Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2022, Blaðsíða 28
Netgíró er í grunninn einföld greiðslulausn. Þú notar hana til að greiða fyrir vörur og þjónustu en hefur svo þann valkost að dreifa greiðslun- um eftir eigin hentugleika. Bryndís Gísladóttir er sölustjóri Netgíró. Hún segir fyrirtækið hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og gegna sífellt stærra hlutverki sem greiðslumöguleiki hjá lands- mönnum. „Það má segja að það sé allt á blússandi ferð hjá okkur. Það hefur verið mikill vöxtur síðustu árin og nú er jólatíminn að koma og verslunin fer að ná hámarki,“ segir Bryndís. Hún segir að jólavertíðin hefjist svona formlega á Singles’ day, eða degi einhleypra, sem er á morgun og í lok nóvember komi svo Black Friday og Cyber Monday sem afar öflugir verslunardagar. „Nóvember hefur verið að koma mjög sterkur inn og síðustu árin hefur hann verið stærri í verslun heldur en desember. Fólk er farið að flýta jólainnkaupunum. Það byrjar fyrr að versla og vill frekar eiga desember í huggulegheitum og vera í minna stressi,“ segir Bryn- dís. „Eftir að þessir stóru verslunar- dagar í nóvember komu til sögunn- ar hjá okkur fór verslunin að færast rosalega mikið yfir í nóvember. Fólk vill nýta þessi góðu tilboð sem eru í boði á þessum dögum og þá kemur Netgíró mjög sterkt inn hjá fólki.“ Einföld og örugg greiðsluleið Netgíró býður upp á einfalda og örugga greiðsluleið og spurð nánar út í hana segir Bryndís: „Þegar þú ert að versla á netinu þá þarftu ekki að gefa upp kortaupplýsing- arnar þínar. Það eina sem þú gerir er að slá inn símanúmerið þitt og svo staðfestir þú greiðsluna í sím- anum þínum. Það er eins í verslun, þú gefur bara upp símanúmerið og staðfestir svo greiðsluna í síman- um. Þetta er mjög þægileg greiðslu- leið og örugg. Og hver hefur ekki lent í því að liggja uppi í sófa að skoða samfélagsmiðla, sjá geggjað tilboð eða flotta vöru, kortið ein- hvers staðar frammi í veskinu, þá er heldur betur fljótlegt og þægi- legt að geta klárað málið og greiða með Netgíró í símanum,“ segir Bryndís. Virkum viðskiptavinum hjá Netgíró hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. „Eins og ég segi þá erum við sífellt að stækka og virkir viðskiptavinir eru nú nálægt 40 þúsund talsins. Þú getur borgað með Netgíró á yfir 3 þúsund sölustöðum, allt frá litlum netverslunum og alveg upp í stærstu netverslanir landsins og eins hjá matvörukeðjum. Þetta er alltaf að stækka. Nýjar verslanir og netverslanir spretta upp, kaup- menn vita að viðskiptavinir gera kröfu um að greiða með Netgíró og hafa samband og við finnum fyrir því að fólk er í auknum mæli að nýta sér Netgíró til að greiða fyrir vörurnar.“ Netgíró býður viðskiptavinum sínum upp á raðgreiðslur í öllu formi sem margir nýta sér að sögn Bryndísar. „Við bjóðum upp á raðgreiðslur allan ársins hring og núna 1. nóv- ember vorum við setja í loftið hinn margrómaða jólareikning Netgíró. Hann virkar þannig að allt sem þú kaupir í nóvember og desember getur þú greitt 1. febrúar. Þú velur það þá bara í appinu hjá þér hvort þú viljir setja greiðsluna á jólareikninginn og þá þarftu ekki að greiða hann fyrr en 1. febrúar. Þetta er að dreifa svolítið álaginu. Við vitum að desember er dýr mánuður. Það kostar sitt að halda jólin og með þessum greiðslumáta sem jólareikningurinn býður upp á er verið að létta aðeins undir með fólki. Í febrúar getur þú greitt allan jólareikninginn eða dreift honum hvort sem það er í tvo mánuði, þrjá mánuði eða lengur,“ segir Bryndís. Hún segir að fólk nýti sér að fá þann kost að dreifa greiðslunum. „Við byrjuðum með jólareikn- inginn árið 2014 og síðan þá hafa sífellt f leiri nýtt sér þennan frá- bæra möguleika. Þetta léttir undir hjá fólki og því finnst þægilegt að geta skipt reikningnum,“ segir Bryndís. Hún bætir við: „Við bjóðum upp á raðgreiðslur í öllu formi og það vinsælasta hjá fólki er að fá að dreifa greiðslunni í tvo eða þrjá mánuði því þær eru vaxtalausar. Það má segja að Netgíró sé orðið eins og hvert annað greiðslukort. Þú safnar öllum kaupunum saman á einn mánaðarreikning og greiðir hann um mánaðamótin. Ef þú ákveður að kaupa eina dýra vöru sem þú vilt dreifa greiðslum á þá tekur þú einfaldlega vöruna út úr mánaðarreikningnum og dreifir greiðslunum, ótrúlega einfalt og þægilegt. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuverið okkar og fá aðstoð ef þess þarf, starfs- fólkið okkar þar er líklega með svarta beltið í þjónustulund og meistaragráðu í lausnamiðaðri hugsun,“ segir Bryndís. Hún segist vera bjartsýn á jólaverslunina í ár. „Ég held að það verði mikið líf og fjör. Það er stemning í kringum þessa afsláttardaga í nóvember og fólk er duglegt að nýta sér tilboðin. Það eru margir klárir með lista yfir vörur sem þeir ætla að skoða hjá verslunum og sjá hvar þeir fá bestu tilboðin,“ segir Bryndís. n Jólareikningurinn alltaf vinsæll  Bryndís Gísladóttir er sölustjóri hjá Netgíró, sem hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það kostar sitt að halda jólin og með þessum greiðslumáta sem jólareikningurinn býður upp á er verið að létta aðeins undir með fólki. Bryndís Gísladóttir 8 kynningarblað 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURSINGLES’ DAY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.