Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 30
 Mér finnst gaman að pæla í því hvernig skartgripir geta sett svip sinn á heildina og nota mikið eyrna- lokka og hringa. Kári Haraldsson Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Kári Haraldsson er meðlimur For- smánar, Blóðmörs og Múrs en síðasttalda sveitin kom fram á Airwaves um síðustu helgi. Hér sýnir hann les- endum inn í fataskápinn. Kára Haraldssyni er margt til lista lagt. Hann er meðal annars trommuleikari svartmálmsbands­ ins Forsmánar og þungarokks­ pönkaranna í Blóðmör auk þess að vera söngvari og keytarleikari þungarokkssveitinnar Múrs sem kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves um síðustu helgi. Kári lýsir tónlist sveitarinnar Múrs sem hljóðgervilsdrifnum þungarokkshljóðheimi þar sem skerandi rafgítarar og djúpar, vægðarlausar drunur þramma taktfast samhliða innrænum og óræðum hugarheimi. „Tónleikarnir gengu hrikalega vel,“ segir Kári en þeir voru á fimmtudagskvöldinu á Gauknum. „Það var mjög gaman að spila fyrir áhorfendahóp sem var að miklu leyti svona ótengdur okkur, fólk sem þekkti okkur ekki og kom annars staðar að en úr þungarokkinu. Við fengum frá­ bærar undirtektir, en það var mikil og áþreifanleg spenna í andrúms­ loftinu frá fyrsta lagi.“ Fyrsta platan á lokametrunum Fyrsta breiðskífa félaganna í Múr er á lokametrunum í eftirvinnslu, en þeir stefna á útgáfu sem allra fyrst. „Í september tókum við upp það fyrsta af nokkrum meðfylgj­ andi tónlistarmyndböndum og fengum með okkur ótrúlegan hóp hæfileikaríks og metnaðarfulls fólks í það. Myndbandið og lagið Heimsslit verða það fyrsta sem við gefum frá okkur í útgáfuferli plötunnar, en það eina sem við höfum gefið út hingað til er lifandi myndbandstaka af flutningi okkar á laginu Holskeflu, sem við fluttum á útskriftartónleikum mínum frá MÍT.“ Kári útskrifaðist úr djasspíanó­ námi við Menntaskóla í tónlist (MÍT) síðasta vor en hefur síðan þá aðallega verið að sinna hljóm­ sveitunum sínum, tekið upp lög og spilað á eins mörgum tónleikum og hægt er. Lengi í mótun Hljómsveitin Múr hefur verið lengi í mótun en Kári og gítarleikar­ arnir Hilmir og Jón Ísak kynntust í menntaskóla 2016. „Við Hilmir vorum saman í kvikmyndanámi við Borgarholtsskóla, en þeim Jóni var spilað saman af gítarkennara þeirra, Þráni Árna Baldvinssyni, gítarleikara þungarokkssveitar­ innar Skálmaldar. Seinna meir bættist gítarleikarinn Ívar Andri við hópinn þegar við vorum allir í námi við MÍT og Tónlistarskóla FÍH. Ívar stökk á bassann og þá var þetta loks farið að taka á sig meiri heildarmynd.“ Sveitin hefur komið fram á mörgum tónleikum síðustu tvö árin og hitaði meðal annars upp á þrennum útgáfutónleikum auk þess að halda eigin tónleika. „Síðasta vor tókum við þátt og sigruðum í hljómsveitarkeppninni Wacken Metal Battle Iceland. Það opnaði á frábær tækifæri, en við spiluðum svo fyrir þúsundir áhorf­ enda í lokakeppninni á Wacken Open Air hátíðinni í Þýskalandi í haust. Þar kynntumst við fólki alls staðar að og mynduðum mikilvæg tengsl.“ Múr kemur næst fram á And­ kristnihátíð á Gauknum 16.­17. desember. „Svo má endilega taka frá kvöldin 4. febrúar og 4. mars ef fólk iðar í skinninu og vantar til­ efni til að taka fram dansskóna.“ Kári Haraldsson sýnir lesendum hér inn í fataskápinn sinn. Spurt og svarað Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Svarta skyrtan er úr Zöru og kragi og gervileður- buxurnar frá Punk Rave. Harness er frá ZADO, neta- bolurinn af nytjamarkaði í Berlín og skórnir frá Steel. Loðjakkinn var keyptur notaður í Verzlanahöll- inni. Skyrtuna (ASOS) og galla- buxurnar (ASOS) fékk hann í gjöf. Skórnir eru frá Dr. Mar- tens og beltið keypti hann notað á góð- gerðarmarkaði í Bretlandi. Eyrna- lokkar eru gjöf, silfurhringurinn frá Etah Love og Maya-gull- hringurinn er frá Eva Jewellery. Vintage gull- hringinn keypti hann af Etsy. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Var lengi gangandi tískuslys Lengst af hef ég lítið spáð í föt og tísku en bróðir minn hefur tekið mörg tímabil þar sem hann hefur legið yfir fatnaði, fylgihlutum og þess háttar. Í gegnum tíðina hafa því ýmsar flottar flíkur ratað til mín frá honum, en það er yfir­ leitt eitthvað sem ég fæ lánað frá honum en „gleymi“ svo að skila. Kærastan mín hefur svo líka gefið mér hrúgu af flottum fötum og ég hugsa að það í bland við fín lánsföt frá bróður mínum hafi svolítið mótað fatasmekk minn og gefið mér betra sjálfstraust í að prófa að fara leiðir sem ég hefði ekki farið áður. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Samfélagsmiðlar spila sterkt inn þar. Ég hugsa að það sé meira ómeðvitað heldur en meðvitað þar sem ég leita sjaldan viljandi að innblæstri eða nýjum fötum. Ég hef líka augun opin þegar ég fer út á lífið og reyni að skrá það hjá mér í hausnum þegar ég tek eftir ein­ hverju sem ég fíla. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi ekki mikið af fötum sjálfur en helstu fatainnkaup síðasta árið eru flíkurnar sem ég klæðist á sviði, svartar skyrtur, net, ólar og gervileður. Þau innkaup hafa flest farið fram á vefsíðum eins og Fantasmagoria eða á nytja­ mörkuðum og básaleigum eins og Verzlanahöllinni. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Dökkir og heitir litir, jarðlitir og svo er svartur alltaf viðeigandi. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Frá því ég fór að klæða mig sjálfur hef ég yfirleitt bara verið gangandi tískuslys, það var ekki fyrr en frekar nýlega sem ég fór að verða meira meðvitaður um hvað ég klæði mig í og átta mig á ánægjunni sem getur fylgt flottum fötum. Hvaða þekkti einstaklingur er svalur þegar kemur að fatnaði? David Bowie átti mörg virkilega f lott lúkk, áhrifamiklir litir og form úti um allar trissur. Hvaða f líkur hefur þú átt lengst og notar enn þá? Dr. Martens­skóna mína, þeir eru orðnir nokkuð lúnir. Áttu eina uppáhaldsf lík? Það er svartur loðjakki sem ég klæðist oft. Hann var hræódýr, smellpassar og virkar vel. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu fatakaupin eru líklega aftur sami loðjakki sem ég keypti notaðan fyrir smáaura. Verstu kaupin gætu hafa verið þegar ég var unglingur og keypti tvö eintök af sömu peysunni „til öryggis“. Ég notaði svo bara aðra þeirra í mesta lagi þrjú skipti. Notar þú fylgihluti? Mér finnst gaman að pæla í því hvernig skartgripir geta sett svip sinn á heildina og nota mikið eyrnalokka og hringa. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Ég held ekki. Þegar ég kaupi eitthvað sjálfur þá er það yfir­ leitt notað. n Sjá nánar á frettabladid.is. 6 kynningarblað A L LT 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.