Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 26
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is islenskt.is Gígja Sara Björnsson hefur verið vegan frá árinu 2006. Á þeim tíma voru fáir sem vissu hvað orðið þýddi. Fólki fannst ákvörðun hennar skrýtin og margir spurðu hana leiðinlegra spurninga. Hún segir að staðan í dag sé allt önnur. sandragudrun@frettabladid.is Fólki sem velur að sneiða hjá dýraafurðum hefur fjölgað tölu- vert frá árinu 2006 og viðhorfið til lífsstílsins er orðið allt annað. Það er að minnsta kosti upplifum Gígju Söru Björnsson. „Fólk veit betur út á hvað vegan lífsstíll gengur og spurning- arnar sem ég fæ hafa breyst. Ég var unglingur þegar ég ákvað að hætta að borða kjöt. Á þessum tíma var ekki eins mikið talað um hvernig kjötiðnaðurinn er, en ég sá umfjöllun um það í sjónvarpinu og fékk smá sjokk. Á þessum tíma átti ég líka ketti og ég hugsaði með mér að ég gæti ekki hugsað mér að borða kettina mína og þá gat ég ekki heldur hugsað mér að borða önnur dýr. Hugsjónin var ekkert dýpri en það fyrr en seinna. En hugsjónin bak við það af hverju ég er vegan hún rokkar, ég er náttúru- lega búin að vera vegan svo lengi að ég fer í 100 hringi með hana,“ segir Gígja Sara. „Þetta var eiginlega andlegt upp- haflega. Mér fannst bara óþægileg tilhugsun að borða eitthvað sem er dautt. Það er náttúrulega hægt að segja að gulrót sé dauð. En ég upplifði það þannig að mér þótti óþægilegt að setja dauð dýr inn í líkama minn og svo þróaðist það þannig að ég gat ekki breytt því.“ Þóttist vera með mjólkuróþol Til að byrja með var Gígja græn- metisæta en seinna fór hún að lesa sér til á netinu og ákvað þá að taka út mjólkurafurðir líka. Það fannst fólki skrítið. „Fyrst þegar ég var að byrja á þessu mataræði þá laug ég og sagðist vera grænmetisæta með mjólkuróþol ef ég var á veitinga- stöðum, til að sleppa við leiðinleg- ar spurningar. Ég upplifði mikinn félagskvíða við að fara út að borða með fólki því þá fékk ég oft leiðin- legar athugasemdir. En mér fannst líka margir sýna þessu áhuga og vildu skilja mig,“ segir hún. „En svo venst maður pínu öllum þessum spurningum. Ég hef stund- um grínast með það með sjálfri mér og kallað þetta bingó því maður fær alltaf sömu spurning- Heyrði orðið vegan fyrst í popplagi  Gígja Sara Björnsson hefur verið vegan í 16 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gígja er annar eigandi Katta- kaffihússins þar sem gestir geta fengið sér vegan góðgæti og klappað kisum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI arnar og heyrir sömu brandarana. Það sýnir svolítið hvað við erum ófrumleg sem mannfólk,“ bætir hún við hlæjandi. „En það er annað sem er svolítið fyndið við þetta allt saman, þetta er kannski pínulítið eins og ef maður tilheyrir einhverjum trúar- hóp, alltaf þegar ég svara þessum spurningum þá er ég að staðfesta fyrir sjálfri mér að ég hef valið rétt. Nú hljóma ég kannski eins og ég sé einhver költ-týpa, en ég upplifi það svolítið að ef fólk er að gera lítið úr þessu eða gera grín að mér þá hugsa ég, já ég er enn þá að þessu svo ég greinilega veit hvað ég vil.“ Fæstir þekktu orðið vegan Gígja upplifir mjög breytt við- horf í dag gagnvart vegan lífsstíl frá því þegar hún var að byrja á honum sjálf fyrir 16 árum. Núna vita flestir hvað vegan er og sýna þessu skilning. Fyrir tíu árum þekktu fáir orðið vegan og höfðu þar af leiðandi ekki myndað sér neina skoðum á málinu. Sjálf segist hún fyrst hafa heyrt orðið vegan, í popplagi og þá hafi það vakið áhuga hennar. „Fólk spurði mig stundum áður fyrr: Borðarðu í alvörunni bara gras? Það einfaldlega skildi ekki orðið vegan því það hafði aldrei heyrt það áður. Í dag skilja það flestir og flestir hafa líka myndað sér einhverja skoðun á málinu. Spurningarnar sem ég fæ frá fólki eru því öðruvísi en áður.“ Gígja segir að það sé líka mikill munur á úrvali af vegan vörum í dag og árið 2006 þegar hún var að byrja á vegan lífsstílnum. „Þá þurfti ég að elda allt frá grunni, aðallega úr grænmeti og baunum. Það er himinn og haf á milli þess að vera að búa til bauna- smákökur og yfir í að geta keypt alveg allt sem ég vil í f lottustu vegan búð í heimi í Skeifunni. Mig langar virkilega að hrósa Vegan búðinni,“ segir hún. „Áður var ég alltaf að leita að uppskriftum og fletta uppskrifta- bókum, en núna er úrvalið af vegan vörum orðið meira svo ég hef ekki verið eins dugleg að elda frá grunni og áður. En mig langar að fara að verða duglegri aftur að prófa mig áfram og búa til mat frá grunni, ég er enn þá mjög dugleg að elda og mér finnst það mjög skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka eitthvað grænmeti sem hljómar leiðinlegt og gera það næs. En ég flakka mikið með þetta og það sem er í uppáhaldi hjá mér breytist oft. Ég er rosa hrifin af tófú og tempeh og finnst gaman að elda eitthvað spennandi úr því, en það eru ekki allir á heimilinu jafn spenntir fyrir því og ég.“ Fundu ekki mun á bakkelsinu Gígja er annar eigandi Kattakaffi- hússins á Bergstaðastræti en þar er allt sem er í boði vegan nema hægt er að fá kúamjólk. „Uppsprettan af því að ég varð vegan er að ég er dýravinur, og þess vegna opnuðum við kattakaffihús. Þetta er eitt af fyrstu vegan kaffi- húsunum í Reykjavík. Við vorum í upphafi ekkert að auglýsa mikið að kaffihúsið væri vegan. Sumt fólk hafði komið nokkrum sinnum til okkar og keypt bakkelsið áður en það vissi að það væri vegan. Það fann engan mun, bakkelsi er bara bakkelsi, sykur er bara sykur. Það er ekkert mikill bragðmunur á vegan kökum og öðrum kökum,“ segir hún. Auk þess að neyta engra dýraafurða notar Gígja aðallega vegan föt. „Ég hef alveg notað föt sem ég hef fengið gefins sem eru ekki vegan, eins og ullarföt. Ég er ekki alveg 100% fullkomin í þessu. En ég nota ekki leður, ég á ekki leðurskó og kaupi ekki leðurtöskur,“ segir hún. „Ég reyni líka að velja frekar dýrari föt sem eru framleidd á mannúðlegan hátt sem dæmi, frekar en að kaupa kannski plastskó í H&M eða eitthvað slíkt. En ég er ekkert fullkomin í þessu. Mér finnst fólk stundum verða pirrað á að þar sem ég er vegan sé ég ekki hugsjónamanneskja í öllu, því finnst að ef maður er vegan þurfi maður að vera 100% í öllu öðru líka, en ég er bara mannleg, ég geri mitt besta.“ n Fólk spurði mig stundum áður fyrr: Borðarðu í alvörunni bara gras? Það einfald- lega skildi ekki orðið vegan því það hafði aldrei heyrt það áður. Í dag skilja það flestir og flestir hafa líka myndað sér einhverja skoðun á málinu. 6 kynningarblað 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURVEGAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.