Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 36
Það má með sanni segja að þetta séu langþráðir tónleikar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes Tómasson blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, sem lést föstudaginn 28. október á Landspítalanum, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Útförinni verður streymt á vefsíðunni joitomm.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Málfríður Finnbogadóttir Helgi Jóhannesson Anna Jóhannesdóttir Brynjúlfur Jónatansson Þórdís Jóhannesdóttir Brynjar Valþórsson Jóhannes, Ísar Ágúst, Sara Björk, Einar Björn, Salvör Móeiður, Elsa María, Valþór Hrafnkell og Eva Málfríður Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, Hrefna Guðmundsdóttir Skúlagötu 20, Rvk, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Móbergi, Selfossi, þriðjudaginn 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Sigurðsson Vilborg Sigurðardóttir Guðjón Sigurðsson Vera Ósk Valgarðsdóttir Guðmundur Rafn Sigurðsson Gígja Baldursdóttir Atli Már Sigurðsson Auður Haraldsdóttir Sigurður Valur Sigurðsson Kristján Örn Sigurðsson Kristín Kristmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Ragnheiðar Tryggvadóttur Starfsfólki Ísbergs á Hrafnistu við Sléttuveg er þakkað fyrir alúðlega umönnun. Tryggvi Þórðarson Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir Lína Thordardóttir Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Merkisatburðir 1848 Í Kaupmannahöfn er stofnuð stjórnar- deild til að annast málefni Íslands, Grænlands og Færeyja. Fyrsti for- stöðumaður er Brynjólfur Péturs- son lögfræðingur. 1913 Járnbrautarlest er notuð til fólks- flutninga á Íslandi í fyrsta skipti. Hún liggur frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð. 1928 Brú yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti er vígð. 1944 Þýskur kafbátur sekkur far- þegaskipinu Goðafossi út af Garðskaga þegar skipið er að koma frá Bandaríkjunum. Tutt- ugu og fjórir farast en nítján er bjargað. 1960 Breski rithöfundurinn Neil Gaiman fæðist. 1967 Siglufjörður kemst í vegasamband með opnun Strákaganga sem eru þá lengstu göng á Íslandi, 800 metrar. 1984 Raforkukerfi Íslands er hringtengt þegar Suðurlína er tekin í notkun. 1990 Pétur Guð- mundsson kastar kúlu 21,26 metra og bætir með því þrettán ára gamalt Íslandsmet Hreins Hall- dórssonar. 1992 Fyrsti GSM-sími Nokia, Nokia 1011, kemur á markað. 2001 Apple setur iPod á markaðinn. Kristján Jóhannsson tekur á móti góðum gestum sem syngja bæði einsöngs- og samsöngsatriði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Diddú lætur sig ekki vanta í fögnuðinn. Óperustjóri segir mörg gleðiefni blandast saman á Galatónleikum föstudagsins. arnartomas@frettabladid.is Langþráðir Galatónleikar Íslensku óper- unnar fara loksins fram í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Þar koma fram mörg af stærstu óperunöfnum Íslands en upp- haflega stóð til að halda tónleikana á 40 ára afmæli Íslensku óperunnar 2020. „Það má með sanni segja að þetta séu langþráðir tónleikar,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. „Þetta er í rauninni hugmynd sem varð til í kringum fertugsafmælið okkar 2020 en eðli málsins samkvæmt komum við því ekki í verk fyrr en núna. Þetta eru ekki tónleikar sem hægt er að halda með fjöldatakmörkunum eða fjarlægðar- viðmiðum.“ Tónleikarnir eru þannig ekki aðeins síðbúinn afmælisfögnuður heldur er líka verið að fagna starfsári án takmarkana. „Að geta komið saman aftur, tef lt fram okkar bestu söngvurum, dásam- legri dagskrá og glaðst yfir því að þetta ástand sé staðið yfir að mestu leyti. Það er margt sem blandast þarna saman í þessa gleðitónleika sem eru síðbúin afmælisveisla og fögnuður yfir nýrri framtíð,“ segir Steinunn Birna. Þrjár kynslóðir Dagskrá Galatónleikanna verður ekki af verri endanum. „Kristján Jóhannsson hefur auðvitað átt einhvern stærsta feril íslenskra söngv- ara og svo er Diddú auðvitað algjör þjóð- argersemi,“ segir Steinunn Birna. „Við erum líka að tefla fram söngvurum sem hafa verið í aðalhlutverkum hjá okkur eins og Herdísi Önnu og Oddi Jónssyni sem og fulltrúum yngri kynslóðarinnar eins og Gunnari Birni og fleirum.“ Þannig segir Steinunn Birna að í raun stígi á stokk þrjár kynslóðir söngvara. „Þarna verða bæði þeir allra reynd- ustu, þeir sem hafa verið mikið í for- grunni hjá okkur og svo alveg nýjar raddir líka.“ Flókið listform Óperan hefur plumað sig ansi vel eftir að hún skreið undan feldi faraldursins. „Það hefur gengið merkilega vel miðað við hvað óperan er f lókið list- form,“ segir Steinunn Birna. „Við höfum verið að semja okkur að aðstæðum og taka ákvarðanir sem eru viðeigandi í þessum veruleika sem við höfum verið að eiga við.“ Ýmsar stórar sýningar voru látnar bíða þegar óvissan var sem mest en Steinunn Birna segir að fram undan sé mikil og spennandi dagskrá. „Það er nokkuð samliggjandi dag- skrá hjá okkur núna eftir faraldurinn sem sér ekki fyrir endann á og það er alveg ótrúlega gaman,“ segir hún. „Þar má meðal annars nefna Örlagaþræði í Kaldalóni, svo tökum við þátt í f lutn- ingi barnaóperu eftir Þorkel Sigur- björnsson og svo erum við á fullu að undirbúa jólatónleika og stóru tónleik- ana okkar eftir jól – Madama Butter f ly. Við erum glöð og bjartsýn með þessa nýju framtíð sem allt í einu er byrjuð, aftur!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á föstudag og miðasala fer fram á tix.is. ■ Stórskotalið óperunnar á síðbúnum stórafmælisfögnuði Bandaríska þáttaröðin Sesame Street er með ástsælla barnaefni sem framleitt hefur verið fyrir sjónvarp. Hugmyndin að þáttunum kom fram árið 1966 þegar höfundana Joan Ganz Cooney og Lloyd Morrisett langaði að nota ávanabindandi eðli sjónvarps- áhorfs barna og beina því í jákvæðan farveg. Þeir fengu til liðs við sig brúðu- meistarann Jim Henson og saman lögðu þeir sig fram við að framleiða jákvætt og uppbyggjandi barnaefni. Þættirnir fóru fyrst í loftið þann 10. nóvember 1969 og náðu fljótt miklum vinsældum. Brúður Hensons greindu þættina frá öðru barnaefni og vel tókst til að blanda saman húmor, tónlistaratriðum og námsefni. Höf- undarnir veigruðu sér við að takast á við erfið málefni á borð við kynþátta- hatur og stéttaskiptingu og fengu þeir mikið lof fyrir það í fjölmiðlum. Enn er verið að framleiða nýja þætti af Sesame Street þótt framtíð þeirra hafi verið óljós á undanförnum árum. Alls hafa verið gerðir 4.626 þættir í 53 þáttaröðum og eru þeir eitt langlífasta barnaefni í sjónvarpi frá upphafi. ■ Þetta gerðist 10. nóvember 1969 Sesame Street hefur göngu sína TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.