Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kannski er það eitthvað í útnáranum og nesja- mennsk- unni sem gerir það að verkum að Íslend- ingar eru upp til hópa lista- menn. Ríkissjóður eyðir tvö- falt hærra hlutfalli útgjalda sinna í vexti en grannþjóð- irnar verja til varnar- mála. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is ser@frettabladid.is Nýr bíll Athyglisverð og nokkuð óvana­ leg umræða hefur komið upp um nauðsyn þess að lögreglan komi sér upp almennilegum bíl til að handtaka fatlað fólk. Nýlegar myndir af laganna vörðum hrifsa mann í hjólastól í skjóli nætur sýna, svo ekki verður um villst, að núverandi bílar eru alltof þröngir til að löggan geti tekið í afturendann á fötluðu fólki, svo vel sé, og komið því með tilhlýðilegum hætti inn í Svörtu Maríu. Það er enginn bragur á því að handsama lamaða og troða þeim svo inn í næsta bíl – og því er bara að opna budduna og kaupa kálf sem rúmar svona handtökusenur. Nýr markhópur Ætla má að hér sé kominn nýr markhópur í vinnuumhverfi lögreglunnar á Íslandi, enda má öruggt heita að f lóttafólki héðan og þaðan úr heiminum eigi eftir að fjölga hér á landi til muna á næstu árum og áratugum vegna stríðsátaka, mannréttindabrota, f lóða og langvarandi þurrka af völdum hlýnunar jarðar. Þá er næsta víst að fólki með margvíslegar fatlanir muni fjölga í þeim hópi – og eitthvað af því þarf að senda til baka með hervaldi, eins og dæmin sanna. Já, rúm­ góður kálfur er málið, gott ef ekki lausnin. n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Það hefur ekki farið fram hjá mér fremur en öðrum að innan Samfylkingarinnar jafnt sem utan eru skiptar skoðanir um það hvort aðild að Evrópusambandinu er enn á dagskrá flokksins. Óvissan stafar af því að í samþykktum landsfundar Samfylkingarinnar er ítrekuð sterk og afdráttarlaus afstaða með aðild og þjóðaratkvæði, en nýr formaður hefur hins vegar tilkynnt að hún muni ekki flytja það mál. Velferðarmálin, sem lítill ágreiningur er um, munu taka allan umræðutíma Samfylkingarinnar næstu árin. Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu. Helsta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá mál­ efnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna. Við stjórnarmyndun 2017 fengum við, ásamt Bjartri framtíð, Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á að undir lok þess kjörtímabils gæti Alþingi tekið afstöðu um aðildartillögu. Stjórnin sprakk áður en til þess kom. En þetta sýnir að Viðreisn hefur náð árangri í erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum með þetta stóra hags­ munamál þjóðarinnar. Við erum þegar aðilar að stórum hluta ESB. Umbrot­ in í heiminum hafa hins vegar gert það að verkum að aldrei hefur verið brýnna fyrir Ísland að styrkja pólitíska stöðu sína með fullri aðild, jafnt með tilliti til öryggis, efnahags sem loftslags. Það eru engar trúverðugar skyndilausnir í boði. Við þurfum að hafa langtímahugsun að leiðarljósi. Velferðarkerfið þarfnast bæði skipulagsbreytinga og aukins fjármagns. Almennar skattahækkanir eru aftur á móti ekki lausnin að mínu mati. Ríkissjóður eyðir tvöfalt hærra hlutfalli útgjalda sinna í vexti en grannþjóðirnar verja til varnarmála. Vaxtagjöld eru þriðji stærsti fjárlagaliðurinn. Lítil von er til þess að við getum aukið svigrúm velferðarkerfis­ ins nema að ná þessu hlutfalli niður á sama stig og á öðrum Norðurlöndum. Það kallar á langtímahugsun og nauðsynlega kerfisbreytingu í gjaldmiðilsmálum. Aðild að ESB er þannig veigamikill þáttur í lausninni á vanda velferðarkerfisins næsta áratug. n ESB og velferðarkerfið ljosid.is/ljosavinur Vildi að ég gæti átt venjulegan fimmtudags­ morgun með fjölskyldunni“ „ Það má heita svo að þegar foldar skartið fölnar fer listin að blómstra – og raunar sem aldrei fyrr eftir pestar­ fárið sem drap allt í dróma á menn­ ingarsviði landsmanna um tveggja ára skeið, en kvölin sú arna bitnaði raunar öðru fremur á listafólki landsins sem tapaði margt hvert lífsviðurværi sínu um langa hríð. En nú er listin vöknuð af löngum dvala og lætur til sín taka í allri sinni fjölbreytni og margskreytni, en fyrir vikið eru landsmenn enn og aftur minntir á meginhlutverk hennar, að hrífa fólk, snerta það, gleðja og gefa því tækifæri til að fara út fyrir hversdagslega rammann sem bindur það gjarnan á klafa vanans. Það er brýnt að viðurkenna mikilvægi menningarlífsins. Ekki einasta glæðir það lífið í landinu og gerir það eftirsóknarvert heldur veitir það þúsundum manna atvinnu. Fáar ef nokkrar aðrar atvinnugreinar leiða af sér jafn mörg önnur störf en vinna listamanna, en samfélagið sem er andlag þessa alls er bæði gefandi og kraftmikið. Menningarlífið í landinu, í allri sinni mynd, er ekki aðeins einn skýrasti spegill þjóðar­ sálarinnar og endurvarpar þess bestu mynd, heldur er það orðið að einni meginstoðanna í íslensku atvinnulífi. Og til þessa er einmitt horft af þeim fjölda fólks sem kemur hingað til lands á hverju ári til að njóta sín á norrænu eyjunni: menningin skiptir þar sköpum ásamt náttúrunni. Gestsaugað glögga sér nefnilega kraftinn í hvoru tveggja – og einstakan sköp­ unarmáttinn. Kannski er það eitthvað í útnáranum og nesjamennskunni sem gerir það að verkum að Íslendingar eru upp til hópa listamenn, ef ekki í kórum og á leiksviði, þá við ljóðagerð og sagnaskrif, tónsmíðar og hljóðfæraslátt, svo og myndlist af öllu tagi. Atorkan og dugurinn á þessu sviði er svo mikill að ekki verður við aðrar og fjölmennari þjóðir jafnað að framtaki og framleiðslu. Því er það næsta nöturlegt að heyra reglu­ lega niðurrifsumræðu nokkurra íhaldsmanna sem leggja svo mikla fæð á íslenskt listalíf að þeir vilja ræna það öllum stuðningi. Þeir sjá ofsjónum yfir þeim örfáu aurum sem renna til menningarlífsins úr sjóðum hins opinbera á meðan þúsundkallarnir rata sína vanalegu leið til gamalgrónu atvinnuveganna í landbúnaði og sjávarútvegi. Í augum afturhaldsins á ekkert jafnvægi að ríkja á milli atvinnugreina í þessum efnum. Enn um sinn skulu forréttindin vernduð – og annað má eiga sig. n Listin blómstrar SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.