Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. Strax árið eftir greip Brynja Dan Gunnarsdóttir hugmyndina og hóf að safna saman þeim íslensku vef- verslunum sem bjóða góð tilboð þennan dag á eina síðu, 1111.is, svo einfaldara sé að finna tilboðin og nýta sér þau. Hún er því eins og gefur að skilja mjög upptekin þessa dagana. „Síðan er gerð með það í huga að létta undir með fólki svo það þurfi ekki að leita inni á hverri verslun fyrir sig hvort og þá hvaða tilboð séu í gangi. Þetta er eins konar regnhlíf sem heldur utan um flest tilboðin og svo erum við auðvitað alltaf að reyna að gera betur og betur og erum komin með hina ýmsu flokka til að auðvelda kaupin enn frekar og mæta þörfum neyt- andans.“ Brynja ákvað fyrir mörgum árum að grípa tækifærið sem þessi vefverslanadagur bauð upp á og nýta daginn innlendum vefversl- unum til hagsbóta. „Fyrirtæki geta skráð sig og sín tilboð á síðuna 1111.is og svo geta væntanlegir kaupendur farið beint þangað og leitað að tilboðum án þess að þurfa að grafa eftir þeim um allt netið.“ Síbatnandi síða Brynja á og stofnaði 1111.is og hefur í samstarfi við Netgíró undanfarin ár gert hana stærri og betri. „Gaman frá því að segja að í ár hefur Pósturinn gengið til liðs við okkur líka svo þetta verður bara skemmtilegra og skemmti- legra og á meðan það er þannig þá er ég til í að taka þetta alla leið. Búin að kynnast alveg helling af dásamlegu fólki sem er svo gaman að vinna með og við 11.11.-teymið erum ein stór fjölskylda.“ Hún segir þátttöku fyrirtækja aukast með hverju ári og aðsókn kaupenda einnig. „Þetta er áttunda árið okkar, þetta byrjaði sem sjö lítil lógó á bloggsíðu hjá vinkonu minni og síðan þá höfum við bara verið að stækka og stækka, bæði er ég komin með mjög flotta og notendavæna heimasíðu og eins fengið dygga bakhjarla til að láta þetta allt ganga.“ Skipulögð innkaup og minna stress Hún telur að svona dagur geti gagnast fólki til að skipuleggja innkaup sín og kaupa það sem vantar eða löngun stendur til frekar en að kaupa bara eitthvað sem getur gerst í miklu stressi rétt fyrir jól. „Ég held að við munum seint hætta að gefa jólagjafir og slagorðið okkar er „Kláraðu jólin á netinu og minnkaðu stressið“. Með smá skipulagi er einmitt hægt að gefa bæði vandaðri gjafir og eitthvað sem vantar. Því fólk er á mismunandi stað í lífinu og vantar mismunandi hluti, það er bara staðreynd. Þegar góður afsláttur er í boði er það líka hvatning til að kaupa ekki bara eitthvað heldur vanda valið og velja oft vandaðri vöru sem á endanum er betri fyrir umhverfið og endist lengur. Úrvalið er alltaf að aukast og við erum með allt milli himins og jarðar,“ segir Brynja og bætir við að sér finnist skemmtilegt hvað það er hægt að kaupa margar ólíkar upplifanir sem hafa verið vinsælar jólagjafir síðustu ár. „Og svo eru rúm, verk- færi, snyrtivörur, bílaleigubílar, f lug, kynlífstæki, matur og allt þar á milli.“ Hún viðurkennir að heil- mikil vinna fari í að halda utan um 1111. is, sérstaklega þegar stóri dagurinn nálgast. „Mitt nánasta fólk veit að ég er agalega leiðinleg þessa viku á hverju ári og ekki við- ræðuhæf. Sit heima í sófanum með tölvuna í jogginggallanum, ósofin og líklega með súkkulaði út á kinn að koma þessu í gang,“ segir hún og kímir. „Síðustu tvo dagana fyrir 11. nóvember er ég bara hér fyrir framan tölvuna og með símann opinn allan sólarhringinn, tilbúin að aðstoða fyrirtækin með hvað sem er hvenær sem er.“ Sparar bæði tíma og peninga Spurð um hver séu bestu kaupin sem hún hefur sjálf gert á þessum degi segist hún þurfa að hugsa sig aðeins um. „Ætli það sé ekki Royal Copenhagen kökubakkinn minn sem mig var búið að langa í í mjög langan tíma og svona eitt og annað sem maður trítar sig með þegar verðin eru hagstæð.“ Brynja segir heilmikinn tíma sparast þegar keypt er á netinu á skipulagðan hátt á afsláttardögum sem þessum. „Það hefur reynst mér vel að vera með tilbúinn lista þar sem ég sé hvað ég keypti fyrir alla í fyrra og vera svo búin að gera lista fyrir árið í ár. Ég næ að klára gjafa- kaupin, fæ allt sent heim og get svo dúllast í rólegheitum við að pakka inn og svolítið bara notið aðvent- unnar. Ég gef margar jólagjafir og það er algjör snilld að geta græjað þetta bara á þessum degi, nú ef svo eitthvað er eftir þá klára ég það á Black Friday eða Cyber Monday,“ segir hún og bætir við: „Stressið er alveg nógu mikið fyrir og það er bara svo frábært að vera ekki að eltast við gjafir út um allan bæ ofan á öll hlaðborðin og veislurnar og hittingana og baksturinn og skreytingarnar og allt það sem við gerum. Það er svo notaleg tilfinning að vera ekki stressaður yfir þessu og eiga kannski allt eftir korter í jól og þá aukast líkurnar á því að eyða meiri peningum og kaupa eitthvað sem kannski er keypt bara til að kaupa eitthvað.“ Brynja verður leyndardómsfull þegar spurt er hver sé jólagjöfin í ár. „Svo vill til að ég er reyndar í rýnihóp sem velur jólagjöfina í ár svo ég ætla ekki að missa það út úr mér hér hver mín tillaga er. En hún er bara eitthvað fallegt, hvort sem það er upplifun og samvera eða eitthvað sem vantar. Held að það skipti bara mestu að það sé falleg hugsun á bak við hana eins og með allt.“ n Ég held að við munum seint hætta að gefa jólagjafir og slagorðið okkar er „Kláraðu jólin á netinu og minnkaðu stressið“. Brynja Dan Gunnarsdóttir Ég næ að klára gjafakaupin, fæ allt sent heim og get svo dúll- ast í rólegheitum við að pakka inn og svolítið bara notið aðventunnar. Brynja Dan Gunnarsdóttir 2 kynningarblað 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURSINGLES’ DAY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.