Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 4
Þróun álframleiðslu án losunar gróðurhúsa- lofttegunda skiptir Íslendinga miklu máli vegna þeirrar miklu álframleiðslu sem er hérna. Rauan Meirbe- kova, sér- fræðingur hjá Tæknisetri ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Orkukreppan og framtíð grænnar orku var til umræðu í Vín. MYND/AÐSEND Verkefnisstjóri hjá Tæknisetri kom nýlega fram á alþjóð­ legri orkuöryggisráðstefnu og ræddi tækifærin sem fólgin eru í grænni álframleiðslu. Hún flutti til Íslands frá Kasakstan fyrir fjórtán árum. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Doktor Rauan Meirbekova, sérfræðingur hjá Tæknisetri, tók nýlega þátt í pall­ borðsumræðum á fimmtu orku­ öryggis ráð stefn unni sem haldin var í Vín um grænu iðnbyltinguna, þar sem hún fjallaði um framfarir í að hefta losun koltvísýrings frá álfram­ leiðslu og möguleikann á að geyma og flytja orku með áli. „Þegar við hugsum um losun g róðurhúsalof tteg unda halda margir að hún komi að langmestu leyti frá raforkuframleiðslu eða f lutningum,“ segir Rauan. „En raf­ orkuframleiðsla telur hins vegar aðeins 26 prósent og flutningur 16 prósent. Iðnaðarframleiðsla á til dæmis áli, stáli, steypu og plasti telur um 30 prósent allrar losunar. Því miður framleiðir enginn ál eða stál í heiminum án losunar.“ Ráðstefnan fór fram síðastliðinn föstudag í Vín í skugga einnar mestu orkukrísu í áratugi. Áherslan var á framtíð olíu og gass, framtíð grænu byltingarinnar og orkuskiptin. Tæknisetur er óhagnaðardrifið félag sem þróar tæknilausnir í sam­ starfi við innlend og erlend fyrir­ tæki og stofnanir. Meðal annars er rannsóknarstarf í gangi um kolefn­ islausa álframleiðslu með innlenda sprotafyrirtækinu Arctus og stærsta álframleiðanda Þýskalands, Trimet, sem hefur fjárfest mikið í að aðlaga rekstur sinn breytingum á þýskum orkumarkaði og stefnir að því að breyta álframleiðslu í kolefnislausa framleiðslu með hinni íslensku tækni. „Þróun álframleiðslu án losunar gróðurhúsalofttegunda skiptir Íslendinga miklu máli vegna þeirrar miklu álframleiðslu sem er hérna,“ segir Rauan og bendir á að um 70 prósent af allri raforkuframleiðslu hérlendis fari til álframleiðslu. Einnig stýrir Tæknisetur alþjóð­ legum rannsóknum á að nýta ál til að geyma orku og sem orku­ gjafa. Þar er sú orka sem notuð er við álframleiðsluna losuð með því að hvarfa álkorn við gufu eða heitt vatn, en við það myndast varmi og vetni. Álið umbreytist við það í súrál sem nota má til álframleiðslu. Rauan telur að græn orka geti leyst þær orkukreppur sem eru fyrirsjáanlegar í framtíðinni. Orku­ geymsla í áli geti skipt miklu máli og hægt verði f lytja orku til Evrópu á veturna þegar kalt er. „Það er mikil­ vægt að geta geymt endurnýjanlega orku milli árstíða,“ segir hún. Rauan er frá Mið­Asíuríkinu Kasakstan. Hún f lutti til Íslands fyrir 14 árum til að starfa sem verk­ fræðingur hjá Verkís en er nú einn 17 starfsmanna Tæknisetursins sem stofnað var í fyrra á grundvelli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Spurð um hvers vegna hún flutti hingað segir Rauan áhuga á endur­ nýjanlegum orkugjöfum hafa spilað þar stóra rullu. Einkum vatnsorku og jarðvarma sem nýttur er hér­ lendis. Það sama er ekki hægt að segja um heimaland hennar. Aðeins lítill hluti raforkufram­ leiðslu er sjálf bær, eða 14 prósent frá vatnsorkuverum, og minna en 5 prósent frá öðrum sjálf bærum orkugjöfum, en 71 prósent ork­ unnar kemur úr kolaverum og 10 frá gasi. Þetta gæti þó breyst. „Kasakstan hefur mjög mikil tæki­ færi í jarðhita,“ segir Rauan. „Þar eru lághitasvæði sem vel er hægt að nýta til húshitunar.“ n Álframleiðsla geti orðið kolefnislaus kristinnpall@frettabladid.is VESTFIRÐIR Bæjarráð Ísafjarðar­ bæjar tók fyrir nýja beiðni Skeiðs og Vestfirskra verktaka um lóðir til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Eyrinni. Eftir breytingar á til­ lögunni er stefnt að því að 50 til 60 íbúðir verði tilbúnar á næstu fjórum árum í miðbæ Ísafjarðar. Áður var gert ráð fyrir 40 til 50 íbúðum á svæðinu en nú var búið að bæta einni lóð við fyrirspurnina. n Vilja byggja tugi íbúða á Ísafirði kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Orsök fæk k unar hreindýra á helsta veiðisvæðinu á Austurlandi er ráðgáta. Þar til betri talningar á dýrunum liggja fyrir hefur Náttúrustofa Austurlands og Félag leiðsögumanna lagt til tölu­ verða fækkun veiðileyfa, einkum á veiðisvæði 2. „Það er ekkert sem bendir til hruns í stofninum,“ segir Skarphéðinn G. Þórisson, hreindýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu, spurður um hvað sé að gerast hjá hreindýrastofninum. „Okkar tilgáta er að dýrin hafi leitað yfir á svæði 1 og líka 7.“ Svæðin eru 9 í heildina. Vanda­ málið er hins vegar að erfitt er að telja dýrin á svæði 7. Þar eru þröngir dalir, dimma í fjallshlíðum og getur verið afar vindasamt. Veiði getur einnig verið erfið þar. Svæði 2 hefur verið helsta veiði­ svæðið, enda háslétta og góðar vegasamgöngur. Fjöldinn á svæðinu hefur hins vegar hrunið undanfarin ár. Árið 2017 fundust um 2.000 dýr á svæðinu en um 400 í ár. Lagt er til að árið 2023 verði aðeins gefin út 30 veiðileyfi á svæði 2 en þau voru 170 í ár. Skarphéðinn segir þetta byggt á varúð og óvissu um raunverulegan fjölda dýranna. „Ef það kemur í ljós að fjöldinn sé vanmetinn er mjög fljótlegt að leið­ rétta það,“ segir hann. En þó að verkefnið að meta fjölda dýranna sé flókið verður ekki setið auðum höndum. Stefnt er að því að gera allsherjartalningu í mars. „Þá kemur betur í ljós hvað hefur gerst,“ segir Skarphéðinn. Umhverfisstofnun sagði frá því að hreindýraveiðin, sem lauk 20. september, hafi í heildina gengið vel nema á svæði 2 „Tókst að veiða stærsta hluta útgefins veiðikvóta, þar hjálpaði gott veður síðustu vikur veiðitíma­ bilsins vissulega til.“ n Gera allsherjartalningu hreindýra vegna fækkunar Hreindýrum hefur fækkað um 80 prósent á fimm árum á svæði 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM lovisa@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Í dag fer fram á Hilton Heilbrigðisþing helgað lýð­ heilsu, forvörnum, heilsueflingu og heilsulæsi. Meðal þeirra sem tala á þinginu eru Hans Kluge, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis­ málastofnunarinnar, og Chris Brown, yfirmaður á skrifstofu Evr­ ópudeildarinnar í Feneyjum.n Lýðheilsa rædd á heilbrigðisþingi Hans Kluge, framkvæmdastjóri Evrópudeildar WHO. 4 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.