan daginn. Vegan
búðin er í eigu tvennra hjóna,
Sæunnar Ingibjargar Marinósdótt-
ur, Magnúsar Reyrs Agnarssonar,
Rósu Maríu Hansen og Benjamins
Lestage. „Verslunin opnaði fyrst
í pínulitlu rými í Hafnarfirði og
hefur á síðustu árum stækkað jafnt
og þétt í takt við hratt vaxandi
eftirspurn og á sjálfbæran máta.
Í mars 2020 opnuðum við Vegan
búðina í Faxafeni 14, þar sem
Bónus var til húsa fyrir allnokkr-
um árum,“ segir Magnús Reyr
Agnarsson, einn eigenda búðar-
innar. „Covid setti auðvitað strik í
reikninginn því skömmu eftir að
við opnuðum voru samkomutak-
markanir settar á. En við höfðum
það af og höfum núna verið í hús-
næðinu okkar í Faxafeni í meira en
tvö ár,“ bætir hann við.
Fjölbreyttur hópur viðskiptavina
Vegan búðin selur eingöngu vörur
sem uppfylla viðmið vegan hug-
myndafræðinnar. „Í sumum til-
fellum er um að ræða vörutegundir
sem eru sérstaklega framleiddar
sem vegan valkostur og svo seljum
við auðvitað einnig fjölda vara
sem eru óvart vegan og fólk þekkir
vel en hefur ekki áttað sig á að
væru lausar við dýraafurðir,“ segir
Magnús.
Vegan búðin er fullvaxin dag-
vöruverslun með mikið úrval af
matvöru auk ýmissa nauðsynja
fyrir heimilið. Með því að hafa allt
vegan á einum stað verða innkaup
grænkera bæði þægilegri og fjöl-
breyttari. Magnús segir viðskipta-
vini Vegan búðarinnar vera mjög
fjölbreyttan hóp. „Hingað kemur
allskonar fólk og alls ekki öll
vegan heldur líka fjöldi fólks sem
elskar að skoða og prófa ýmislegt
nýtt og spennandi. Sum sækjast
eftir umhverfisvænni valkostum,
önnur eru í leit að sælkeravörum
og enn önnur eru kannski að kljást
við mataróþol og vita að vegan
vörur eru oft öruggur valkostur.“
„Viðskiptavinir Vegan búðar-
innar eru á öllum aldri, þó sjáum
við með áberandi hætti hvernig
yngra fólk er meðvitaðra um lofts-
lagsbreytingar og dýravernd svo
það er eðlilega mjög stór hluti við-
skiptavina okkar og rímar við það
sem er að gerast úti í heimi. Það er
auðvitað frábært því þá sjáum við
að framtíðin verður grænni,“ bætir
Magnús við.
Þetta er okkar aktívismi
Í Vegan búðina kemur líka margt
fólk í leit að fjölbreytni. „Íslend-
ingum finnst gaman að komast
í annað vöruúrval og geta keypt
eitthvað sem fæst hvergi annars
staðar. Sumt fólk er líka forvitið og
langar að prófa sig áfram í græn-
keralífsstílnum. Þá erum við til
staðar til að leiðbeina og fræða.
Hér má spyrja að öllu,“ segir
Magnús brosandi.
Magnús segir þó dýraverndar-
og umhverfissjónarmið vera helsta
drifkraftinn á bak við stofnun
búðarinnar. „Við eigendurnir
höfum öll verið vegan árum saman
af þeim ástæðum. Við vitum að
kolefnisspor vegan matvæla er
almennt miklu lægra en dýraaf-
urða og margt fólk hefur gerst
vegan einmitt á þeim forsendum.
Við teljum að samanlögð umhverf-
isáhrif þess að selja eingöngu
vegan vörur séu því umtalsvert
minni en hefðbundinna matvöru-
verslana. Það er hægt að berjast
fyrir umhverfisvernd og réttindum
dýra á ýmsan hátt en okkar nálgun
að vegan aktívismanum er sú að
auðvelda aðgengi og fræða, að gera
Eigendur Vegan búðarinnar hafa öll verið vegan í mörg ár af umhverfis- og
dýraverndunarástæðum.
Kolefnissporið
af verslun sem
eingöngu selur
vegan vörur
er mun minna
en af versl-
unum sem selja
dýraafurðir.
Hangirúllan er
bæði gómsæt
og hátíðleg á
jólaborðið.
Vegan búðin í Faxafeni er sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Úrvalið er einnig í sérflokki.
vegan lífsstílinn svo aðgengilegan
og girnilegan að hann verði hratt
útbreiddari og sjálfsagðari. Við
viljum vera hluti af lausninni og
bjóða upp á hentugan valmögu-
leika til aukinnar sjálfbærni,“ segir
Magnús.
„Það hefur komið okkur
skemmtilega á óvart hversu vel og
fagnandi okkur hefur verið tekið.
Ég er alveg einstaklega þakk-
látur fyrir okkar viðskiptavini,
og gaman að sjá þau gleðjast yfir
betra aðgengi og úrvali. Og núna
gera fjölmargar fjölskyldur nær öll
sín innkaup hjá okkur,“ bætir hann
við glaður í bragði.
Gapandi yfir úrvalinu
„Við fáum talsvert af ferða-
mönnum, sérstaklega frá Banda-
ríkjunum og Þýskalandi, jafnvel
beint af flugvellinum, en þá koma
þau hingað til að kaupa inn áður
en þau fara hringveginn,“ segir
Magnús. „Þau sem eru grænkerar
hafa mörg hver aldrei upplifað
svona gott úrval enda er það í
sérflokki því flestar svona búðir
í Bandaríkjunum, til dæmis, eru
aðeins með vörur þaðan, sama
gildir um vegan verslanir í Evrópu.
Vegna staðsetningar okkar mitt á
milli heimsálfa getum við boðið
upp á það besta úr báðum áttum,
sem er einstakt og stór partur af
okkar sérstöðu.“
Vegan hátíð
Að sögn Magnúsar er undirbún-
ingur jólamáltíða í algleymingi.
„Undir merki Jömm, systkini
Vegan búðarinnar, er framleitt
ýmislegt góðgæti sem gaman er
að gæða sér á um hátíðirnar. Við
leitum einnig aðfanga víðs vegar
um heiminn og flytjum inn ýmiss
konar annan mat fyrir jólin. Hér
fæst allt í jólamatinn, hvort sem
það er jólasteikin eða jólaísinn.
Böff Wellington steikin og Jömm
hangirúllan okkar eru líka alltaf
vinsæl. Fólki finnst oft gaman að
njóta rétta sem byggjast á hefð-
unum sem það á að venjast og sem
eru sambærilegir við annan jóla-
mat. Einnig er mikið um að fólk
sem á von á vegan fólki í jólamat
komi við hjá okkur og sæki veglega
steik eða annað góðgæti fyrir gesti
sína, og sparar sér þannig bæði
vinnu og áhyggjur,“ segir Magnús.
Vegan áhrifin
„Við leggjum mikið upp úr því að
fólk hafi valkosti sem henta þeirra
lífsstíl og fjárhag því öðruvísi verða
engar langvarandi breytingar.
Við viljum að vegan mataræði sé
aðgengilegt og hagkvæmt fyrir
hvaða heimili sem er og bjóðum
því upp á gott úrval í hverjum
vöruflokki, bæði hversdagslegar
vörur á samkeppnishæfu verði en
líka sérinnfluttar sælkeravörur
fyrir þau sem vilja slíka tilbreyt-
ingu. Að sama skapi erum við með
fjölbreytta valkosti í bæði lífrænni
og hefðbundinni matvöru, hand-
gerðri og fjöldaframleiddri, hollri
og óhollri og hvað sem hugurinn
kann að girnast,“ segir Magnús. n
Vegan búðin er staðsett í Faxa-
feni 14 og er opin alla daga frá kl.
10.00-20.00
Það er hægt að
berjast fyrir
umhverfisvernd og
réttindum dýra á ýmsan
hátt en okkar nálgun að
vegan aktívismanum er
sú að auðvelda aðgengi
og fræða.
Magnús Reyr
Vegan búðin fagnar fjögurra ára afmæli í dag á alþjóðlega vegan daginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 kynningarblað 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURVEGAN