Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 12
Það skortir fleiri tækni-
lausnir sem miða að
því að uppræta ofbeldi
og hjálpa þolendum.
Árdís R. Einarsdóttir,
stofnandi Lilju apps
Fyrirtækið áætlar að
viðgerðarkostnaður-
inn verði í kringum
500 milljónir evra.
Við glímum hins vegar
ekki við verðbólgu á
sama tíma og samdrátt
hagkerfa eins og Bret-
land, Evrópa og Banda-
ríkin.
Vignir Þór
Sverrisson, fjár-
festingastjóri hjá
Íslandssjóðum
helgisteinar@frettabladid.is
Úkraínski f lugframleiðandinn
Antonov hefur staðfest að stærsta
þota heims, Antonov AN-255, sem
eyðilagðist í árás Rússa á f lug-
velli skammt frá Kænugarði, verði
endursmíðuð. Talsmenn Antonov
tilkynntu síðastliðinn mánudag að
verkefnið og hönnunarferlið væri
nú þegar hafið.
Fyrirtækið áætlar að viðgerðar-
kostnaðurinn verði í kringum 500
milljónir evra og lofar að veita
frekari upplýsingar um framtíð
vélarinnar „eftir sigurinn“.
Antonov-þotan var eyðilögð í árás
Rússa þann 27. febrúar síðastliðinn
þar sem hún sat á heimaflugvelli
sínum í Hostomel í um 25 kílómetra
fjarlægð frá höfuðborginni Kænu-
garði. Á þeim tíma voru yfirvöld
fljót að lýsa því yfir að þau ætluðu
sér að endursmíða flugvélina og að
draumurinn myndi aldrei deyja.
Fyrirtækið hefur ekki staðfest
núverandi ástand vélarinnar en
segir að það sé með 30 prósent
af þeim varahlutum, sem þarf til
að smíða nýja þotu, í höndunum.
Antonov stendur ekki eitt á bak
við verkefnið en úkraínska frum-
kvöðlafyrirtækið Metal Time selur
nú flugvélarlíkön af AN-255 vélinni
á heimasíðu sinni til að safna pen-
ingum fyrir smíðinni, þjálfun flug-
manna og húsnæði fyrir starfsmenn
fyrirtækisins sem misstu heimili sín
í innrásinni.
Flugvélin var kölluð Mriya,
eða Draumurinn, og upphaf lega
smíðuð á níunda áratugnum til að
bera geimskutlur Sovétríkjanna
á bakinu. Ekkert varð úr þeim
áformum. Þess í stað var ákveðið að
nýta vélina frekar í fraktflutninga
en vélin gat borið tvöfalt stærri og
þyngri farma en flugvél af gerðinni
Boeing 747. n
Stærsta flugvél allra tíma öðlast nýtt líf
Úkraínska
Antonov AN-255
þotan var eyði-
lögð í orustunni
um Hostomel-
flugvöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
ggunnars@frettabladid.is
Smá forrit fyrir þolendur of beldis
hefur verið tilnefnt til norrænna
verðlauna sem einblína á konur í
tæknigreinum. Stofnendur forrits-
ins segja viðurkenninguna til marks
um hve mikilvægt sé að þróa lausnir
sem komi fórnarlömbum of beldis
til aðstoðar.
Smáforritið Lilja app er fyrst og
fremst hugsað sem forvörn gegn
kynferðisof beldi. Hugmyndin að
baki Lilju varð í þriðja sæti í nýsköp-
unarkeppni Gulleggsins í byrjun
febrúar.
Þær Inga Henriksen og Árdís
R. Einarsdóttir, stofnendur Lilju,
þekkja báðar heimilisof beldi af
eigin raun og segjast fyrst og fremst
drifnar áfram af hugsjón.
„Við erum tilnefndar í f lokki
nýsköpunar og það er auðvitað
ótrúlega mikil viðurkenning. Þýðir
í raun að það sem við erum að gera
skiptir máli,“ segir Inga.
Árdís bætir við að þetta sé í takt
við mikinn áhuga sem þær hafi
fundið síðustu vikur og mánuði.
„Þar spilar auðvitað inn í að það
eru ekki til nein bjargráð eins og
Lilja í heiminum. Fyrir þolendur
of beldis. Verkefnið sem við erum
að kynna og þróa er miklu stærra
en appið sjálft. Þessi viðurkenning
staðfestir líka það sem við þegar
vitum. Það skortir f leiri tækni-
lausnir sem miða að því að uppræta
ofbeldi og hjálpa þolendum,“ segir
Árdís.
Þær segja tímabært að við horf-
umst í augu við afleiðingar ofbeldis
og að frumkvöðlar og fjárfestar
horfi til tæknilausna sem ráðist að
rótum samfélagslegra vandamála.
„Við tókum þátt í Gullegginu og
svo í Evrópska leiðtogaskólanum
fyrir konur. Þá má eiginlega segja
að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir
alvöru,“ segir Inga.
Árdís segir þær stöllur koma alveg
nýjar inn í þennan frumkvöðlaheim
og því hafi síðastliðið ár verið ákaf-
lega viðburðaríkt.
„Við erum nú bara á leiðinni upp
í f lugvél í þessum orðum töluðum,“
bætir Inga við.
„Til að taka þátt í verðlaunaaf-
hendingu á vegum Nordic Women
in Tech. Við vitum í raun ekkert
hvað við erum að fara út í. Annað
en að þarna verða f leiri ótrúlega
öflugar konur frá Íslandi sem eru
að láta til sín taka í tæknigeiranum
og nýsköpun.“ n
Smáforrit gegn
ofbeldi tilnefnt
til verðlauna
Inga Henriksen og Árdís R. Einars-
dóttir. MYND/AÐSEND
Íslenskur hlutabréfamark-
aður hreyfist í vaxandi mæli í
takt við erlenda markaði með
fjölgun skráðra fyrirtækja og
fjárfesta. Staðan í hagkerfinu
hér er betri en annars staðar
en samt lítur út fyrir að hluti
heimila standi höllum fæti og
geti átt í erfiðleikum með að
ná endum saman.
olafur@frettabladid.is
Miklar breytingar hafa orðið á
íslensk um hlutabréfamarkaði
undanfarin fjögur ár. Í Markaðnum
í gær kom fram að fjöldi almennra
fjárfesta hefur næstum fjórfaldast
frá 2018, auk þess sem erlendir
vísitölusjóðir eru nú komnir með
íslensk hlutabréf í eignasöfn sín
vegna flokkunar FTSE.
Vignir Þór Sverrisson, fjárfest-
ingastjóri hjá Íslandssjóðum, segir
stóru breytinguna sem orðið hafi
undanfarin ár vera fjölgun fyrir-
tækja sem eru skráð á markað. Það
sé til hagsbóta fyrir fjárfesta. Frá
árinu 2012 hafi að jafnaði verið tvær
til þrjár nýskráningar á aðallista
kauphallarinnar á ári, auk þess sem
First North markaðurinn hafi tekið
við sér undanfarið. Flokkunin hjá
FTSE fjölgar leikendum á þessum
markaði sem ætti að leiða til meiri
veltu og betri verðmyndunar á
markaði að hans mati.
„Stærsta breytingin á undan-
förnum tveimur til þremur árum
er þó fjölgun þeirra einstaklinga
sem eiga í hlutabréfum á markaði
beint í kjölfar vel heppnaðra útboða
undanfarin ár sem hefur aukið við
f lóru þeirra bréfa sem eru í boði í
kauphöllinni,“ segir Vignir.
Hann bætir við að eftir vaxta-
lækkanir hafi almennir fjárfestar á
síðasta ári fært sig í nokkrum mæli
úr skuldabréfum yfir í dreifð eigna-
söfn eða jafnvel hlutabréfasjóði.
„Þetta er eðlilegt í lágvaxtaumhverfi
þar sem bankareikningar og skulda-
bréf skila lágum vöxtum. Í raun
stuðlar lægra vaxtastig að aukinni
áhættutöku og við sjáum þetta á
öllum mörkuðum í heiminum.“
Eftir frábært ár í fyrra hafa hluta-
bréf lækkað í verði á þessu ári og
Vignir segir nú koma í ljós hvert
raunverulegt áhættuþol fjárfesta er.
Hlutabréf séu í eðli sínu áhættufjár-
Skuldug hagkerfi þola illa háa vexti
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hreyfist í vaxandi mæli í takt við alþjóðlega markaði. MYND/AÐSEND
festing sem sveiflast í verði og ekki
allra að höndla þær sveiflur.
Vignir segir yfirstandandi ár hafa
verið mjög krefjandi á fjármála-
mörkuðum þar sem lítið sem ekk-
ert skjól hafi verið í neinum eigna-
flokkum.
„Vextir eru að hækka í nánast
öllum heiminum og ávöxtunarkrafa
skuldabréfa hefur hækkað mikið í
Evrópu og Bandaríkjunum. Við
þetta bætist að verðbólgan hefur
hækkað mikið og 12 mánaða taktur
er víða á bilinu 8-12 prósent,“ segir
Vignir sem segir það þó jákvætt að
verð á mörgum hrávörum hafi náð
ákveðnu jafnvægi.
Hann segir að þótt seðlabankar
heimsins hækki nú vexti til að ná
niður verðbólgu bjóði skuldsetning
hagkerfa heimsins ekki upp á að
vextir séu mjög háir í langan tíma.
Vignir Þór segir stöðuna hér á
landi almennt vera betri en víðast
annars staðar en vandamálin séu þó
þau sömu. „Vegna lágra vaxta hækk-
aði fasteignaverð verulega hér eins
og annars staðar. Við glímum hins
vegar ekki við verðbólgu á sama
tíma og samdrátt hagkerfa eins og
Bretland, Evrópa og Bandaríkin.
Við munum þó finna fyrir innfluttri
verðbólgu áfram.“
Vignir bendir á að í hagtölum
Seðlabankans komi fram að innlán
heimila aukist enn verulega á sama
tíma og yfirdráttarlán aukast. „Af
þessu má draga þá ályktun að hluti
heimila gæti átt í vandræðum með
að ná endum saman. Þetta kemur
betur í ljós í vetur.“ Hann bætir
því við að einn óvissuþáttur inn í
veturinn snúi að kjarasamningum
og hvaða lending náist þar.
Í ljósi ofangreinds segir Vignir Þór
það ekki undarlegt þótt krefjandi
tímar séu á verðbréfamörkuðum
og ætti því ekki að koma á óvart
að markaðurinn hér heima lækki í
takt við aðra markaði. „Við höfum
séð aukna fylgni við erlenda mark-
aði og búast má við að svo verði
áfram,“ segir Vignir Þór Sverrisson
hjá Íslandssjóðum. n
12 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR