Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 44
Nemendurnir sem sáu mestan árangur af því að nota námskerfið voru nemendur í námsörðugleikum sem sýndu allt að tólffalda aukningu. Mathieu Skúlason rekur fyrir- tækið Evolytes. Fyrirtækið sinnir frumkvöðlastarfi á sviði menntatækni og bindur vonir við að bylta námstækni í stærðfræði á grunnskólastigi. Evolytes hefur þegar haslað sér völl á alþjóðamarkaði. ninarichter@frettabladid.is Mathieu var í þverfaglegu háskóla- námi við Háskólann í Reykjavík þar sem hann rannsakaði meðal annars hvernig væri hægt að beita styrking- arháttum til að ná fram ákveðinni hegðun hjá börnum. „Þetta er það sem leikjahönnuðir voru að gera til að gera leiki ávana- bindandi. En margt bendir til þess að þær rannsóknir sem verið er að yfirfæra sé ekki hægt að yfirfæra á börn eða menn,“ segir Mathieu. „Við högum okkur víst ekki eins og ein- faldari lífverur, eins og dúfur eða hundar,“ segir hann og bætir við að lítið liggi fyrir af fræðilegum rann- sóknum í því tilliti og stærri tölvu- leikjastúdíóin hafi til að mynda endað á að prófa sig áfram. „Við vitum líka að börn hegða sér ekki heldur eins og fullorðnir.“ Mathieu stundaði fræðilegar rannsóknir í leit að mynstrum í þessu tilliti. „Ég kom heim einn dag- inn og sá að systir mín var að eiga bölvað bágt með stærðfræði, eitt- hvað sem ég kannaðist við sjálfur,“ segir hann. Mathieu er hálf-franskur og hálf-íslenskur og segir móður sína hafa reynst sér vel á þeirri stundu. „Þá tók mamma mig í gegn og kynnti mig fyrir frönsku leiðinni til að læra stærðfræði. Ég endaði á að vera dúx í stærðfræði nokkrum árum síðar, þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla,“ segir hann og hlær. Í framhaldinu fékk Mathieu þá hugmynd að beita styrkingar- háttum og kenningum með hlið- sjón af mynstrum sem hann hafði komið auga á. „Við nýttum þessar kenningar til að búa til einfaldan námsleik þar sem krakkarnir reikna stærðfræði.“ Mathieu notaði marg- földunarefni þriðja bekkjar, sem systir hans var í. „Ég ákvað að gera rannsóknir á hennar bekk, 2016. Ég talaði við kennarann og vissi nákvæmlega hvaða námsefni hún var að fara í gegnum.“ Úr varð einföld útgáfa af hug- búnaðinum. „Niðurstöðurnar sem við fengum voru bara fáránlegar. Nemendur lærðu fjórfalt hraðar, ef þú berð það saman við það sem þau læra í kennslustund. Þau eyddu meiri tíma í að læra og það sem kom mest á óvart er að þau voru miklu jákvæðari gagnvart stærðfræði í hvaða formi sem var, eftir rann- sóknina.“ Rannsóknin átti að standa yfir í tvo mánuði en nemendur kláruðu allt námsefnið á innan við fjórum vikum. „Þessar niðurstöður voru frekar sláandi.” Í framhaldinu fór verkefnið í fjármögnunarferli.“ Að sögn Mathieu er kerfið ekki einfaldur námsleikur heldur ein- stakur gagnadrifinn hugbúnaður. „Við erum með þrjár vörur sem vinna sem ein heild. Við erum með námsleikinn sem er kjarninn sem gerir æfinguna einstaklingsmiðaða og skemmtilega, síðan erum við með upplýsingakerfi fyrir kenn- ara til að forgangsraða í rauntíma hvernig nemendum fer fram og hve- nær á að grípa inn í,“ útskýrir hann. „Svo erum við með námsbækurnar sem samþættast inn í kerfið, með QR-kóða inni í námsbókinni sem hægt er að skanna. Þannig fá börnin kennslukönnun sem þau geta fengið verðlaun fyrir. Við erum að yfirfæra jákvæða áreitið á sjálfa bókina. Nemendur verða þannig spenntir fyrir að klára hana.“ Mathieu segir f lesta námsleiki sem þegar eru til, ganga út á smá- leiki sem kenna ákveðið efni. „Okkar nálgun er algjörlega öfug. Við þróum leik sem er í saman- burði við það skemmtiefni sem börnin sækjast í og gerum leikinn eins skemmtilegan og við mögu- lega getum.“ Menntamálastofnun hefur þó ekki keypt leikinn, heldur hefur fyrirtækið verslað beint við sveit- arfélögin. „Menntamálastofnun vinnur alfarið með engum. Og það er ekki til neitt fjármagn hjá skól- unum til að kaupa námsefni.“ Fyrsta útgáfan kom út árið 2020 rétt fyrir Covid. „Kennarar enduðu á að koma til okkar og spyrja: Getum við ekki fengið að prófa þetta?“ segir hann. „Það sem er svo gaman að segja frá er að nemendurnir sem sáu mestan árangur af því að nota námskerfið voru nemendur í náms- örðugleikum sem sýndu allt að tólf- falda aukningu. Í dag erum við með fullt af velgengnisögum af nemend- um sem búa við raskanir af öllu tagi, nemendum sem stóðu höllum fæti í stærðfræði sem eru komnir aftur í almenna kennslu.“ Salan til sveitarfélaga hefur gengið vel og Mathieu segir að ástæðan sé gríðarlegur sparnaður af notkun hugbúnaðarins þegar kemur að sérkennslu. „Við erum að eyða allt að fjórum milljörðum í sér- kennslu,“ segir hann um ástandið á Íslandi í dag. Í dag er námskerfið notað í yfir helmingi allra grunnskóla á Íslandi. „Við förum í 80 prósent fyrir lok þessa árs. Í dag erum við með 30 skóla sem eru að nota þetta í Sví- þjóð og töluvert af nýjum skólum sem eru að falla inn,“ segir Mathieu. „Það gengur merkilega vel í Dan- mörku og við erum komin með tvo stóra skóla sem eru að prófa náms- kerfið. Við gefum öllum okkar kúnnum kost á að prófa náms- kerfið fyrst. Þetta eru risastórir skólar, þúsund nemendur og á við sveitarfélögin okkar hérna heima. Við erum með dreifiaðila í Litáen, tvo skóla í Frakklandi og að tala við dreifingaraðila í Asíu og Brasilíu,“ segir hann. Gögnin sýna að þörfin á breyttri námstækni er aðkallandi. „Það kom skýrsla frá UNESCO 2018 sem benti á að sex af hverjum tíu nemendum á heimsvísu eru ekki að sýna fram á grunnfærni í stærð- fræði. Staðan á Íslandi er ekki góð. 26 prósent nemenda samkvæmt PISA-könnun 2018 sýndu ekki fram á tilskilinn árangur í stærðfræði, náttúrufræði né lestri. Þessar tölur hafa bara farið hækkandi. Þetta voru ekki nema 11 prósent 2005. Þetta er veldisvöxtur.“ n Mathieu Grettir Skúlason er frumkvöðull og eigandi menntasprota- fyrirtækisins Evolytes. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Gerbylta stærðfræðimenntun landans „Mjög áhrifaríkt og vel gert ... ... Ofsalega gaman að lesa þessa bók.“ Þ O R G E I R T R Y G G V A S O N / K I L J A N „Einn af okkar allra fremstu barnabókahöfundum.“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N Fjörug og spennandi saga eftir Arndísi Þórarinsdóttur um fimleikastrákinn Álf LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is ninarichter@frettabladid.is Latin American Film Festival er ný kvikmyndahátíð sem haldin er í Bíó Paradís dagana 19. til 27. nóvember í samstarfi við sendiráð Argentínu, Chile, Kólumbíu, Venesúela, Perú og Mexíkó. Opnunarmynd hátíðarinnar er Saga hreysikattanna, El cuento de las comadrejas, sem sýnd er laugardag- inn 19. nóvember klukkan 19.00. Í fréttatilkynningu frá hátíðinni segir að nýjar og nýlegar kvikmyndir verði sýndar. Þá verði boðið upp á menn- ingarreisu um gjörvalla rómönsku Ameríku þar sem matur, tónlist og gleði verður í hávegum höfð. Ókeyp- is er inn á opnunarmyndina sem er öllum opin. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Bíó Paradísar. n Saga hreysikatta á kvikmyndahátíð ninarichter@frettabladid.is Í dag kemur út smásagnasafn Stef- aníu Pálsdóttur sem ber titilinn Skyggnur. Safnið inniheldur fimm- tán draumkenndar smásögur. Í fréttatilkynningu segir Stefanía að sögurnar eigi það sameiginlegt að kafa ofan í þráhyggju og togstreitu í fáránleika hversdagsins. Stefanía útskrifaðist með meist- aragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2020. Fyrri verk Stefaníu eru ljóðverkið Blýhjarta auk þess sem hún hefur gefið út örhandbókina Uppskriftabók fyrir draumkafanir. Stefanía slær upp útgáfuhófi í Pennanum Eymundsson á Skóla- vörðustíg í dag milli 17 og 19. n Skyggnum fagnað í Pennanum í dag 28 Lífið 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.